Ólafsfirðingur - 19.12.1964, Qupperneq 19

Ólafsfirðingur - 19.12.1964, Qupperneq 19
Sr. KRISTJÁN BÚASON: ýý á jútdu með... T ýý Hvernig ,var nú framhaldið? Við skulum fletta því upp. 1 jólaguðspjallinu, Lúk. 2. li, hljóðar lofsöngur hinna himnesku sendiboða þannig: „Dijrð sé Guði í upp- hæðum og friður ú jörðu MEÐ ÞEIM MONNUM, SEM HANN HEFUR VEL- ÞÓKNUN Á“. Þannig stendur það. Friður er boðaður alveg ákveðnum mönnum. Og hverjir eru þeir, ,sem Guð hefur svo mikla velþóknun á, að hann bjóði þeim frið við sig? Það eru þeir, sem leggja niður vopn og gefu sig Guði á vald. Eg veit að þetta kemur flatt upp á ein- hvern, sem les þessar línur, einkum það, að styrjöld skuli ríkja milli Guðs og manns. En hvað sem okkur kann að finn- ast um það, þá miðast boðskapur jólanna við það. Guð vill ekki að mennirnir, sem hafa gert uppreisn gegn honum, lifi og deyji, án þess að eiga eilíft líf með lion- um. Þess vegna boðar hann fyrirgefningu og frið þeim, sem hætta að berjast gegn honum í lífi sínu og lúta honum. Það er enginn nauðbeygður, þetta er frjcdst. Menn geta valið. Og í gegn um ald- irnar hafa menn valið. Sumir hafa valið að þiggja náðartilboðið og það líf í friði og sátt við Guð, sem í því felst, en aðrir hafa valið að standa þar sem þeir stóðu. Þannig hefur friðarboðskapur kristindóms- ins ekki aðeins sætt menn heldur líka sundrað þeim, skipað þeim í tvær fylk- ingar, með eða móti Jesú Kristi. Nú er víg- línan þannig að liún liggur ekki á milli þeirra skipulegu fylkinga, sem menn raða sér í. Þó má stundum eygja luma í þeim átökum, sem við finnum á milli Krists og honum andstæðra afla um mannssálina. Þessi átök eiga sér stað í lífi sérhvers manns. En þar sem Kristur hefur gfir- liöndina, er hinu illa haldið niðri, það er dæmt og því afneitað. Þó skykli enginn blekkja sjálfan sig og halda sig eiga frið við Guð og slöðu í hans liði, sem einhvern vísan hlut eða ævar- andi eign. Friður við Guð er gjöf, sem við þiggjum slöðugt með því að gefa okk- ur á hverju augnabliki undir Guðs dóm og miskunn. Frið eigum við við Guð, er við gefum okkur undir hans vilja og í hans þjónustu. Hver sá vilji ér og hvernig hon- um verður framfglgt, sjáum við í Jesú frá Nazaret. Þar sjáum við mann, sem gefur sig Guði á vald, þannig að Guð opinberar sig í lífi hans. En Jesú er ekki aðeins fyrirmynd, hann gefur okkur það sem við þurfum til þess að geta lifað eins og hann. 1 kærleika sín- um gefur hann okkur uppgjöf allra saka og um leið viljann til þess að lifa með hon- um í friði og sátt við Guð og þá menn, sem IJann hefur velþóknun á. Postulinn Páll segir: „Ef mögulegt er að því er til yðar kemur þá hafið frið vil alla menn“ (Róm. 12. 18). En samtímis hvetur hann til þess að stamla gegn hinu illa. Sannlcikurinn, kærleikurinn, umhyggj- an fyrir heill náungans, er aldrei seld fgrir þægindi. Hann kristni maður er aldrei hvattur til þess að semja frið við eigingirni nokkurs manns. En þess í stað er hann kallaður til þess að flytja frið fyrirgefningarinnar öllum mönnum og lifa í sátt við þann, sem hann þiggur. Það er mikið talað um frið milli manna og þjóða í dag. fíöl ófriðarins stendur mönnum svo skelfilega fyrir hugskotssjónum frá síðustu heimsstyrj- öld. Enginn segist vilja stríð, en sam- tímis eiga menn erfitt með að fyrirgefa. Fáir vilja gefa eftir af sínu. Og flestir vilja ekki afneita einkahagsmunum, jafnvel þótt þeir rekist á náungann. Þess vegna eru flestir að búa sig undir stríð, þótt þeir segist ekki vilja það. En þótt menn séu svona skelfilega sundr- aðir eru þeir nndarlega samtaka í því að taka ekki friði Guðs og gera hann að friði sínum. Frið milli manna má skapa liið ytra um skeið með vahli og samningum, og sá friður er þakkarverð- ur, en ekki varanlegur. Eigingirnin sem- ur aldrei í alvöru frið. Hún fer eins langt og hún kemst. Friður Guðs er aftur á móti varan- legur þeim, sem hann þiggja. En sá friður verður ekki eign heimsins fyrr en allur heimurinn hefur lotið Kristi. Og það er einmitt það, sem hann gerir ekki sem slíkur. Ríki friðarins liggur því hamlan þessarar veraldar, en það er þó ætlað þeim, sem hér lifa. Það brýzt inn í þessa veröld í Jesú Kristi og reynir að ná til allra. Og hvarvetna þar sem áhrifa IJans gætir, sjást þess merki, en alls staðar er hann í skugga andstæðunnar við Guð. Hann er friður þeirra, sem hefna sín ekki, heldur líða og fyrirgefa, svo að menn megi lífi halda. Þetta sézt bezt í ævi barnsins í jöt- unni. Þar líður og deyr Guðs sonur í hörulum þeirra, sem hann er kominn til að leiða til Guðs. Guð endurgeldur ekki en bíður í langlyndi sínu fyrirgefningu og líf, sem nær út fyrir gröf og dauða. Og það verður eign þeirra, sem þiggja það. Líf okkar mannanna er óhugnanlega líkt vígvelli í miðri heimsstyrjöld, þar sem læknir úr öðru liðinu hleypur fram til þess að hjúkra særðum manni úr liði hinna. Læknirinn gerir að sárum hins særða og hagræðir honum, en þá dregur hinn særði upp byssu sína og drepur lækninn. Þannig er kærleikur Guðs sem gefur frið og líf. Hann felur í sér áhættu fórnarinnar. Ennfremur felst í honum sú áhætta, að fórnin sé færð án árangurs. En þrátt fyrir öll þau tilfelli, þar sem hann hefur ekki borið árangur, þá hefur hann borið ríkulegan ávöxt. Mennirnir hafa á öllum öldum þegið Gleðileg jól og gott og farsœlt komandi ár NÓT h.f., Ólafsfirði Beztu jóla- og nýársóskir BÓKASAFN ÓLAFSFJARÐAR Óskum öllum viðskiptavinum vorum í Ólafsfirði árs og friðar CUDO-GLER h.f. Umboð: Valberg h.f. Óskum Ólafsfjarðarkaupstað hjartanlega til hamingju með afmœlið ASIUFÉLAGIÐ h.f. Hafnarstrœti 11 Regkjavík Sími 10 6 20 Sendum ólafsfjarðarkaupstað heillaóskir í tilefni af merkum tímamótum SVEINN EGILSSON h.f. Laugavegi 105 — Reykjavík Sendum öllum Ólafsfirðingum beztu jóla- og nýársóskir AÐALGEIR og VIÐAR, Akureyri Beztu jóla- og nýársóskir SÖLUSAMBAND ISLENZKRA FISKFRAMLEIÐENDA, Reykjavík — Sími 114 80 Óska Ólafsfirðingum gleðilegra jóla, árs og friðar BIRGIR J. JÓHANNSSON, tannlœknir Gleðileg jól, farsœlt nýtt ár Þökkum viðskiptin á liðnum árum TRÉSMÍÐA VERKSTÆÐI ÁGUSTS JÖNSSONAR frið fyrirgefningarinnar og gengið í þjónustu hans, svo að fleiri megi lifa í samfélagi við Guð, ekki aðeins þessa heims heldur líka annars. Guð liefur velþóknun á öllum þeim syndugu mönnum, sem ganga í sig eins og týndi sonurinn, sem kannast við sig og snúa heim. Við ætlum að halda jól og minnast þess hvernig hinn týndi sonur finnur föður sinn með útbreiddan faðm fyrirgefningar og friðar. Guð gefi okkur öllum að hverfa að nýju heim. Hann gefi okkur sinn frið. ÖLAFSFIRÐINGUR 19

x

Ólafsfirðingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ólafsfirðingur
https://timarit.is/publication/1945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.