Ólafsfirðingur - 19.12.1964, Page 18

Ólafsfirðingur - 19.12.1964, Page 18
ftrnað heilla Ég sendi Ólafsfjarðarkaupstað hugheilar árnaðar- ósltir á tuttugu ára afmælinu. Islenzkt skáld sagði einu sinni: „Þegar býður þjóðarsómi, þá á Bretland eina sál“. Ibúar Ólafsfjarðar 'áttu „eina sál“, þegar sú mikilvæga ákvörðun var tekin að afla plássinu kaupstaðarréttinda. Við þann atburð í sögu staðar- ins, tóku íbúarnir fjörkipp. Því til sönnunar þarf ekki annað en að minnast á framkvæmdirnar, svo sem hitaveituna, höfnina, skólann, sundlaugina, allar húsbyggingarnar og byrjunina á lagningu Múlavegar mm., ævintýralegar framkvæmdir á ekki lengri tima. Á þessum tímamótum kaupstaðarins er bað ósk mín, að íbúarnir megi ætíð eiga „eina sál“, þegar mikilvæg mál eru á döfinni. Guðs blessun yfir Ólafsfjörð, land og lýð, menn og málleysingja. 1 .. JÓHiANN J. KRISTJÁNSSON fyrrv. héraðslæknir Nokkrar minningar gegn iþessum hættulega sjúkdómi. Ég byrjaði með að gefa sjúklingnum penisil- línsprautur. En nú eru sýkl- ar þeir, sem valda þessari tegund heilabólgu, ekki ó- svipaðir lungnabólgusýklum, svo sennilegt var, að súlifalyf væri engu síður viðeigandi. Ég hringdi því í lækni, sem ég vissi að hafði reynslu í meðferð þessa sjúkdóms. Tjáði hann mér að súlfalyf hefðu reynzt vel, allt eins vel og penisillín ,og oftast ágætlega. Breytti ég því um meðferð og gaf sjúklingnum "úlfalyf. í stuttu máli sagt varð árangurinn undraverð- ur. Á nokkrum dögum smá- hjöðnuðu alvarlegustu ein- kennin, svo sem óráð og krampar. Dásamlegt! En sjúklingurinn var lengi að ná sér, eins og ævinlega eftir svo alvarlegan sjúk- dóm. Níutíu töflur af þessu undralyfi nægðu sjúklingn- um til bata. Þegar ég nú, eftir tæp 20 ár, horfi á sjúkraspjald þessa sjúklings, kemur mér það eiginlega dálítið á óvart og það því fremur er ég hugsa til Ólafsfjarðar núna. Parsótt á ferðinni og lækh- islaust. Á spjaldinu sé ég, að ég kom fyrst til sjúklings- ins 13. júlí. Hinn 14. og 15. hef ég vitjað hans átta sinn- um hvorn daginn, þann 16. fjórum sinnum, 17. þrisvar sinnum, 18.—21. tvisvar á dag, svo á hverjum degi út mánuðinn, og fram að miðj- um ágúst, 6 sinnum. Ég ibýst við að þessar mörgu vitjanir hafi eikki flýtt fyrir bata sjúklingsins, en ef til vill hafa þær verið foreldr- um piltsins nokkur huggun, er þeir biðu svars við spurn- ingunni örlagaríku: Lifir sonur okkar, eða ©kki? ★ Vekjaraklukka og penisillín Ekki er mér síður minnis- stætt, þegar ég notaði pen- isillín í fyrsta skipti. I fyrstu var það nokkrum vandkvæð- um bundið. Það þurfti að geymast í kæli, sérstaklega efitir að búið var að leysa það upp. Einnig þurfti að sprauta því í sjúkhnginn á nokkurra klúkkustimda fresti, og því ólíkt meiri fyrirhöfn en nú, þegar kom-i ast má af með eina sprautu á sólarhring. Viku af apríl, árið 1945, ól kona barn. Fæðingin igekk vel, og engra sérstakra fæð- ingaraðgerða var þörf. Á þriðja degi eftir fæðinguna fékk bonan talsverðan hita, sem varð ekki skýrður á annan hátt en þann, að hún hefði fengið hamsfararsótt. I þá daga stafaði alltaf ógn af þeim sjúkdómi. Ég gaf konunni strax það lyf, sem vænlegast þótti. Var það Neo-Prontosil, bæði í töfl- um og sprautum. Þessa með- ferð fékk konan í um hálfa aðra viku, eða lengur. Hiti féll og varð lítill, en vildi ekki hverfa alveg. Gékk svo hvortki né rak í hálfan ann- an mánuð, að konan varð aldrei hitalaus til lengdar. Ákvað ég þá að útvega mér penisillín, og tókst mér það. Til að byrja með lá það ekki á lausu. Framleiðslan var fyrst í stað rétt handa hern- um, en fékkst samt ef um alvarlega sjúkdóma var að ræða. Nú þurfti helzt að sprauta konuna á þriggja tíma fresti dag og nótt. Ég reyndi að fá einhvern, sem treysti sér til að sprauta konuna, eftir minni fyrirsögn, en það tókst eklki. Var þá ekki um annað að ræða, en að gera það sjálfur, ekki dugði" að hætta við meðferðina. Pen- isillínmeðferðin hófst 26. maí ,og fyrstu 2—3 sólar- hringana fór ég til konunn- ar á þriggja tíma fresti, dag og nótt. Fór ég aldrei úr fötunum, því að ekki vildi ég eyða tíma í að ihátta mig og klæða einu sinni á hverj- um þremur tihnum. Konan átti iheima spölkorn frá bæn- um, en bíl hafði ég engan þá, en fór á milli á reið- hjóli. Vekjaraklukku hafði ég, til þess að sofa ekki yfir mig, en ekki get ég sagt að ég hafi sofnað væran iblund þessa sólarhringa. Býst ég við að ég hafi verið heldur rotinpúrulegur í viðtalstím- unum á daginn. Brátt varð árangurinn af penisillínmeð- ferðinni, svo að ég lét nægja að sprauta sjúklinginn á daginn, og eftir rúma viku varð konan hitalaus. Með tilkomu þessara nýju ■mikilvirku lyfja og margra annarra, hefir aðstaða lækna breytzt svo gífurlega til hins betra, að þeir einir, sem reynt hafa, geta metið það til fulls. Ekki sízt gildir þetta um héraðslækna, svo ekki sé minnzt á alla aðibúð víðast hvar, og þyrfti því enginn að fælast það starf, eins og nú er raun á orðin. Ölafsfjarðarbær tvítugur Framliald af 9. síðu einhugur um málið, og á- ikveðið að iáta til skarar skríða. Nú var aftur leitað til Bernharðs með flutnings málsins, og brást hann fljótt og vel við, eins og ævinlega- fyrr og síðar, þegar til hans var leitað. Er ekki að orð- lengja það, Ölafsfjörður fékk kaupstaðarréttindi, og næsum samtímis liafnarlög. Þar með var stór sigur unn- inn, miklu stærri en þó sýslu nefnd hefði veitt leyfi itil lántöku og gengið í ábyrgð. Það má því líta svo á, að synjun sýslunefndar hafi orðið 'hafnarmáli Ólafsfjarð- ar ómetanleg lyftistöng. Ólafsfjörður hefur nú haft sín bæjiarréttindi í 20 ár, og tekist hefur að þöka hafnar- málunum vel á veg, þó enn vanti noikkiið á að örugg höfn sé fengin. Um leið og ég rita þessar línur, vil ég nota tækifærið og ósika Ólafsfjarðarbæ til ihamingju á itvítugsafimælinu. Við hjónin biðjurn bæjarfé- laginu og íbúum Iþess allrar blessunar í framtíðinni. Reykjavík, 16. nóv. 1964. Þórður Jónsson. Lifnaðarhættir Framliald af 21. síðu langt var á engjar. Vota- band var reitt heim daglega þar sem nægur var fólks- afli. iSjóróðrar voru stund- aðir, þar sem þess var fcosit- ur, og ekki óalgengt að kon- ur jafnt sem karlar, reru til fiskjar. Venjulega voru kon- ur hálfdrættingar (þ.e. fengu hálfan hlut á móti karl- manni), og þótti gott. Róið var með handfæri og línu. Til beitu var síld, ef hún náðist. Á haustin var oft róið með kindalungu og garnir til beitu. Ekki var aniklum támia varið til bóknáms. Ungling- ar voru látnir læra lestur og skrift og eitthvað lítils hátt- ar í reikningi, að ógleymd- um kristnum fræðum, sem í raun og veru var aðal náms- greinin. Kverið (Helgakver), skyldu allir læra utanbókar. Bókakostur flestra heimila var af skornum skammti, oft aðeins noiklkrar guðs- orðabækur. Húslestrar voru lesnir á hverjum sunnudegi allt árið, þar að aúki föstu- Á hreppsfundi að Þór- oddsstöðum, 8. okt. 1897, var samþykkt að koina á fót barnaskóla í hreppnum, og var skólinn settur 1. des. sama ár. Sótt var um styrk til landssjóðs, fyrir allt að helmingi kostnaðar, sem talinn var að mundi allur nema kr. 220,00. Sundskýli við laug að Reykjum árið 1902. Sótt um stynk, að helmingi frá sýslu- sjóði Eyjafjarðarsýslu og að helmingi frá landssjóði. Kostnaður er áætlaður kr. 205,00. Skýlið skyldi vera skúr með pappaþaki, 8 al. á lengd og 5l/2 al. á breidd. Torfveggur að baki, innþilj- aður vel, með trégólfi. Rök hreppsnefndarinnar eru þau, ■t Gömul mynd frá þátt- töku Ólafsfirðinga í landsmóti skíðamanna. lestrar. Enþá var trú á álfafólk og svipi framMðinna. Á Ytri- á var sagt, að í stofu, sem kölluð var syðri stofan, hefðist við draugur, sem kallaður var Stofu-Höttur. Sagt var, að þar væri á ferð svipur manns, sem hafði ráðið sér bana. Fram á Syðri-Árdal var stór steinn. Einhverju sinni var þar maður á ferð, sá hann þá hvar föt af smá- barni voru breidd á steininn, svo sem þau hefðu verið lögð þar til þerris. Engra mannaferða var þarna von, sem átt gætu klæði iþessi. Stundum sást óþebktur bátur róa út með landi og var sem hann stefndi til miða.N Var það mál sjó- manna, að ekki væri ráð- legt að róa, ef bátur þessi sneri aftur. Ein verzlun var í lóafs- firði á iþessum árum, verzl- un Páls Bergssonar, kaup- manns. Segja má að arftaki hennar sé verzlunin Val- íberg ih.f., sem hér starfar nú. bezta sundstað í Eyjafjarð- arsýslu. Þann 1. nóv. 1897 skrifar hreppsnefnd í Þóroddsstað- arhreppi, amtmanninum yfir norður- og austur-amtinu, kvörtunarbréf út af því, að ikúabólusetning á fólki hafi ekki farið fram í full 6 ár, og sikorar á amtmanninn að koma því til leiðar, að ráðin verði bót á þessu. Fyrstu bryggjur, sem not- aðar voru hér í Ólafsfirði, voru lausar flekabryggjur, sem settar voru á trébúkka, og þeir svo grýttir niður. Bryggjur þessar tilheyrðu ýrnist útvegsbændum, kaup- mönnum eða einstökum fé- lögum. Or heimildarfaréfabák að þarna sé um að ræða 18 ÖLAFSFIRÐINGUR

x

Ólafsfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ólafsfirðingur
https://timarit.is/publication/1945

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.