Vestfirðingur - 23.03.1983, Side 4

Vestfirðingur - 23.03.1983, Side 4
4 VESTFIRÐINGUR Blótað í Djúpi Samgöngur hafa verið sérlega erfiðar í Djúpi nú lengi vetrar. María Guðröðardóttir, húsfreyja í ögri, tjáði Vestfirðingi.að víða hafi þurft að flytja mjólk og aðrar vörur á jullu til móts við Djúpbátinn, þar sem bændur hafi ekki komist að bryggjunum vegna snjóþynglsa. Sagði Maria, að dæmi væru þess, að fólk hefði lent í hrakningum og fengið lungnabólgu út úr öllu saman við að koma mjólkinni. Djúpmenn hafa þó ekki látið deigan síga í erfiðum samgöng- um og blótuðu þorra í Djúpmann- abúð. Kvenfélag Reykjarfjarðar- hrepps stóð fyrir blótinu, en Sig- urjón bóndi Samúelsson á Hrafr.a- björgum var plötusnúður og sá um spilverkið. Að sögn Maríu var maturinn heimatilbúinn eins og sæmir íslensku búandfólki. Að lokum tjáði María okkur, að rafmagn hefði staðið sig vel I vet- ur, en símalaust hefði verið annað slagið, en þó ekki lengi í einu. Séð heim að kirkjunni og gamla ibúðarhúsinu I ögri. Frá Sögufélagi ísfirðinga Á vegum Sögufélags ísfirðinga og ísafjarðarkaupstaðar er unnið að ritun sögu ísafjarðar og Eyrahrepps hins forna. Það eru eindregin tilmæli Sögu- félagsins til allra þeirra, er kunna að hafa undir höndum gögn, sem snerta sögu byggðarlagsins, skjöl, bréf, dag- bækur, myndir o.fl. og vildu ljá afnot af þeim, að þeir hefðu samband við Jón Pál Halldórsson í síma (94)3222 á ísa- firði eða Jón Þ. Þór í síma (91) 86945 í Reykjavík. Öruggri geymslu og fullum skilum heitið. Nýkomið úrval gólfdúka 2 breiddir: 2m og 2,75m Hafnarstræti 1 Barnaskólinn i Hnífsdal 100 ára Á þessu ári eru liðin 100 ár frá því að skólahald hófst í Hnífs- dal. Það var laugardaginn 14. maí 1881, að hreppstjóri Eyrarhrepps boðaði til opinbers sveitarfundar að Hrauni í Hnífsdal. Fundinn sóttu 18 manns og var þar sam- þykkt einum rómi, að fyrirlagi og eftir uppástungu hreppstjóra, að stofna „lítilfjörlegan barnaskóla^ eins og það er orðað í fundar- gerðinni, þar eð lög og aðrar kröfur tímans heimti uppfræð- ingu barna meir en áður. Kom mönnum saman um, að hentugast yrði að staðsetja skól- ann í Hnífsdal, en þrír byggða- kjarnar mynduðu Eyrarhrepp, Hnífsdalur, Skutulsfjörður og Arnardalur. Var síðan samþykkt að skólahús skyldi byggt í Hnífs- dal og lagði Kristjana Kjartans- dóttir í Hrauni til leigufría lóð, þar sem fyrsta skólahúsið var reist. Þar er nú Strandgata 9 í Hnífsdal. Það var svo í nóvem- ber 1882, að hinn nýi skóli tók til starfa og voru nemendur 17 fyrsta veturinn. Fyrsti skólastjór- inn var Sæmundur Eyjólfsson, búfræðingur frá Ólafsdal. Þetta er upphafið að skólahaldi í Hnífs- dal. Annað skólahús var reist í Hnífsdal 1909 og hefur það komist í annála, þar eð hús þetta fauk af grunni í ofsaveðri árið 1953. Gerðist þetta I kennslustund, en svo blessunarlega tókst til að allir sluppu að mestu ómeiddir. Nú- verandi skólahús var vígt 1955 og gegnir einnig hlutverki guðshúss sem kunnugt er. Margir góðir menn og konur hafa kennt við skólann og þeirra á meðal Kristján Jónsson frá Eyri í Seyðisfirði, en starfaði 'ið skól- ann í tæp sextíu ár, eða frá 1919 til 1978, þar af fimmtíu ár sem skólastjóri. í skólanum eru nú 48 nemendur, fastir kennarar eru þrír auk skóla- stjóra, sem er Björg Baldurs- dóttir. í tilefni afmælisins er haldið hóf I Félagsheimilinu I Hnífsdal. Frá Bamaskólanum I Hnlfsdal. m NU styttist óðum í sumaríð og það er ekki ráð nenia ítíma sé tekið Eigum til á lager hih viðurkenndu DBS og Raleigh reiðhjól Athugið að reiðhjól er alltaf kœrkominnfermingargjöf BÍLASALA Loksins er hægt að kaupa nýja og notaða bíla á sama stað Þið sem viljið selja bíl, látið okkur skrá bílinn og sjá um söluna VERIÐ VELKOMIM Vélsmiðjan Þór hf. BIFREIÐADEILD Sími 94-3711 Skákþáttur UMSJÓN SMÁRI HARALDSSON 5. SKÁKÞÁTTUR Taflfélag ísafjarðar fékk nýlega til umráða húsnæði að Hafnarstræti 1. Skapar þetta félaginu alveg nýja möguleika, sem félagsmenn vænta sín mikils af. I þessu húsnæði fer nú fram öll starfsemi félagsins. Fullorðnir tefla á fimmtudögum kl. 20.30 og barna- og unglinga- æfingar eru á sunnudögum kl. 16.00. Eru allir sem áhuga hafa á skák hvattir til að láta sjá sig. Þessa dag- ana stendur yfir Meistaramót Taflfélags ísafjarðar 1983. Teflt er í tveimur flokkum, meistara- flokki og opnum flokki. Á meðan á mótinu stendur falla niður aðrar skákæfingar fullorðinna. í meist- araflokki eru 8 þátttakendur og tefla þeir allir við alla, einfalda umferð. Eftir 4 umferðir er Ásgeir överby efstur með 3 vinninga og eina skák frestaða. í opnum flokki eru 5 þátttakendur og tefla þeir allir við alla, tvöfalda umferð.Þegar ein umferð er eftir er Gunnar Tryggvason efstur með 7 vinninga og I 2. til 3. sæti eru Kolbeinn Guðjónsson og Jón Helgi Gíslason með 6 vinn- inga. Helgina 19. og 20. mars fer sýslumót Norður-ísafjarðarsýslu fram á Isafirði. Tefla þar tveir efstu menn úr hverjum skóla um rétt til þátttöku I kjördæmamóti. Skák dagsins er úr Meistara- móti T.í. 1983. í skákinni, sem er fjörug og spennandi má oft sjá vel leikið, þótt ekki sé hún gallalaus, frekar en önnur mann- anna verk. Hvítt Guðmundur B. Gunnarsson Svart Guðmundur Gíslason Meistaramót ísafjarðar 1983 4. umferð Siklleyjarvöm 1. e4 c5 2. Rc3 Rc6 3. d3 g6 4. g2 Bg7 5. Bg2 Rf6 6. f4 d6 7. h3 o-o 8. Be3 Bd7 9. a3 b5 10. Hbl Rh5 11. Rce2 a5 12. Rf3 e6 13. Kf2? (o-o) f5 14. e5 DXE5 15 Rxe5 Bxe5 16. fxe5 Rxe5! 17. Bxc5? (sennilega hefði hér verið betra að taka hrókinn og leika 17. Bxa8 þótt svartur hafi mikla sókn t.d. eftir 17. - f4 18. Rxf4 Dxa8) 17. - f4l 18. Be4 Rxg3 19. Rxg3 Dh4 20. Bxa8 fxg3+ 21. Ke2 Hxa8 22. Bd6 Bc6 23. Bxe5 Dh5 + 24. Kd2 Dg5+ 25. Kc3 Hc8 26. Kb3 Bd5+ 27. c4 bxc4+ 28. Ka2 c3+ 29. Kal c2, hvítur gafst upp. Höfum stækkað og endurbætt verslunina A vallt fyrírliggjanái Fjölbreytt úrval málningarvara, einnig viðgerðarefni fyrir bíla, báta o.fl. Hreinsiefni, bón, lím margar tegundir og ýmsar handhægar smávörur G. E. SÆMUNDSSON SÍMI 3047 MÁLNIN G AR V Ö RU VERSLUN

x

Vestfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirðingur
https://timarit.is/publication/1936

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.