Dögun - 24.06.1946, Blaðsíða 4
I
4 D O GU N
Húsnæöisleysið.
íbúðarbyggingar voru miklar
hér í bæ á síðasta ári. Enn er haf-
in bygging margra húsa, og þó
mun íbúðarþörfum engan veg-
inn verða fullnægt. Ber þar
margt til: Innflutningur fólks er
all mikill, — bætt afkoma fólks
síðari ár veldur því, að ýmsir
húseigendur leigja minna út en
áður var, — en margir geta svo
ekki byggt, þótt þörf þeirra sé
mikil. Skortur á byggingarefni
hefur til þessa e. t. v. dregið
kjark úr sumum, en með samn-
ingum íslands við Sovétríkin
mun mestu hættunni rutt úr
vegi.
Versta tálmunin er fjárskort-
ur.'Þótt ýmsir hafi efnazt á síð-
ari árum, getur þorri manna lít-
ið eða ekkert lagt úr eigin vasa
til bygginga. Byggingar eru dýr-
ar á þessum tímum, en hins veg-
ar hefur þorri manna þær tekjur
af atvinnu sinni, að möguleikar
eru fyrir þá að greiða talsvert í
vexti og afborganir, ef hagkvæm
lán fengjust. Að þesSu öllu at-
huguðu ættu að vera betri skil-
yrði en oftast áður til mikilla
byggingaframkvæmda, þar sem
víst er, að fjármagn er til ónotað
í landinu. Nú ætti það að vera
hverjum manni ljóst, að íbúðar-
hús, sem reist eru nú á dögum,
eiga ekki bara að vera hagsmuna-
mál núlifandi kynslóðar. Bygg-
ingarefni er svo traust og skipu-
lag eetti a. m. k. að vera svo til
frambúðar, að hvort tveggja
tryggði komandi kynslóðum
sæmilegan húsakost hverju sinni,
er nýtt hús rís af grunni. Fjár-
magni, sem veitt er til húsabygg-
inga, er því ekki eytt fyrir mig
og þig, heldur eigi síður fyrir
eftirkomendur okkar. Ríkið ætti
því að tryggja húsleysingjunum
slík löng lán, en setja þau skil-
yrði ein, að vel og viturlega yrði
byggt.
Síðasta Alþingi gekk að vísu
að nokkru til verks um þessi stór-
felldu vandamál, með endurbót-
um á lögum um verkamanna-
bústaði og byggingarsamvinnu-
félög. Kostir þessara laga verða
vonandi hagnýttir hér í sívax-
andi mæli á þéssu ári og þeim
næstu.
Hér er starfandi byggingarfé-
lag verkamanna og hefur þegar
reist nokkur hús sem kunnugt
er. Byggingarsamvinnufélag er
hins vegar ekkert. Samkvæmt nú-
gildandi lögum geta 20—25
menn stofnað slíkt félag, og fá
þau ríkisábyrgð fyrir lánum allt
að 80 % byggingarkostnaðar.
Þessi lagaákvæði eru góð, en
reynslan hefur þegar sannfært
alla um það, að ekki bera þau
tilætlaðan árangur, nema fé sé
ætlað til slíkra lánastarfsemi.
Sýpur nú margur húsnæðisleys-
inginn seyðið af því, að Alþingi
felldi lillögu sósíalista um lána-
skyldu bankanna, allt að 20
millj. kr. til þessarar starfsemi.
Þessi ráðstöfun meiri hluta Al-
þingis mun reynast mörgum dýr.
Það er sannarlega kominn tími
til þess, að öllum skiljist, að
heimili, án húsnæðis, er engum
bjóðandi. Menningarþjóðir nú-
tímans verða að búa annan veg
að þegnum sínum en tíðkast hef-
ur í fátækra hverfum stórborg-
anna. Það er þjóðfélagsleg
skylda, að börnin geti alizt upp
í rúmgóðum, hlýjum og björt-
um húsakynnum, hvort sem for-
eldrar þeirra tilheyra auðstétt
eða öreigum.
Þrátt fyrir þessa erfiðleika og
anmarka nýju laganna, væri
vafalaust rétt fyrir ýmsa hér að
stofna með sér slíkt byggingar-
samvinnufélag og leita síðan í
sameiningu eftir láni. Þess má
geta, að eigi hvílir tafarlaus
byggingarskylda á félaginu eða
einstökum meðlimum þess. All-
ir geta gerzt félagar, en þeir sitja
fyrir um íbúðir, sem engar eiga.
Samvinnu- og verkamannabú-
staði á að reisa í hverfum, svo að
stíll þeirra njóti sín. Verður þess
vonandi gætt hér framvegis, svo
að íbúðir alþýðunnar prýði bæ-
inn, en lýti ekki. Skammsýnin í
skipulagsmálum okkar til þessa
er annars nægt efni í aðra grein,
og skal því eigi frekar orðað hér.
Einn bær, þ. e. Vestmannaeyj-
ar, er að skipuleggja sérstakt
hverfi einlyftra einbýlishúsa.
Áhugi mun þar mikill fyrir þess-
um smábýlum. Þau eru hentug
fámennum fjölskyldum, t. d.
rosknum hjónum, enda mun
reyndin sú, að margir selja
tveggja og þriggja íbúða hús sín
til að eignast þessi. Hvernig
væri að reyna þetta hér? En setj-
ið slík hús hvorki við aðalgötur
né í smáeyður inni í bæ.
Samkvæmt fyrrnefndum lög-
um, ber bæjunum skylda til að
bæta úr húsnæðisþörf manna.
Tafarlaus rannsókn á húsnæðis-
þörfinni er fyrsta sporið í þá átt.
Húsnæðismálið er ekki smá-
mál, heldur eitt af brýnustu úr-
lausnarefnum hvers bæjar- og
þjóðfélags.
Jón Guðmundsson, sem átti Hótel
Akranes, hefur keypt húsið, sem Ást-
ráður Proppé byggði í fyrra og er að
láta breyta því í gisti- og veitingahús.
Það? sem um er
kosið.
*
Framhald af bls. 1
nýsköpunin hefur gert og mun
gera mögulega.
Þegar höfuðuppskeran kemur
er ávöxturinn mikils virði. Og
það er ekki nema sjálfsagt að
þeir sem eiga flest liandtökin við
ræktun og sáningu, hljóti stærst-
an skerfinn. Því er það ekki auð-
magninu, heldur alþýðunni sem
ávöxturinn ber, þótt enn eigi
hún langt í land að njóta þar
réttar síns.
Engum er það ljósara en
Sósíalistaflokknum, sem aldrei
mun kynoka sér við að játa, að
hann átti mestan þátt í og hvatn-
ingu að myndun núverandiríkis-
stjórnar, og þeim nýsköpunar-
áætlunum, sem eru grundvöllur
hennar, hversu langt er frá að
stjórnarsamkomulagið uppfylli
stefnuskrá flokksins í hinum
ýmsu efnum. Alþýðan hefur líka
skilið mæta vel að slíkir samn-
ingar milli verkalýðsstéttarinnar
og eignastéttarinnar hljóta að
verða mjög takmörkuð lausn á
stefnumálum alþýðunnar, og
það fer eftir stjórnmálalegum
styrk þess flokks, sem alþýðan
hefur valið sér til forustu, hversu
vel tekst að knýja fulltrúa auð-
sins til endurgreiðslu úr þeim
sjóði sem fylltur er með arðin-
um af striti alþýðunnar. En
henni má vera það sönnun þess
að hún er á réttri leið, að nú er
barizt hatrammri baráttu innan
allra flokka nema Sósíalista-
flokksins gegn áframhaldandi
stjórnarsamstarfi á grundvelli
nýsköpunarinnar. Þessi öfl sækja
á og munu áreiðanlega einskis
láta ófreistað til að rjúfa stjórn-
arsamstarfið 1 eftir kosningar,
keyra atvinnulífið í fjötra og
endurhefja þá sókn á Iiendur
samtökum alþýðunnar, sem
hrundið var árið 1942, þegar
gerðardómslögin voru tætt í
sundur.
En þessi myrkravöld, sem
nærast af okurfé stríðsgróða-
mannanna þekkja of vel þann
styrk sem alþýðan býr yfir til
þess að þau láti sér það til hug-
ar koma að beita svo veikum að-
gerðum í nýrri sókn. Þess vegna
hafa þau nú á prjónunum
miklu stórbrotnari áform til að
lama mótstöðuþrek hinna frjáls-
lyndu afla, og það er að gera
bandalag við ameríska auðvald-
ið um að afsala því í hendur
íslenzkum landsréttindum með
leigu herstöðva hér og þyggja í
staðinn liðsinni þess til að beita
þeim ráðum sem duga til
að hefta framsókn alþýðunnar
og þeirra frjálslyndu afla, sem
vilja láta þjóðina sjálfa móta
stjórnmálastefnuna á hverjunt
tíma.
Þessi hætta vofir yfir. Erlend-
ur her situr enn í landinu.
Bandarísk blöð lýsa því yfir að
einungis sé beðið kosningaúislit-
anna, sem úr muni skera um
hvort ráðlegt sé að endurnýja
þá beiðni, sem aðeins var lögð
til hliðar „í bili“. Og þrátt fyrir
það þótt einstakir frambjóðend-
ur reyni að hvítþvo sig af öll-
um tilhneygingum til sölu á ís-
lenzku sjálfstæði og telji svar rík-
isstjórnarinnar hið endanlega
svar í þessu máli í nútíð og fram-
tíð, er það augljóst að Banda-
ríkin sjálf líta ekki á það sem
endanlegt svar, þar sem þau tala
um að stöðva málið aðeins „í
bili“, ella væri yfirlýsing þeirra
enn freklegii móðgun við full-
valda þjóð, heldur en hin fyrsta
málaleitun.
Það sem um er kosið er því
að tryggja sjálfstæðið: bægja
allri erlendri ásælni á
braut og krefjast tafarlausra
efnda á samningnum um brott-
flutning setuliðsins af íslandi.
Þá fyrst er brautin rudd fyrir
álramhaldandi nýsköpun og gró-
andi þjóðlíf.
íslendingar mega ekkert eiga
á hættu í þessum efnum. Þess-
vegna kjósa þeir eina flokkinn,
sem staðið hefur heill og óskipt-
ur í sjálfstæðismálum íslend-
inga frá byrjun og einn hefur
þar hreinan skjöld. — Þeir kjósa
Sósíalistaflokkinn.
Samsteypu afturhaldsins og
myrkraverkum verður ekki af-
stýrt nema með stórfelldum
kosningasigrum Sósíalistaflokks-
ins.
Stefdn Ögmundsson.
Akurnesingar!
Borgfirðingar!
. Annast raflagnir
í húsum og bátum.
. Geri við rafmótora,
rafstöðvar og
allsk'onar rafmagnsáhöld.
. Sé um viðgerðir
og uppsetningu
á talstöðvum.
KNÚTUR ÁRMANN
rafvirkfameistari,
Vesturgötu 26, Akranesi.