Margt smátt - 01.10.2006, Blaðsíða 4

Margt smátt - 01.10.2006, Blaðsíða 4
Sanngjörn viðskipti - FAIR TRADE ~| rjálparstarfkirkjunnarætlar I---1 að leggja sitt á vogarskál- _l___l_arnar til þess að kynna hug- takið Fairtrade og hvað stendur á bak við það. Umfjöllun um það hefur ekki verið mikil á Islandi og Fairtrade- merktar-vörur hafa verið illfáanlegar. Hvort tveggja er hins vegar vel þekkt erlendis og vörumar fást ekki aðeins í sérverslunum heldur einnig í stór- mörkuðum. Nú er að verða breyting á þessu á Islandi. Hjálparstarf kirkjunn- ar og Kaupás sem rekur meðal annars Nóatún, Krónuna og 11-11, ætla að kynna málið hér á landi og tryggja að Fairtrade-vörur verði í boði. Kaupás hefur styrkt útgáfu kynningarbæklings og hyggst flytja inn um 40 tegundir af Fairtrade-vörum s.s. kaffi, te, hrís- grjón, hveiti, sykur, ávexti og annað góðgæti! Hvað er Fairtrade? Fairtrade-vörumerking er staðfest- ing á því að í viðskiptum með vör- una hafi sanngirni verið gætt gagnvart framleiðanda. Hagstæðari samningar en almennt gerist eru gerðir til langs tíma. Það gefur framleiðanda svigrúm til að kosta til umbóta í ræktun og umhverfisvernd og það tryggir örugg- ari afkomu fjölskyldunnar. Fairtrade- merkið vottar viðskipti, með mannúð og hagnað allra að leiðarljósi. Þegar þú kaupir Fairtrade-merktar vörur ertu með í alþjóðlegri baráttu fyrir sanngjörnum launum til bænda og framleiðenda fyrir vöru þeirra, þú ert með í að draga úr barnaþrælkun, þú styður við lífræna ræktun, styrkir rétt fátæks fólks til félagafrelsis og ýtir undir lýðræði. Sanngjörn viöskipti eru ekki góðgerðarstarfsemi! Fairtrade virkar þannig að smá- bændur og smáframleiðendur í fátæk- um löndum stofna með sér samvinnu- félag. Verðið íýrir vöru þeirra er fyr- irfram ákveðið og allt að 60% af áætlaðri uppskeru er greitt fyrirfram. Þannig geta bændur kostað því til sem þarf til þess að uppskeran verði góð, bestu aðferðum sé beitt svo hvorki starfsmenn né umhverfi bíði skaða af. Fairtrade-samningur gefur smábænd- um og smáframleiðendum beinan aðgang að vestrænum mörkuðum og útilokar milliliði sem hafa af þeim hagnaðinn. Ávinningur fyrir allt samfélagið Fairtrade-samningar fela einnig í sér að hluti kaupverðs fer í sarneig- inlegan sjóð til umbóta fyrir sam- félagið. Sykurframleiðendur í Malaví hafa notað sjóðinn til þess að grafa vatnsbrunna svo að konur og börn þurfi ekki að sækja vatn langar leiðir. Kaffibændasamtök í Kolumbíu hafa stofnað heilsugæslu og opnað lyfja- búð. I fjöllum Guatemala hafa indíán- ar í samvinnufélaginu La Voz í fyrsta sinn í sögunni getað sent böm sín í menntaskóla. Dæmin um hvað hefur verið gert eru eins mörg og framleið- endurnir. Fyrirtæki með mörg stærstu efnahagskerfi heims Við búum i heimi þar sem risafyr- irtæki nýta stöðu sína til að kaupa sem ódýrast frá framleiðendum - fram- leiðendum sem eiga oft engan annan kost en að selja á því verði sem fyr- irtækin bjóða. Það verð getur jafnvel verið undir framleiðslukostnaði. Slíkt er fjarri því að vera einsdæmi. Af 40 stærstu efnahagskerfum heimsins eru 26 þeirra fyrirtæki. 500 stærstu fyr- irtæki heims stjórna 70% af öllum viðskiptum sem fram fara. I slíkri sam- keppni má sin lítils kaffibóndi í Kól- umbíu, Kenýa eða Indónesíu sem með uppskerunni sér fyrir íjölskyldu sinni. Aðgangur hans að markaðnum verður aðeins óbeinn. Eins og aðrir bændur í þróunarlöndum er hann með fátæk- asta fólki í heimi, lifibrauðið stopul uppskera háð síbreytilegu heimsmark- aðsverði. Ef uppskeran bregst eða markaðsverð lækkar þarf að lifa á sparifé og um leið að koma af stað næstu uppskeru. En fátækir bænd- ur hafa ekkert sparifé. Ef illa árar, í veðri eða á mörkuðum, hrynur tilver- an. Hundruð milljóna karla og kvenna í þróunarlöndum rækta kaffibaunir, ávexti, kakóbaunir og sykur, og fram- leiða húsbúnað, föt og leikföng sem

x

Margt smátt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Margt smátt
https://timarit.is/publication/1939

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.