Ólafsfirðingur - 19.12.1964, Page 13
NOKKRAR MINNINGAR
Jóhann J. Kristjáns-
son var héraðslæknir
hér í Ölafsfirði í fjölda
ára, og er hann Ólafs-
firðingum ölluni kunn-
ur. Blaðið bjóst við að
hann kynni frá ýmsu
að segja, og taldi hann
á að stinga niður peima
og minnast liðinna daga
hér.
Þegar litið er yfir farinn
veg og horft um öxl yfir
nokkuö langan starfsferil,
fer ebki hjá því, að margs
er að minnast. Minningarn-
ar eru ýmist ljúfar eða leið-
ar, eins og ævinlega hlýtur
að verða í lífi allra manna,
og þá einnig lækna. Og þar
sem meiri hluti starfsævi
minnar var í Ólafsfirði, eða
tæpur fjórðungur aldar, á
ég flestar minningar þaðan.
Þær eru ýmist tengdar við
staðinn sjálfan, náttúruna,
umhverfið, einsta'ka menn og
málefni, og svo auðvitað
lífsstarfið sjálft, læknis-
starfið.
Þegar maður gefur sér
tíma til að leggja út á haf
minninganna, þarf ekki að
kvíða aflaleysi, þar er gott
til fanga. Mimúngarnar
ryðjast fram, hrannast upp,
svo erfitt verður að velja
og hafna, erfitt að ákveða
hvar skal byrja og hvar
nema staðar.
★ Náttúrufegurð
Margar hugljúfar minn-
ingar eru bundnar við nátt-
úrufegurðina, jafnt í veður-
blíðu sumarsins sem í hörku
frostum vetrarins. Ef menn
gefa sér tíma til að staldra
við og líta í kring um sig,
er alveg óþarfi að æða suð-
ur til Mallorca eða austur til
Asíu, til þess að njólta nátt-
úrunnar. Það er hægt að
gera í okkar landi, næstum
iþví hvar sem er. Marga vor-
nóttina hef ég gefið mér
tíma til að váka um stund,
og horfa í norðurátt. Við
mér hefir fjörðurinn blasað,
spegilsléttur og gullroðinn,
og himininn ein sólarglóð.
Dásamleg sjón. Ég minnist
einnig sumardaga, þegar
regnboginn hefir spannað
f jörðinn þveran, milli Finns-
ins og Múlans. Einu sinni
var regnboginn ibvöfaldur,
og var ég svo íheppinn að ná
þessari dýrðarsjón á kvik-
mynd. Þá minnist ég morgn-
anna og Ikvöldanna unaðs-
legu að sumarlagi, suður við
Ólafsfjarðarvatn, þegar vatn
ið hefir verið spegilslétt, áð-
ur en hafgolunnar tók að
gæta, þegar fjöll og bæir
spegluðust í vatninu.
Þá voru sum vetrarkvöld-
in ógleymanleg, þegar frost-
ið réði ríkjum og hjarnið
huldi jörðina, svo hvergi
sást á dökkan díl nema ein-
staka nibbur á efstu fjalla-
tindum, þegar norðurljósin
geystust yfir himinlhvolfið.
Það var ægifögur sjón, að
sjá yfir sveitina, þennan um
fimmtán ikílómetra langa
fjallasal, merlaðan mána-
silfri.
★ „Lomber“ með
sr. Helga
Ein af fyrstu minningum
mínum frá Ölafsfirði, er frá
því áður en ég fluttist þang-
að sem héraðslæknir. Ég
var staðgerugiil fyrir Sigur-
jón Jónsson á Dalvík, frá
því í júlíbyrjun 1923 og
fram í miðjan febrúar 1924.
Um haustið fór ég til skóla-
skoðunar, og var þá séra
Helgi Árnason formaður
skólanefndar, að mig minn-
ir, að minnsta kosti sá hann
mér farborða og hjá honum
gisti ég. Skólinn mun þá
hafa verið í húsi því, sem
Guðmundur heitinn Ólafs-
son átti síðar. Skólahaldið
var á hæðinni, en séra Helgi
bjó uppi. Um kvöldið, er
skoðuninni var lokið, spurði
séra Helgi mig, hvort ég
spilaði ekki Lomber. Er ég
fevað svo vera, var séra
Helgi ekki seinn á sér, fór
þegar í stað í leiðangur til
að ná í þriðja mann, svo
hægt væri að „fá sér slag“.
Fyrir valinu varð Þorsteinn
heitinn Þorkelsson, hrepp-
stjóri. Spiluðum við svo þrír
allt kvöldið og fram á nótt.
Séra Helgi var mjög form-
fastur og ákveðinn, og varð
öll spilamennskan að fara
fram eftir ströngustu regl-
■um, enda á svo að vera.
Stjórnaði hann svo spila-
mennskunni af mikilli rögg-
semi, og oibkur Þorsteini,
með hermannlegum aga, ef
honum fannst spilareglur
sniðgengnar. Aldrei mátti
muna eirtum eyri í reiknings-
færslu. Mig minnir að við
spiluðum upp á fimm aura
bit, og það var peningur í
þá daga. Ekki var laust við
að við Þorsteinn kímdum
hvor framan í annan, þegar
séra Helgi sýndi sem mesta
rögg af sér. Díklega hefir
röggsemi verið snar þáttur
í skapgerð hans, því að enn
man ég er hann gekk fram
á stigapallinn og kallaði til
frú Maríu, konu sinnar, og
bað hana um að færa okkur
einhverja hressingu. Hann
kallaði til hennar með drynj-
andi röddu, eins og þegar
herforingi er að þjálfa ný-
liða.
I þessu ferðalagi hafði ég
með mér litla kassamynda-
vél. Daginn eftir gekk ég
suður fyrir húsið og tók
mynd af vestustu húsum í
þorpinu. Á myndinni sést
hús Jóns Hanssonar, kirkj-
an og hús Björns Magnús-
sonar.
'★ Koníak sem
sjóveikismeðal
Um morguninn, er ég ætl-
aði að fara að leggja af
stað aftur til Dalvlkur,
spurði séra Helgi mig, er ég
ætlaði að fara að kveðja
hann„ hvort við ættum ekki
að tæma eina „hestaskál“,
áður en ég héldi af stað. Ég
afþakkaði. Þá varð nú séra
Helgi heldur en ekki hissa.
Evaðst hann oft hafa bjarg-
að lífi bæði manna og dýra
með þeirn Mfselíxír, víninu.
En ástæðan til þess, að ég
afþakkaði boðið var þetta:
Um sumariðj. þegar ég fór
norður á Dalvík, fór ég auð-
vitað frá Reykjavík með
skipi. Sigurjón læknir var
einnig með, þar sem hann
hafði verið í Reykjavík. Á
Siglufirði frétti Sigurjón um
mótorbát, sem var á leið til
Akureyrar, hlaðinn saltfiski.
Fórum við því af skipinu
þar, og fékk hann bátinn til
að skjóta okkur upp á Dal-
vík. Báturinn var sökkhlað-
inn, og í næstu flutninga-
ferð sökk hann. Töluverð
undiralda var, og þegar kom
ið var alllangt áleiðis, fór
ég að verða sjóveikur. Sig-
urjón dró þá upp koníaks-
pela upp úr fórum sínurn
og sagði mér að súpa á, þá
mundi sjóveikin senniilega
batna. Ég fór eftir því
læknisráði, en efcki leið á
löngu áður en mér elnaði
sjóveikin, rauk ég svo upp
á dekk og færði Ægi all-
væna fórn fyrir utan mynni
Ólafsfjarðar. Eftir það hafði|
ég eklki trú á áfengi sem
s j óveikismeðali.
Séra Helgi sagði af sér
frá 1. júní 1924. Eftir það
var hann fyrst hjá Árna
lækni, syni sínum, á Pat-
réksfirði, en kom til Reykja-
víkur 1926. Þar heimsóitti
ég hann þá. Sagði hann mér
að það hefði verið sín mesta
yfirsjón að fara frá Ólafs-
firði ('þá var ekki um neitt
aldurstaikmark að ræða), og
hann sæi alltaf eftir að hafa
farið þaðan. Ekki óraði mig
fyrir því þá, að fjörutíu ár-
um síðar ættu svipaðar til-
finningar eftir að bærast
mér í brjósti.
★ Þegar krafta-
verkin gerðust
1 ársbyrjun 1939 gaus upp
í Ólafsfirði inflúenzufarald-
ur, sem margir Ólafsfirðing-
ar munu sjálfsagt minnast.
Var farsótt þessi svo ill-
kynjuð, að helzt mátti líkja
henni við Spönsku veikina
1918. Fylgikvillar voru mikl-
ir, fyrst og fremst lungna-
bólga, um 25 tilfelH, fjöl-
margar eymafoólgur, eitt
tilfelh af heilaígerð, annað
af lungnaígerð, ihið þriðja af
lífhimnubólgu. Sjö sjúkling-
ar létust af völdum veik-
innar, þar af fiimm úr
hmgnafoólgu, sem er mjög
há dánartala, eða um 20 af
hundraði. Afleiðing þessa
faraldurs var einnig sá, að
berklasjúklingum fjölgaði
mikið. Á þeim itíma voru
hin mikilvirku lyf, súlfa og
penisilhn, ekki komin í notk-
un almennt. Lungnabólga
var því alltaf hinn mesti vá-
gestur, þungur og hættu-
legur sjúkdómur, enda eng-
in örugg lyf gegn henni.
Læknar urðu því að nota
þau lyf, sem helzt voru væn-
leg til árangurs, og bíða úr-
slita. Ef um ibata var að
ræða, kom hann snögglega
Framhald á 17. síðu
*
H.f. EIMSKÍPAFELAGISLANDS, Reykjavik
heldur uppi reglubundnum siglingum
milli Islands og helztu viðskiptalanda vorra
með fyrsta flokks nýtízku skipum
* ' ALLTMEÐ
Vörur fluttar hvaðan sem er
og hvert sem er,
með eða án umhleðslu
$
Spyrjizt fyrir um flutningsgjöldin
ETMSKIP
Nú er tímabært að panta bíl fyrir vorið.
FORD ER EFST Á BAUGI!
Ford-umboðið
Bílasalan h.f.
AKUREYRI — SÍMI 116 49
Glafsfirðingur
13.