Margt smátt - 01.10.2006, Page 3

Margt smátt - 01.10.2006, Page 3
SPRON og e-kortshafar styrkja Hjálparstarf kirkjunnar ■™"“ Hjálparslarl kirkjunnar og SI’HON hafa gert með sér sanistarfssain n ing til fintni ára. í honum felst tilboð til e-kortshafa um að styrkja verkefni Hjálparstarfs kirkjunn- ar með hluta eða allri þeirri endurgreiðslu sem e-kortshaf- ar fá nú í desembcr af notkun sinni á kortinu. Verkefnið sem varð fyrir valinu er meðal mun- aðarlausra barna í Uganda. SPRON er eina fyrirtækið sem í desember á hverju ári endurgreiðir korthöfum í peningum og ekki punktum og geta nú korthafar gefið 100%, 75%, 50 eða 25% af endurgreiðslu sinni í verkefni Hjálparstarfsins. Ein í heiminum - og þó ekki Væntanlegt styrktarverkefni e- kortshafa snýst um hjálp til barna í Uganda sem hafa misst báða for- eldra úr alnæmi. Hjálparstarf kirkj- unnar hefur stutt fjölda þeirra i Rakaí- og í Ssembabule-héraði. Þau þurfa huggun, umhyggju og leið- sögn til að geta lifað. Með framlagi e-kortshafa þjálfum við ráðgjafa til að veita hana. Þeir hjálpa börnunum að koma af stað ræktun sem þau ráða við, auðvelda þeim að komast í skóla og styrkja afkomu sína. Við byggjum upp færni á staðnum, þjálf- um fólk til að taka sjálft á vandanum. Hjálparstarf kirkjunnar hefur stutt verkefnið um árabil og árangurinn er mikill og ótviræður. En börnin eru svo miklu fleiri. A móti kemur að með litlu er hægt að gera margt. Fyrir 2500 kr. er hægt að þjálfa ráðgjafa sem svo starfar sem sjálf- boðaliði og heimsækir reglulega um 5 heimili. Nýtt hús kostar 36.000 kr. Vatnstankur við hús munaðarlausra systkina kostar aðeins 45.000 kr. og geymir vatn til 3-4 rnánaða. Hæna með holl egg kostar 325 kr. Hjálp- arstarfið hvetur alla e-kortshafa til að hugsa um hveruig endurgreiðsla þeirra nýtist best. SPRON og Hjálp- arstarfið mun svo á næsta ári kynna korthöfum ltvernig framlagið hefur verið nýtt og segja frá þeirn árangri sem náðst hefur. Stelpa í Úganda með frœnda sinn á bakinu. Nýta reynsluna ©g upplifa ævintýri / Asta Rut Ingimundardóttir, Fríða Björk Skúladóttir «g Bjarnhciður Böðvarsdóttir eru allar hjúkrunarfræðingar og nýfarnar til Malaví. Þar ætla þær að dvclja í 6 niánuði og nýta þekkingu sína í HrV/alnæmisverkefni sam- starfsaðila Hjálparstarfsins. Þær verða staðsettar í Dowa-héraði sem er eitt af verkefnahéruðum Hjálparstarfsins. okkur undir verkefnið með því að sjá hvað fólk er að borða á þessum slóðum, hvernig sú fæða er samsett og hvað sé í boði,“ sagði Asta. Stöllurnar luku hjúkrunarfræðinámi 2005 og hafa síðan starfað á Landspítalanum. Þær hafa víðtæka reynslu af hjúkrun aldr- aðra, endurhæfingu og af umönnum barna á vökudeild. Allt ætti þetta að geta nýst í Malaví. Þær greiða allan kostnað sjálfar s.s. ferðir og uppihald. „Við fengum styrk frá KB-banka til ferðarinnar. Það skipt- ir auðvitað máli en við erum samt ekki að hugsa um kostnaðinn í þessu sambandi. Okkur langar til að leggja eitthvað af mörkum og kostnaður eða tekjutap hér heima er bara liður í því,“ segir Fríða þegar við hittum þær á skrifstofunni skömmu fyrir brottför. Alnæmisvandinn stærstur „Við munum taka þátt í að byggja upp þekkingu starfsfólks og þeirra sem vinna úti í þorpunum með fólki, á alnæmi, bæði varðandi aðhlynn- ingu, meðferð og ráðgjöf. Inn í þetta kemur að meta næringarástand fólks og veita fræðslu um það. En góð nær- ing er forsenda þess að lyfjameðferð skili árangri. Við höfum reynt að búa Fylgstu með þeim Bjamheiður, Fríða, Asta. Hægt verður að fylgjast með stelp- unum á vef Hjálparstarfsins www.help. is og á bloggsíðu þeirra: http://blog. central.is/malavi Þó verður að taka fram að aðgangur að nettengingu úti í héraðinu er stopull í besta falli, þótt góð tenging sé í höfuðstöðvunum í fyilongwe.

x

Margt smátt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Margt smátt
https://timarit.is/publication/1939

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.