Vestfirðingur - 15.12.1965, Page 7

Vestfirðingur - 15.12.1965, Page 7
VESTFIRÐING UR 7 sigla í austur veg. Segir frá þeirri siglingu í fjórðu rímu. Reynist hún hin mesta svaðil- för áður lýkur og verður Rósi að tala kjark í lið sitt, eins og Skúli fógeti forðum: Nú þótt æði skaðvæn ský, skatnar, hræðumst eigi. Höldum, bræður, horfi í, hugar glæðum viðbrögð ný. Er með sanni almáttug eining manna góðra. Trúum þannig heilum hug hver á annars þor og dug. Rækjum haus og heilabú, hæfir dausi fremur sálmaraus og svikul trú, svona, ausið piltar nú. Við þessi eggjunarorð bregður svo, að „höldar vinna dag og nótt“. Brátt blasir land við stafni og líður að ferðalokum. Eftir stríðan unnar dans ofsahríðum liaminn þilju skríður þjór til lands, þarna bíður fjöldi manns. Er nú skipst á friðarmerkjum, komumönnum boðið til gist- ingar og góðrar veizlu, en „enginn þekkir land né fólk. Fimmta ríma hefst á því, að Rósinkranz og köppum hans er enn búin vegleg veizla. Þar ávarpar Rósinknanz veizlu- stjóra og spyr hverja þeir gisti og hverjir löndum ráði. Heimamaður svara: „Hér um slóðir Herjans glóðum beita kostum búnir kappar tveir, kallast Marx og Engels þeir. Öðrum meiri eru þeir til viga. Ber þó yfir alla drótt einkum þeirra visku gnótt. Þessir mönnum þrótti sönnum boða: nýja menning, nýjan sið, nægtir brauðs og þjóðar- frið, móti öllu Mammons trölla- stóði baráttunnar bræðralag böls og neyðar lokadag. Síðan lýsir hann nánar þessum nýja sið. Þeir, sem honum fylgja, heita Marxistar og er það mikið úrvalslið. Þeirra lag og þeirra fagurt dæmi langt af öllu öðru ber áður þekktu á jörðu hér. Ef þeir reynast unna hreinum sefa sinni eigin siðaskrá sverð þeim aldrei granda má. Guðsteinn Þengilsson, héraðslæknir: Mai eftir Sví|)jóðardvöl Ég veit ekki, hvort það var heldur bamaleg bjartsýni eða heimskuleg fljótfærni, þegar ég lofaði iað skrifa eitthvað frá Svíþjóð. Niðurstaðan verður aðeins sundurleitir molar, það sem fyrst kemur í hugann þegar litið er til baka.. Þeim er ekki ætlað það hlutverk að vera nein almenn fræðsla um landið, heldur er þetta aðeins rabb um eitt og annað, eins og það kom mér fyrir sjónir eftir yfirborðslega athugun. Bærinn, sem við bjuggum í þessi tvö ár, sem við dvöld- umst í Svíþjóð heitir Udde- valla.Það nafn mun vera frá þeim tíma, þegar Norðmenn réðu fyrir Bóhúsléni. Þá var þarna lítið fiskiþorp, sem þeir kölluðu Oddewiall. Myndi því bærinn líklega heita Nesja- vellir á voru máh. Síðar varð bærinn æ meiri samgöngumið- stöð og bátasmíðar fóru að blómgast. Nú eru skipasmíðar höfuðatvinnuvegurinn og íbúa talan er um 37 þús. Þetta er stærsti bærinn í Bóhúsléni, sem er mjó landræma á vestur ströndinni frá Gautaborg að sunnan og norður að norsku landamærunum. Að henni liggja Kattegat og Skagerak. Úti fyrir ströndinni, sem er all vogskorin, liggja f jöldi eyja og skerja. Stærstar eru Oröst og Tjörn og búa á þeim f jöldi fólks. Talar það all sérkenni- Þá segir veizlustjóri, að nú dragi brátt til úrshta orustu manna og trölla, búist hvorir- tveggja til víga og verði þar barist til úrslita. Þessari ræðu svarar Rósin- kranz með yfirlýsingu um, að hann vilji gjaman ganga til liðs við hinn nýja sið og spyr menn sína um þeirra álit, en þeir swra einum rómi: „Marx og Engels afbragðs her allir fylgja kjósum vér.“ í sjöttu og síðustu rímu segir frá þessari úrslita orrustu og er henni m.a. þannig lýst: Bila spjarir, blika sverð, bragna fjarar sundurgerð, benjiaþvara fárs í ferð finnur ari morgunverð Verða blauðum blendin grið, beggja rauðu spýtir lið lega mállýzku, einkum eldra fólkið, svo að mönnum í landi gengur oft ekki vel að skilja það. Úr landi er ekið út á Tjörn á brú einni mikilli og fagurri, sem er hið mestia mannvirki. Inn að Uddevalla gengur Byfjorden, mjög krókóttur og fullur af smáeyjum og sker- jum, svo ekki sér á haf út frá bænum. Hann er þó vel skip- gengur, enda eru skip upp á fleiri þúsund tonn smíðuð í skipasmíðastöðinni. Er jafnan mikið um að vera í bænum, þegar nýju skipi er hleypt af stokkunum og safnast saman fjöldi manns til að vera við- staddir athöfnina. Skipasmíða- stöðin var áður rekin af einum manni, Thordén að nafni, en hann var nýlega kominn á hausinn og er nú reksturinn aðallega stundaður af opin- berri hálfu. Bærinn stendur í fögru um- hverfi, þar sem skógurinn er tekinn við af berum klettunum yzt á ströndinni. Lögun hans er einna áþekkust einhverju risavöxnu krabbadýri, sem teygir armana eftir smá dal- drögum inn í skóginn. Stærsta byggingin er sjúkrahúsið, Centrallasarettið, en það er nokkurs konar fjórðungs eða kannske réttara sagt sýslu- sjúkrahús fyrir Bóhúslén. Þar vinna 35—40 læknar á einum logar hauður, löðrar svið, líf og dauði eigast við. Á ýmsu veltur í hita bardag- ans og er því nánar lýst í rímunni. Söguhetja rímmanna bregst hvergi og meiri hluti liðs hans heldur ekki. Frá úrslitum orrustunnar er ekki sagt, þar sem henni er enn ekki lokið. Munu renna tunglin tvenn, tímans bernna kerti þrenn fyrr en kenni friðar menn, ferleg sennan stendur enn. Kjartan Guðjónsson listmálari hefur myndskreytt rímurnar og eykur það mjög ágæti þeirra. Bókaútgáfan Asór gefur rímurnar út. Hugsan- legur hagnaður af útgáfunni rennur til Þjóðviljans. 18 deildum. Er nú auk þess verið að ganga frá byggingu fyrir langlegusjúklinga og geð sjúkdómadeild. Rrá Uddevalla er um það bil 90 km. suður til Gauta- borgar og aka menn þá leið á röskum klukkutíma til jafn- aðar. Vegurinn er því ágætur á okkar mæhkvarða, breiður og malbikaður og enginn vega- tollur (!) fremur en af öðrum þjóðvegum í Svíðjóð, a.m.k. ekki svo að ég viti th, og eru þeir þó flestir með þeim á- gætum, að ekki þurfa menn að óttast að ökutæki þeirra liðist sundur í frumparta sína. Þykir víst engin ástæða th að greiða auka gjald fyrir þann munað. Þá er jámbrautamet all þéttriðið um landið, en þó virðist sem þróunin sé í þá átt að leggja niður spor á fá- farnari leiðum. Þrátt fyrir mjog mikla bílaeign einstak- linga, er þó enn mikið ferðast með jámbrautarlestum á höfuðleiðum. Jiafnvel bílaeig- endur vilja heldur ferðast með lest, ef þeir eiga brýnt erindi lengra th, og eins á vetrum þegar hálka og ísing er á veg- um. Umferðarslys eru all tíð. Meginástæðan er svipuð og hér, hraðari akstur en að- stæður leyfa og sú árátta öku- manna að vilja komast fram- ar í langri bílalest. Um eina helgi í sumar voru tahn 19 banaslys á öllu landinu í sam- bandi við umferð og voru þau öll á smærri bifreiðum. Mikið heyrist talað um skatta í Svíþjóð, hvað þeir séu háir. Er það vissulega skiljanlegt í velferðarríki, sem stendur undir mjög miklum herbúnaði, enda fer álitlegur hluti af ríkis- tekjunum til hersins. Verða hátekjumenn að sjálfsögðu mjög fyrir barðinu á sköttun- um, enda eru víst flestir þeirra í stjórnarandstöðu. Er vissu- lega mikið gert að því að jafna stöðu manna, og jafn- vel þótt einkarekstur sé enn á fjölmörgum sviðum, kvarta stjórnarandstæðingar yfir því, að ríkisstjórnin setji enga hug sjón ofar þeirri, að gera alla f járhagslega jafnta. 1 sambandi við beinu skattana ber að geta þess, að í þeim felast flest öll opinber gjöld, svo sem sjúkrasamlagsgjiald, almanna- tryggingagjald o.s.frv. Er því Guðsteinn Þengilsson alls ekki víst, að við stöndum Svíum mikið að baki í skatta- álagningum, þegar öll kurl koma til grafar. Skattaeftirlit er mjög strangt og mjög há viðurlög við skattsvikum. Almannatryggingum sínum eru Svíar mjög hrifnir af að vonum og álíta margir, að þær séu einstakt fyrirbæri þar í landi.Verða þeir ekki lítið forviða, þegar þeim er sagt að jafnvel við hér á Islandi höfum okkar almannatrygging ar og sjúkrasamlög. Ellilíf- yrir og fjölskyldubætur munu þó nokkru hærri miðað við gengi, með hverju bami eru t.d. greiddar rúmar 230 sænsk- ar krónur ársfjórðungslega. Lágtekjumönnum eru tryggð ýmis fríðindi í formi skatta- frádrags, húsaleigustyrks o.s. frv. Er nokkumveginn séð fyrir því að allir, sem vilja og geta unnið líði ekki skort, þótt fátækt hafi ekki verið útrýmt með öllu ennþá. 1 heild má segja að kjör manna séu mikið jafnari en hér. Skriffinnska er geysimikil, tala Svíar stundum 1 gamni um „Pappers-Sverige“ (Papp- írs-Svíþjóð), en maður hefur á tilfinningunni, lað allt sé í miklu fastari skorðum en hér, hver hlutur er á sínum stað, ef svo mætfi segja. En ef sezt er niður við skrifborð, er það fyrr en varð kaffært í ýmsum pappírum og skjölum, sem berast að úr ýmsum áttum með einhverjum duliarfullum hætti, líkt og mý setjist á mykjuskán. Ekki er ég viss um, að þetta fyrirbæri sé með öllu óþekkt hérlendis. Eftir heimkomuna hef ég stundum verið spurður að því, hvað ég teldi betur fara

x

Vestfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vestfirðingur
https://timarit.is/publication/1936

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.