Vestfirðingur - 01.05.1989, Page 5

Vestfirðingur - 01.05.1989, Page 5
Vestfirðingur 5 sóknarflokki á fund Ólafs Jó- hannessonar og afhenda hon- um ályktun um utanríkis- og varnarmál sem undirrituð er af 170 framsóknarmönnum úr öll- um landsfjórðungum. Þetta voru ýmsir sterkir menn í flokknum og hjá SÍS sem bein- línis vara forsætisráðherra við að halda áfram með málið og það hefur ábyggilega haft sín áhrif. Hins vegar var það nú þannig með Ólaf Jóhannesson að hann var þéttur fyrir og dálítið þrjóskur og vildi alls ekki gefa þetta mál alveg upp á bátinn. Það var alltaf mikið hald í Ólafi og ef hann sagði eitthvað sem nálgaðist já, þá var það nokkuð haldgott. Ég held að hann hafi vil j að fá fram vissar brey tingar í sambandi við herinn, en þessi harða afstaða framsóknar- broddanna hefur vafalaust orð- ið til þess að draga kjark úr mörgum framsóknarmannin- um, sem líka kemur greinilega fram í árangri þeirra er stóðu að Vörðu landi. Samt held ég að hafi verið nokkuð almennt fylgi meðal framsóknarmanna að vilja losna við herinn þegar þetta er samþykkt hvað eftir annað á flokksþingum, oftast með verulegum meirihluta og Ólafur hefur tekið mið af því. Vorið 1974 er málið komið svo langt að utanríkisráðherra er búinn að senda umræðu- grundvöll til Bandaríkjanna sem stjórnin stóð að og er þar gert ráð fyrir að herliðið fari héðan á næstu tveimur til þrem- ur árum í áföngum. Ýmsir her- stöðvarandstæðingar töldu þennan grundvöll reyndar afar ófullnægjandi. Þar var m.a. gert ráð fyrir því að Atlants- hafsbandalagið fengi lending- arleyfi á Keflavíkurflugvelli til að annast eftirlitsflug í Norður- höfum og að hópur flugvirkja og tæknimanna dveldist á vell- inum. Þá áttu íslendingar að taka að sér að reka allar ratsjár- stöðvar á landinu. Snemma í maímánuði hætta Samtök frjálslyndra og vinstri manna að styðja stjórnina fyrst og fremst vegna ágreinings um efnahagsmál en Bjarni Guðna- son þingmaður þeirra hafði hætt stuðningi við stjórnina árið áður enda orðinn mjög andvígur sínum fyrri flokks- mönnum. Botninn dettur sem sagt úr stjórninni og eftir kosn- ingar, 30. júní, kemst á stjórn Framsóknarflokks og Sjálf- stæðisflokks, eða eins og það var orðað að Ólafur Jóhannes- son myndaði stjórn fyrir Geir Hallgrímsson. Nú, Einar Ágústsson utanríkisráðherra heldur sínu embætti í nýju stjórninni og lendir í því ein- stæða hlutverki að fara til Bandaríkjanna og sækja til- lögurnar aftur og biðjast nánast velvirðingar á því að hafa ýjað að því að þessi her ætti að fara. Hvert heldurðu að framhald- ið hefði getað orðið ef stjórnin hefði ekki farið frá? - Þegar sest er að samninga- borði fæst aldrei allt fram að fullu, ekki síst eins og í pottinn er búið hjá stjórninni. En ég held að ef stjórnin hefði lifað við sæmilega heilsu eitt ár í við- bót hefði náðst einhver áfangi, t.d. að fækka í herliðinu og draga eitthvað úr starfseminni á vellinum. Sumir töldu að í til- lögunum væri aðeins um það að ræða að færa hermennina úr búningi, jakkafatalausnin svonefnda, en það hefði farið mikið eftir því hvernig samist hefði um starfssvið manna á vellinum. En ég held að samn- ingarnir hefðu leitt af sér veru- lega fækkun og kannski eitt- Matthías Jónsson húsasmíðameistari látinn Hinn 9. apríl síðastliðinn lést á ísafirði Matthías Jónsson húsasmíðameistari. Hann var jarðsunginn frá ísafjarðarka^ pellu laugardaginn 15. apríl að viðstöddu fjölmenni. Matthías var fæddur 8. desember 1923 á ísafirði. Hann var sonur hjón- anna Jóns H. Sigmundssonar húsasmíðameistara á ísafirði og Súsönnu Matthíasdóttur. Matthías lærði húsasmíði hjá föður sínum og lauk sveins- prófi 10. maí 1949, en öðlaðist meistararéttindi 11. júlí 1955. Hann vann síðan að húsasmíð- um. Matthías var um skeið for- maður Húsasmiðafélags ísa- fjarðar og í stjórn Iðnaðarmannafélagsins. Matthías var varafulltrúi í bæj- hvað hreinni línur um hvaða verk ætti að vinna á Keflavík- urflugvelli. Það vakti fyrir okkur að fall- ast á það að íslendingar tækju að sér það eftirlit sem talið væri eðlilegt. Auðvitað vorum við, sem töldum þetta eitt allra stærsta mál þjóðfélagsins, komnir þarna töluvert út á hál- an ís og hefðum ef til vill átt erf- itt með að fóta okkur. Á þeim tíma þegar var verið að semja um þetta í ríkisstjórn var nógu erfiður biti að kyngja að játa það að ísland væri áfram aðili að að Atlantshafsbandalaginu. Við höfðum náttúrulega alltaf okkar fyrirvara um að þótt við féllumst á þetta orðalag þá væri það til samkomulags en við værum ekki sammála aðildinni að bandalaginu. Við höfum núfjallað um bar- áttuna gegn hernum á þingi þessi ár en hvað viltu segja um utanþingsbaráttuna ? - Jú, hún átti verulegan þátt í því að halda málinu vakandi, ná til nýs fólks og afla stuðnings viðmálið. Rithöfundaroglista- menn voru áberandi í þeirri baráttu, stúdentar og fleiri og vissulega er liðveisla þeirra mikils virði. En í baráttunni gegn hernum hefur nú jafnan oltið á ýmsu. Hvað finnst þér um stöðuna núna? -Ég er nú mest orðinn áhorfandi að þessu öliu saman en ég verð að segja það að mér þykir það mjög miður að það er eins og sú barátta sem er háð núna nái alls ekki nægilega til þeirrar kynslóðar sem hlýtur að bera hita og þunga starfsins í framtíðinni, hverju sem um er að kenna. Það hefur verið þannig nokkuð lengi að allt sem við kenndum á sínum tíma við hugsjónir og hugsjónabaráttu er ekki hátt skrifað. Það er eins og alltof margir hafi að undan- í'.'irnu litið niður á slíkt og að það væri bara einhver slagur út í vindinn. En baráttan fyrir hcrstöðva- lausu íslandi, hún hlýtur og verður að halda áfram og ég vona að þess sé ekki langt að bíða að hún verði háð með meiri árangri en áður. Jón Torfason. arstjórn ísafjarðar árin 1954- 1962 og sat hann fyrir Alþýðu- flokkinn. Hann var hátt á annan áratug í byggingarnefnd kaupstaðarins. Matthías var heiðursmaður og setti svip á bæinn og var góð kjölfesta á vinstri væng stjórn- málanna í ísafjarðarkaupstað. Vestfirðingur sendir bræðr- um Matthíasar samúðarkveðj- ur við óvænt fráfall hans og rit- stjóri þakkar Matthíasi vináttu hans í sinn garð. Láttu það eftir þér að vera í góðu formi. Æfingabekkirnir eru fyrir alla, líka þig. Studíó DAN Hafnarstræti 20 • S 4022 FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á ÍSAFIRÐI ATVINNA Óskum að ráða strax eða eftii nánara samkomulagi til framtíðarstarfa: Hjúkrunardeildarstjóra Svæfingarhjúkrunarfræðinga Skurðstofuhjúkrunarfræðinga Hjúkrunarfræðinga Deildarljósmæður Sjúkraliða Gangastúlkur — starfsstúlkur Deildarsjúkraþjálfara Sjúkraþjálfara Aðstoðarsjúkraþjálfara Læknafulltrúa Lyfjatækni F öndurleiðbeinanda Saumakonu Ræstingastjóra Ræstitækna Upplýsingar um framangreind störf veitir hjúkrun- arforstjóri alla virka daga í síma 94-4500 frá kl. 800 til 1600. Ennfremur viljum við ráða: Deildarmeinatækni Meinatækni Aðstoðarmeinatækni Deildarröntgentækni Röntgentækni og/eða röntgenmyndara Matráðskonu eða matreiðslumeistara Aðstoðarmatráðskonur Aðstoðarstúlkur í eldhúsi Forstoðukonu í þvottahúsi Aðstoðarkonur í þvottahúsi Ráðsmann - húsasmið eða mann vanan trésmíðum. Rafeindavirkja eða rafvirkja Fulltrúa framkvæmdastjóra Skrifstofumann Símaverði Upplýsingar um greind störf veitir framkvæmdastjóri alla virka daga í síma 94-4500 frá kl. 800 til 1600. Stjórn Verkamannabústaða Bolungavík auglýsir Auglýst er eftir umsóknum um verkamannabústaði. Réttur til kaupa á íbúð er bundinn við þá sem uppfylla skil- yrði 61. greinar laga nr. 86/1988 um Húsnæðisstofnun ríkisins. Sérstök athygli er vakin á því að stjórn verkamannabú- staða hefur ákveðið að auglýsa eftir umsókrmm um endursöluíbúðir tvisvar á ári í stað þess að auglýsa í hvert sinn sem íbúð kemur til endursölu. Tekið er við umsóknum á skrifstofu stjórnar verkamannabústaða daglega virka daga frá kl. 13 til 16. skorað er á væntanlega umsækjendur að leggja inn um- sóknir sem fyrst. Nú eru nokkrar íbúðir lausar til úthlutunar. Verði hafnar framkvæmdir við nýjar íbúðir eftir birtingu þessarar auglýsingar verður það auglýst sérstaklega. Bolungavík 26. apríl 1989 Stjórn verkamannabústaða.

x

Vestfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vestfirðingur
https://timarit.is/publication/1936

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.