Vestfirðingur - 15.12.1965, Blaðsíða 3

Vestfirðingur - 15.12.1965, Blaðsíða 3
BLAÐ ALÞYÐUBANDALAGSINS A VESTFJÖRÐUM VH. árgangur. Isafjörður í desember 1965. 18.—25. tölublað. 1 m m m Séra Jóhannes Pálmason, prófastur Friður á jörðu „Hún er svo dimm og döpur þessi tíð sem dauðamyrkur grúfi yfir lýð, og leiðin byrgð, sem lagði Mannsins son. Þú ljósið heims, ó, tendra hjartans von.“ Þannig hvað íslenzka skáldið Sigurður frá Arnarvatni. Og sú tíð, sem hann minnist á, er er ekki ennþá að baki. Því að enn einu sinni renna jól upp yfir blóði drifna vígvelli í mann- heimi. Enn einu sinni setja mannlegar athafnir háðsmerki aftan við lofsöng og árnaðarbæn himnesku hersveitanna, sem fögnuðu fyrstu jólum. Myrkrið í mannheimi er engin nýjung. Fyrir nálega hálfu þriðja þúsundi ára heyrði spá- maður nokkur hrópað til sín: „Vökumaður, hvað líður nóttinni?“ Og vökumaðurinn svar- aði: „Morguninn kemur, og þó er nótt.“ Og fyrir nærfellt tveim þúsundum ára var ritað: „Ljósið skín í myrkrinu og myrkrið hefur ekki tekið á móti því.“ Enn var nóttin ekki sigruð, en ljósið, sem átti að bera sigurorð af henni, var upp runnið, og höfundur orðanna átti sér þá hjartans von, að það yrði senn myrkrinu yfirsterkara. En barn tuttugustu aldarinnar sér ennþá dauðamyrkrið grúfa yfir lýð, og í mörgum brjóstum brennur spurningin: „Hvað líður nóttinni?“ Að baki spurningarinnar býr að vísu vonin um, að nóttin líði hjá og bjartur dagur renni. En við hvað er sú von bundin? Við mannlegt hugvit? Við snilli stjórnmála- manna? Við stofnanir, sem eru mannlegar smíðar? Mannlegt hugvit er að vísu mikið. Flugvélar þeysa áfram með tvöföldum hraða hljóðsins, gerfihnettir sveima umhverfis jörðu og aðrir eftir reikistjarnabrautum umhverfis sólu. Og leyndardómar hinna smæstu efnisagna eru kannaðar. En sagan segir, að því lengra sem vald mannsins yfir umhverfinu nær, því dýpra verður hann að búa um sig í skotheldum byrgj- um undir yfirborði jarðar. Leiðin til friðar og farsældar skapast ekki af hugvit og snilli mannlegs anda. Til friðar, réttlætis og bræðra- lags verður aldi’ei komizt framhjá Kristi. Sé byrgð leiðin, sem hann lagði, grúfir dauða- myrkrið yfir þjóðurn jarðarinnar. Jólin eiga að minna okkur á þetta. Þau eru nefnilega ekki það, að við séum að halda hátíð — ekki okkar sköpun og framvæmd. Hið ytra umstang er að vísu okkar framlag til þeirra. En jólin sjálf, kjarni þeirra og innihald, er gjöf, sem okkur er boðin. Við eigum að þiggja jólin, en ekki að halda þau. Og þá birtir yfir. Guð gefi okkur öllum gleðilega jólahátíð. I i 1 1 f á i m liVa m I

x

Vestfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirðingur
https://timarit.is/publication/1936

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.