Mímir - 01.12.2016, Blaðsíða 81
Hinsegin tónar Tchaikovskys
79
Þar sem tónlist er miðill án orða er hún
kjörið verkfæri til að tjá hugmyndir,
áhyggjuefni og tilfinningar sem eldd er
hægt að tjá með orðum. Til þess að lesa úr
frásagnarþáttum í verkum Tchaikovskys
er nauðsynlegt að átta sig á augljósum
gagnkynhneigðum söguþráðum í
tónaljóðunum, óperur hans og balletar
gefa til kynna dulin skilaboð sem
tengjast vandanum sem fylgir því að vera
samkynhneigður.24
í siðustu óperu Tchaikovskys, Yolöntu, er sögu-
hetjan blind. Hún hefur verið blind frá fæðingu
og í verkinu reynir hún að leita sér lækningar til
að öðlast sýn. Þegar hún fer til læknis útskýrir
hann fyrir henni að læknavísindin ein geti ekki
bjargað henni heldur þurfi hún að „viðurkenna
vankanta sína“ og vilja sinn til að læknast. Að
lokum, með hjálp þessara ráða, tekst lækninum
að gefa Yolöntu sýn.25 Þessi söguþráður minnir
á þá hugmynd að hvers konar frávik frá staðal-
ímyndum, eins og að vera blindur eða sam-
kynhneigður, sé sjúklegt ástand sem krefjist
lækningar, en fyrr á tímum voru líkamlegir og
andlegir sjúkleikar lagðir að jöfnu.26
Timothy L. Jackson skrifaði grein sem fjallar
um kynhneigð í síðari verkum Tchaikovskys I.
í henni tekur hann fyrir formgerð verka hans,
greinir byggingu þeirra og túlkar út frá því. Þar
greinir hann áberandi frávik frá hefðbundinni
byggingu tónverka og hljómsetningu í slðari
verkum tónskáldsins og tengir þessi áberandi
24 „As a non-verbal medium, music provides an ideal vehicle for expressing ideas,
anxieties and emotions that must never be articulated in words. To decode the narrative
strands in Tchaikovsky’s creative work, it is necessary to recognise that the overtly
heterosexual plots in the tone poems, operas and ballets may convey coded messages
relevant to the ‘homosexual problem.“ Jackson, „Aspects of Sexuality and Structure in
the Later Symphonies of Tchaikovsky,“ 5.
25 Jackson, ,Aspects of Sexuality and Structure in the Later Symphonies of
Tchaikovsky," 4.
26 Jackson, Tchaikovsky, Symphony no 6, 3.