Vestfirðingur - 15.12.1965, Page 4

Vestfirðingur - 15.12.1965, Page 4
4 VESTFIRÐIN GUR Fyrsía Borfleyrarverzlun Eftir Jónadab Guðmundsson á Núpi Borðeyri var löggiltur verzl- unarstaður 23. des. 1846. Til þess tíma höfðu Strandamenn og Vestur-Húnvetningar orðið að sækja í kaupstað til Stykkishólms eða Hólaness. Það var auðvitað gott hjá því að fara til Hafnarfjarðar, eins og áður var lengi. Menn hugðu gott til að kaupstaðarleiðin styttist. En svo leið næsta vor að ekkert kaupfar kom til Borðeyrar og olli það áhyggjum nokkrum. Hafði enginn þorað að sigla inn milli Illugastaðaboða og Kýrhamarsboða og er þó vifca sjávar á milli. Þá var það, að héraðshöfðinginn Jón kamme- ráð á Melum reið suður til Stykkishólms og með honum séra Þórarinn á Stað Krist- jánsson, síðar prófastur á Prestbakka (hann dó í Vatns- firði) til þess að reyna að telja Clausen kaupmann þar á að senda spekulant til Borðeyrar. Clausen kaupmaður var ríkur vel og átti 27 skip í förum, er mest var. Hánn var lengi tregur til ferðarinnar, lét þó loks til leiðast er kammeráð hét honum að veði 40 hdr.. í Hofstöðum í Miklaholtshreppi fyrir því að ekkert yrði að skipinu. Var þetta bundið fast- mælum og skyldi skipið komia næsta vor. Snemma morguns dag einn í júníbyrjun árið 1848 í norðan stórgarði og þoku, svo að illa sá til sólar, urðu menn varir við siglingu fyrir utan Hrútey. Skipið hélt kyrru fyrir um stund, hefur ekki þótt árenni- legt að leggja inn í brimskafl- inn þar fyrir innan. Svo lagði það inn Hrúteyjarsund og beint inn á Borðeyrarhöfn. Enginn hafnsögumaður var með skipinu en maður frá Búðum, er hafði komið einu sinni til Hrútafjarðar, og þótti þetta áræði mikið. Þennan sama dag voru gefin saman þrenn hjón á Stað í Hrútafirði. Var einn þeirra er þá kvonguðust, Daníel Danne- brogsmaður á Þóroddsstöðum Jónsson,* bróðir Þorsteins á Broddanesi, annar Bjöm Daníelsson frá Tannstaða- *Var veizla mikil haldin á Þóroddsstöðum, matur og brennivín. bakka* * og hinn þriðji Guð- mundur Ziakaríasson á Stað, síðar á Broddanesi. Má eftir þessu finna hver dagur þetta var. Þetta fyrstia Borðeyrarskip hét Ungi svanurinn. Var það tvímöstruð skonnorta 48 lesta, en skipstjórinn hét Sörensen, var hann einn hinn bezti skip- stjóri Clausens og hugaður vel. Sá hét I.C. Brant er rak verzlunina á skipinu, var hann einn af beztu mönnum Claus- ens, þótti Clausen mjög vænt um hann, og lét hann sjá um reikninga sína í Höfn. Brant þessi var mesti gæðamaður. Þá var og með skipinu Ámi Sandholt kaupmaður og félagi Clausens. Hann var græn- lenzkur í aðra ættina, en annars frá Sandhaugum í Þingeyjarsýslu. Höfðu þeir Brant verkaskiptingu þannig, að Brant var við bókina en Árni var vigtarmaður uppi á þilfari. Það var uppi fótur og fit í nærsveitunum, er skipakom- an spurðist og fóru menn þangað í hópum til kaup- skapar og var því sem næst öll varan keypt upp á einni viku. Næstu tvö ár kom engin sigling til Borðeyrar, en síðan fóru spekulantar að koma og urðu allmargir sum vorin. Vorið 1850 kom þangað Hillebrant frá Hólanesi, sá er byggði þar fyrstur verzlunar- hús, og með honum félagi hans Bergmiann.* Hét skip þeirra Fortuna en skipstjóri Tönne- sen. Það ár kom og Jacobsen frá Skagaströnd á skipi sínu Experiment, var það stór skonnortukassi. Var skip- stjórinn Riis faðir kaup- mannsins, sem nú er á Borð- eyri. Clausen sá að Ungi svan- urinn var of lítill og sendi nú stærra skip, er Meta hét, var Sörensen skipstjóri á því. Clausen gamli átti syni tvo, "Síðar á Broddanesi. Drukk- naði 1856. ’ Hann var kallaður Bergmann ístmmagi. Er Bergmann dó tók Hillebrant Bryde í félag með sér. Vigent stúdent og Holgeir kaupmann, en dóttur eina, er gift var Zöllner lögfræðingi. Kom Zöllner eitt skeið til Borðeyrar. Holgeir var um stund kaupmaður á Metu. Þetta skip var nýsmíðað og var 70 lesta. Var Sörensen lengi með það skip, en lét af skipstjórn er hann var gamall orðinn. Hét sá Jessen, er þá tók við skipinu, og skömmu síðar fórst það fyrir Vestur- landi og þá um leið annað skip, er Clausen átti, og hét Geirþrúður. Hafnsögumaður var dýr, kostaði 28 dali að leiðbeina skipi inn, en 16 dali út. Voru sumir sem spöruðu sér þau út- gjöld og kom ekki að sök. Hafnsögumaður var Ólafur á Kolbeinsá Gíslason hann var eyfirzkur og stundaði há- karlalegur á jakt sinni Felex var hann þá oft ekki viðstadd- ur, er skip komu eða fóru. Spekuiantarnir komu jafnan um fardaga. Máttu þeir ekki verzla nema mánuð — urðu annars fyrir útlátum, en pant- aðar vörur máttu þeir afgreiða þótt síðar væri. Kvenfólkið var afar fíkið í að fara út í spekulantana, komu þær oft hundruðum saman á Borðeyri og var tang- inn stundum fullur. Var orð- tak þeirra dönsku: „Margur pilsungi,,. Dálítið verzluðu þær, keyptu helst klúta eðia léreftsbætur, en höfðu afar gaman af að skoða kramið. Svo var og með unglingspilta, að þeir sóttust mjög eftir að komast út í spekulantana. Höfðu þeir að jafnaði pelaglas með sér og sníktu á það áður þeir færu. Bændur höfðu gjarnan þriggja pela flöskur og Finnur á Fit- jum kom með kút fyrir nestis- pela. Voru spekulantamir ör- látir á áfengið og var ekki neitað um á ferðapelann. En á kveldin báru spekulantar sig saman um það sem gerzt hafði um daginn. Kom þá stundum upp úr kafinu, að sami maður hafði komið til þeirra allra með kút og náð sér þannig í allgóðan forða af brennivíni. Var þá talað um að takmarka brennivínsgjafirn ar, en Bjarni Sandholt bróðir Árna og félagi þeirra Clau- sens tók málstað viðskipta- mannanna; sagði hann að þetta væri eina skemmtunin, sem þessi grey hefðu á árinu, þegar þeir kæmu, og var nú engin fyrirstaða með að gefið væri á ferðapelann. Verzlun óx stöðugt við það að spekulantarnir komu. T.d. var áður tekið til meðal heimilis 5 pund af kaffi til ársins, en nú um 30 pund. Áður 5—6 pottar af brenni- víni, en nú þótti ekki mikið þó tekin væri tunna. Kornvara var flutt laus í skipunum, en brennivíns- tunnur og kvartel voru á dreif innan um kombinginn og þurfti þá oft að grafa upp, ef eftirspurn var meiri eftir brennivíni en kornmatnum. Kornvaran var í stórlestinni, en tjara og jám í framlestinni. Til meðal heimilis (10—12 manna) voru teknar 7 tunnur af kornmat. Rúgmjöls háif- tunna (80 pund) kostaði 8 dali. Sama verð var á ertum og rúgi, en bankabygg var 2 dölum dýrara og sama verð var á heilrís og hálfrís, sem selt var í 100 punda pokum. Þekktist sú komvara ekki þar um slóðir fyrr en speku- lantarnir komu. Brennivínspotturinn kostaði mark, en í tunnum kostaði hann 14 skildinga og fylgdi tréð með gefins. Annað áfengi var extrakt mjöð og rauðvín. Bæerskt öl höfðu spekulantar einnig, en aðeins sem skips- forða og seldu það ekki, en veittu einstaka mönnum. Rjól kostaði túmark, en rulla 4 mörk. Vindlar kostuðu ríkis- dal hundraðið, slæm tegund en aðrir mjög dýrir. Lítið var um reyktóbak, var það selt í bréf- um Kardus, Biskup og Blámað ur. Ull var tekin á túmark pundið, tólg á ríkisort og sel- lýsi á 25 dali tunnan. Var þetta aðalvara landsmanna. Þá voru og lambskinn á 8 skildinga, tóuskinn mórauð á 4 en hvít á 2 dali. Selskinn voru ekki seld. Framamaf komu spekulant- arnir sér saman um vöru- verðið áður en þeir byrjuðu verzlunina, en er Glad spekul- ant kom á skipi sínu Agnet í Köje, þá sveik hann alla þá samninga. Seldi miklu ódýrar og gaf betur fyrir innlendu vöruna. Glad seldi t.d. kaffið á 20 skildinga, sem hinir seldu á ríksort. Kom Glad hvert sumarið eftir annað, og urðu hinir spekulantarnir að breyta vöruverði sínu eftir honum, hvort sem þeim var það ljúft eða leitt. Árið 1853 kom Jóhannes forgilti frá Reykjavík. Var það skip Grósseraverzlunar- innar og með því Jón Stefáns- son frá Straumi á Skógar- strönd, hét Clausen skipstjór- inn. Ekki kom það skip oftar. Þá kom og einu sinni Ásgeir Ásgeirsson frá Isafirði, síðar etasráð. Hét skip hans Lovísa. Þorlákur kaupmaður Johnsson kom og eitt sumar á ensku skipi og ýmsir fleiri komu, er ekki verða hér taldir. Það var venja spekulant- anna að taka sér einn hátíðis- dag. Völdu þeir til þess afmæli Clausens gamla í Stykkis- hólmi. Fóru þeir þá út að Reykjalaug og voru þiar sem hveralækurinn skiptist og síðan er kallaður Kaupmanna- hólmi. Höfðu þeir með sér klifjahesta og á þeim svíns- flesk, skonrok, öl, brennivín og romm. Voru þangað allir velkomnir og öllum veitt eftir vild. Enginn kvenmaður sótti þá samkomu. Annars var yfirleitt hver dagurinn öðrum líkur, meðan spekulantarnir voru við Borð- eyri. Klukkan að ganga 6 á morgn- ana fór kokkurinn á fætur og ferjumaðurinn. Var þá oft komið margt fólk á tangann. Gekk svo ferjan milli skips og lands allan daginn og langt fram á nótt og oftast hlaðin af fólki og ull og annari vöru. Allir fengu frítt far. Flestir spekulantarnir létu hönd selja hendi, en Bjarni Sandholt og Bryde lánuðu nær eftir vild. Um sama leyti og spekul- antarnir fóru að koma á Borð- eyri, komu þeir og á Skelja- vík við Steingrímsfjörð, en

x

Vestfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vestfirðingur
https://timarit.is/publication/1936

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.