Ólafsfirðingur - 19.12.1964, Side 3

Ólafsfirðingur - 19.12.1964, Side 3
OLAFSFJARÐARKAUP- STAÐUR 20 ARA. A afmæli Nú eru liðin 20 ár frá því að Ólafs- fjörður fékk kaupstaðarréttindi. Blaðið „Ólafsfirðingur“ helgar þessa útgáfu sína að mestu leyti þessu tilefni. Ætl- unin var að gefa nokkra mynd af vexli og viðgangi staðarins og svipast um á líðandi stund með útsýn til þeirra við- fangsefna, sem blasa við. Ennfremur birtir blaðið nú, sem áður, margvíslegt efni, sem er allt tengt Ólafsfirði, og er það von blaðsins að lesendur þess hafi af því skemmtun og fróðleik. Tuttugu ár er ekki langur tími, sér- staklega á mælikvarða bæja eða borga. Jafnvel þótt svo sé, er jafn sjálfsagt að staldra lengur við en venja er til og litast um með hina brennandi spurn- ingu Jónasar á vörum: „Hvað hefur orðið okkar starf?“ Enda þótt varhugur sé goldinn við allri mærð eða stærilæti, er óhætt að fullyrða, að starf Ólafsfirðinga á þessu tímabili er ótrúlega mikið. Fáir, sem ekki þekkja til, gera sér Ijósa þá erfið- leika, sem þurft hefur að yfirstíga í daglegri lífsbaráttu liér á þessum tíma. Sjósókn hefur verið undirstaða atvinnu- lífs í Ólafsfirði og er enn. Hafnlaus, grunnur fjörður, opinn til úthafs, stein- snar frá norðurheimskautsbaug, getur einungis verið byggilegur sökum harð- fylgis og dugnaðar fólksins, sem þar býr, einkum j)ó sjómanna. Þetta eru staðreyndir en ekki mærð. Á þessum þáttum hefur starf Ólafsfirðinga hvílt og mun hvíla enn um sinn, ef framtíð skal byggja hér. Því er nauðsyn að minnast þessa og hvetja til frekari dáða. Það var engiti tilviljun, að hafnar- málið varð til þess að Ólafsfjörður sagði sig úr lögum við Eyjafjarðarsýslu, ef svo mætti að orði komast. Sýslunefnd hafði synjað um nauðsynlegar ábyrgðir fyrir lánum til hafnargerðar, og þar með stöðvað málið. ÞvL öðlaðist Ölafs- fjörður kaupstaðarréttindi og hafnarlög samtímis. Segja má að hér hafi verið um tvo kosti að ræða: Láta byggð eyð- ast hér, eða bjarga hafnarmálinu, en til þess var aðeins ein leið, þ.e. sú sem var farin. Af þessu verður m.a. Ijóst, að bygging hafnar hefur verið, og er enn, höfuðbaráttumál Ólafsfirðinga. Því enn er langt í land að höfnin sé fidlbyggð. Hér hefur minna unnizt en margur hefði kosið, en hér hefur verið við ramm an reip að draga. Þörf fyrir hafnarbæt- ur er víða geysileg, en fjárhagsgeta minni. Þegar lítið fjármagn deilist nið- ur á marga staði er engin von til þess að framkvæmdum miði hratt. 1 Ólafsfjarðarhöfn hefur nú verið var- ið um 30 milljónum króna. Samt sem áður má segja, að hafnleysa sé hér fyrir stærstu bátana, þar sem þeir þurfa jafri- an að flýja héðan, ef veður versnar að ráði. Þetta er óviðunandi fyrir þá, sem við þetta ffurfa að búa, og gera verður öllum Ijóst, sem við þetta mál eru riðn- ir, að finnist ekki lausn þess, er úti um lítgerð stærri báta héðan. Nokkur von er til þess að þær framkvæmdir, sem nú er verið að vinna að, bæti hér um, en ef svo verður ekki, verður að vinda bráðan bug að aðgerðum sem duga, sé þess nokkur kostur. Merk tímamát eru ennfremur á öðru sviði mannlífs í Ólafsfirði, því nú eru 70 ár liðin frá upphafi barnafræðslu hér. Mörgum kann að finnast það ó- merkara afmæli. Svo er þó síður en svo. Skilyrði til menntunar eru nú eitt af grundvallaratriðunum í byggingu vax- andi bæjar, og gildir þar sama máli og með ytri skilyrði til atvinnu og við- skiptalífs, svo sem hafnar- og sam- gönguskilyrði o.s.frv. Þannig er nauðsyn að byggja nútíma bæ: Hver þáttur sífellt margbrotnara mannlífs þarf að leysast með framsýni og dugnaði, þannig að fólkið fái jafna aðstöðu til hvers konar starfa, félags- og menningarlífs, og bezt gerist með öðr- um. Vandinn er sá, að fámennið leyfir ekki fjárfrekar framkvæmdir á mörg- um sviðum í senn. Því ber að miða að því að leysa þau verkefni, sem tekin eru fyrir hendur til frambúðar, og velja fremur þann kost að bíða með þá þætti sem unnt er. Nú er þess nokkur von, að samgöngur við Akureyri og innsveitir Eyjafjarðar batni að mun við tilkomu Múlavegar. Ef til vill boðar þetta enn ein tímamót í sögu Ólafsfjarðar. Reynslan hér á landi hefur sýnt að minni bæir hafa getað sótt margs konar þjónustu til stærri bæjar í grennd, með góðum árangri, á meðan þeir voru sjálfir svo fámennir, að slík þjónusta kom ekki til greina innan þeirra. Sem dæmi má nefna bæ- ina í kring um Reykjavík. Bætt sam- göngutengsl við Akureyri hafa það í för með sér, að íbúar Ölafsfjarðar geta sótt daglega þjónustu á ýmsum sviðum þangað. Þetta er geysilega mikilsvert, því nú í dag er þannig ástatt í þeim efnum, að margt fólk, sem búið hefur í stærri kaupstöðum, getur ekki hugsað sér að vera án ýmis konar þjónustu, sem nú er ekki hægt að veita í Ólafsfirði. Mikið hefur unnizt á 20 árum, en mörg eru þau verkefni, sem bíða úr- lausnar. „Afmælismálin", hafnargerð og skólamál, þarfnast enn dugandi forystu manna og starfsmanna. Svo er um fleiri framfaramál. Það er því sérstakt fagn- aðarefni nú, að búast má við auknum líkum til þess að ungir menn fáist til að starfa hér, þegar skilyrði batna til samskipta við fjölbýli í grenndinni. Við þurfum einmitt til starfa við hlið okkar gagnmenntaða unga menri: tæknifræð- inga, kennara, o.s.frv. o.s.frv. Þegar nú eru 20 ár að baki, getum við því sagt að starf okkar hafi borið ávöxt: byggðin hefur vaxið, fólki hefur fjölgað, og ytri skilyrði fara batnandi, og framtíðin gefur góð fyrirheit. Þau fyrirheit þarf þó að sækja, og sækja fast. Því þurfa allir að leggjast á eitt í sókninni að því yfirlýsta marki, að stækka þennan stað sem mest á öllum sviðum mannlegs lífs. Ólafsfjörður er sumarfagur þegar sól- in skín, en náttúran er hverflynd og ag- ar börn sín miskunnarlaust ,þegar henni ber svo við að horfa. Þess vegna mun þessi fjörður ennþá einungis byggjast fyrir harðfylgi og dugnað, og ekki sakar að ögn af seiglu sé í bland. Þetta á að vera afmælis- og daglegur drykkur Ólafsfirðinga. Blaðið óskar öllum bæj- arbúum heilla og velfarnaðar á þessum tímamótum og í framtíðinni. ÖLAFSFIRÐINGUR 3

x

Ólafsfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ólafsfirðingur
https://timarit.is/publication/1945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.