Margt smátt - 01.10.2006, Blaðsíða 5
Ljósm.: www.fairtrade.org.uk
síðan eru seld á lágu verði í vestræn-
um ríkjum. Því miður eru kjör þessa
fólks oft slæm, vinnutíminn langur,
laun lág, barnaþrælkun algeng, starfs-
umhverfi hættulegt og hvorki starfs-
öryggi né launatrygging.
I'ií borgar fyrir þad sem þú
færd
Fyrir Fairtrade-vöru borgar þú það
sem það kostar að framleiða og senda
vöruna í þína verslun. Hvorki meira
né minna. Og þú ert ekki þátttakandi
í því, líklega óafvitandi, að notfæra
þér fátækt og vanmátt framleiðand-
ans gagnvart stórum kaupendum og
milliliðum.
Fairtrade-samtök sækja í sig
veöriö
Fairtrade-samtök starfa nú í 21
landi Evrópu, Norður-Ameríku og
Japan og meira en 800.000 fram-
leiðendur selja vörur með Fairtrade-
stimpli. Öll samtökin tilheyra Fairtrade
Labelling Organization eða FLO sem
er alþjóðaeftirlitsskrifstofa. Af Fair-
trade-merktum vörum má nefna kaffi,
te, súkkulaði, banana, hrísgrjón, hun-
ang, sykur, ávaxtasafa, vín, blóm og nú
líka fótbolta. Þar að auki er til aragrúi
af vörum sem eru framleiddar og seld-
ar með Fairtrade-aðferðum en hafa
ekki ennþá fengið Fairtrade-vottun.
Listmunir geta ekki fengið Fairtrade-
stimpil, það er ekki hægt að ákveða
lágmarksverð á shkum vörum. Hins
vegar eru mjög margir handverks- og
listmunir framleiddir samkvæmt Fair-
trade-stöðlum og seldir sem Fairtrade-
vara, en þá án merkis.
Hraðvaxandi markaður
Nýleg könnum sem Fairtrade-sam-
tök í Evrópu stóðu fyrir sýnir að
Fairtrade-markaðurinn hefur vaxið
árlega um 20% síðan 2000. Fairtrade-
markaðurinn er því einn hraðast vax-
andi markaður heims með árlega sölu
í Evrópu sem er nær 700 milljónum
evra. I Englandi fjölgaði Fairtrade-
merktum vörum úr 150 til 1200 á
árunurn 2003 til 2005 og 20% af öllu
kaffi sem þar selst er Fairtrade-merkt.
í Sviss er 47% af banönum, 28%
af liveiti og 9% af sykri sem selt er
Fairtradc-merkt. 1 Hollandi þekkja og
kaupa 90% manna Fairtrade-merktar
vörur. Meira en 55.000 verslanir í Evr-
ópu selja Fairtrade-merktar vörur.
Hvernig styrkir þú
Fairtrade?
Auk þess að kaupa Fairtrade-merkt-
ar vörur getur þú talað við verslunar-
stjórann í þinni búð og beðið um að
þar séu Fairtrade-merktar vörur til
sölu. Þú getur farið fram á að þinn
vinnustaður, sveitarfélag, kirkja eða
félagasamtök bjóði upp á Fairtrade-
kaffi og te, - líka mötuneytið þitt.
Fairtrade stendur og fellur með neyt-
endum. Ef við ekki kaupum Fairtrade-
vörur er öll vinna með bændum og
fjölskyldum þeirra unnin til einskis.
w
Eigum fyrir
nauðsynjum
Terencio Almendares er
stjórnarmaður í Comisaju]
sem eru Fairtrade-kaffi-
bændasamtök i Ffondúras. Hann
segir glaðlega frá hvernig samvinna
kafflbændanna um að tengjast
Fairtrade-samtökunum hafi breytt
lífi þeirra allra. „Að vera öruggur
um að fá 2,6$ fyrir hvert kíló af
kaffibaunum, hvað sem markaðs-
verðið er, gefur okkur stöðugleika
og við getum treyst á að hafa fyrir
nauðsynjum.“
Aður áttu bændur ekki aðra
kosti en selja baunir sínar „los
cayotes” eða úlfunum. Þeir voru
milliliðir sem ferðuðust um sveitir
til að kaupa af bændum sem ekki
komust á markað vegna vondra
vega og af því þeir áttu engin
farartæki. Nú geta bændur sleppt
öllum milliliðum og fengið meira
fyrir framleiðslu sína.
„Að fá borgað fyrirfram hefur
lika mikið að segja. A meðan á
ræktun stendur og á uppskeru-
tímanum fellur til töluverður kost-
naður. Allt kostar pening og án
hans er ekki hægt að framleiða
eins góða vöru.“
Fyrirmynd að samtökum sínum
fékk Comisajul hjá nágrönnum
sínum. Þeir juku tekjur sínar um 16
milljónir íslenskra króna á nokkr-
um árum eftir að hafa fengið Fair
Trade- merkingu. Peningana hafa
félagar þeirra samtaka, einir 167
bændur, notað til að kaupa nýjan
þurrkofn og nýja flokkunarvél.
Terencio Almendares brosir breitt,
vongóður fyrir hönd sinna samtaka
og segir framtíðina sjaldan hafa
verið bjartari en í dag.