Dögun - 24.06.1946, Blaðsíða 6

Dögun - 24.06.1946, Blaðsíða 6
6 D O G U N Hér á Akranesi urðu þrír húsbruuar síðast liðinn vetur, 1. mars kviknaði í efri hæð Niðursuðuverksmiðju H. B. 8c Co. Eyðilagðist þak hússins og all- ar þær dósir og aðrar vörur, sem þar vóru. Viðgerð var þegar hafin á hús- inu og gekk mjög vel, tók aðeins tvær vikur. /5. april kviknaði í Hótel Akranes og brann það til grunna á skömmum tíma. Húsið var vátryggt, en gestir og starfsfólk varð fyrir tilfinnanlegu tjóni. í Hótelinu brunnu málverk og mjög sérkennileg útskorin ljósakróna, sem Jón Guðmundsson hóteleigandi átti. Einu málverki, mjög verðmætu (af Þíngvöllum) var bjargað. /5. mai brann Sláturhús Bjarna Olafsson & Co. á Akranesi. Sláturfélag Suðurlands hefur notað þetta hús á háustin, en þess á milli hefur verið geymt i því veiðarfæri og ýmsar aðrar vörur. Húsið brann til grunna og allt sem í því var. Sannast hefur, að um íkveikju var að ræða, og bíður málið dóms. iy. júni voru éngin hátíðahöld á Akranesi, bæjarstjórnar meirihlutan- um þótti víst ekkf taka því. Er hér um slíkt regin hneyksli að ræða, að einsdæmi mun vera, enda er óánægja almennings geysileg, án til- lits til flokka. H. Þ. og I. R. sendu forseta bæjar- stj. svohljóðandi bréf, þegar sýnt þótti að engrar forgöngu mátti vænta hjá stjórnendunum: Akranesi, 11. júní 1946. Við undirritaðir bæjarfulltrúar krefjumst þess hér með, að tafarlaust verði haldinn fundur í bæjarstjórn Akraness. Teljum við niðurfellingu funda undanfarna rúma tvo mánuði skýlaust brot á 7. gr. fundarskapa bæjarstjórnarinnar, þar eð vitað er, ;að ýmis mál liggja fyrir. Ennfremur bendum við á nauðsyn þess, að fundur verði strax haldinn, svo að hægt verði að kjósa nefnd til undirbúnings lýðveldisfagnaðar 17. júní n. k. Helgi Þorláksson. Ingólfur Runólfsson. Til Ólafs B. Björnssonar, forseta bæjarstjórnar Akraness. Bréfi þessu var á engan veg sinnt. Framboð til Alþingis. Alþingis- kosningar eiga að fara fram 30. þ. m. Þessir frambjóðendur eru í kjöri hér í Borgarfjarðarsýslu: Fvrir Alþýðuflokkinn: Baldvin Þ. Ivristjánsson, erindreki Landsamb. ísl. útvegsmanna. Fyrir Framsóknarflokkinn: Þórir Steinþórsson, skólastjóri í Reykholti. Fyrir Sósíalistaflokkinn: Stefán Ög- mundsson, varaformaður Alþýðusam- bands íslands. Fyrir Sjálfstæðisflokkinn: Pétur Ottesen, bóndi á Innra-Hólmi. Hálfdán Sveinsson, kennari hér, er í framboði fyrir Alþýðuflokkinn í Dalasýslu. Friðrik Hjartar, skólastjóri hér, hefur verið leiðbeinandi á námsskeiði fyrir norðlenzka kennara. Mót þeirra var að Laugum í Þingeyjarsýslu. Austurför gagnfrœðinganna. Gagn- fræðingar þessa vors fóru í kynnisför austur á Síðu rétt fyrir hvítasunnu. Voru þeir tæpa viku í förinni, skoð- uðu merkisstaði, fóru í gljúfragöngu og brugðu sér á hestbak. Ferðin gekk að óskum, og skilur vonandi eftir góð- ar minningar hjá ferðalöngunum. Framkoma þeirra var prúð og Akra- nesi til sæmdar. Þeir Ólafur Hjartar, kennari og Helgi Þorláksson, skólastjóri, voru leiðsögumenn. Síldveiðibátar eru sem óðast að búast á veiðar og sumir farnir. Dögun óskar þeirn öllum fararheilla og góðr- ar heimkomu að loknu fengsælu sumri. Almennur kjósendafundur var haldinn hér í Bíóhöllinni síðastliðinn fimmtudag. Sósíalistaflokkurinn boð- aði til þessa fundar, og fluttu þeir Einar Olgeirsson, varaform. Nýbygg- ingarráðs, og Stefán Ögmundsson, frambjóðandi Sósíalistaflokksins, ræð- ur. Um 90 manns sátu fundinn. Framboðsfundur var hér á laugar- dag. Töluðu þar frambjóðendur flokkanna og lýstu viðhorfum sínum til helztu Jrjóðmála. Tæp 200 manna sátu þenna fund, þegar flest var. I næsta blaði verður nánar sagt frá báðum þessum fundum. Sr. Þorsteinn Briem, prófastur, kvaddi söfnuð sinn með messu i gær. Lætur hann nú af embætti eftir ald- arfjórðungsstarf hér. Sr. Magnús Run- ólfsson, aðstoðarprestur hahs, þjónaði fyrir altari, sr. Friðrik Friðriksson tók til altaris, en sr. Sigurbjörn Á. Gísla- son flutti prófasti kveðju prestastefnu fslands. Form. sóknarnefndar, Jóhann B. Guðnason, þakkaði próf. störf hans og árnaði heimili hans allra heilla. Mikill mannfjöldi kvaddi þar sinn virðulega læriföður. Prestskjör fór fram í gær. Umsækj- endur voru 8, en 5 höfðu dregið sig til baka. Var því kosið milli sr. Jóns M. Guðjónssonar í Holti, cand. theol. Sig- urðar M. Kristjánssonar og sr. Þor- steins Jóhannessonar í Vatnsfirði. 866 kjósendur, af 1307, neyttu at- kvæðisréttar síns, eða um 66,3%. Samkvæmt lögum, fer talning atkvæða ekki fram fyrr en seint í vikunni. Talið verður hjá biskupi. 1 nastu blöðum birtast fréttir af skólunum, íþróttastarfinu, bæjarstjórn o. fl. Þeir, sem vilja koma efni í næsta blað, sendi það í síðasta lagi á mið- vikudag. Greinar mega vera merktar dulnefni, en nafn höfundar verður að fylgja til blaðsins; Ritstj. Akranes — HreSavatnsskáli ekið um Svignaskarð. Alla daga frá Akranesi kl. 9 eftir komu skipsins til Akraness, nema laugardaga kl. 15,30 og sunnudaga kl. 13,30. Frá Hreðavatnsskála kl. 17, nema laugardaga kl. 18. Afgreiðsla í Hreðavatnsskála hjá Vigfúsi Guðmundssyni, í Reykja- vík hjá Frímanni Frímannssyni, Hafnarhúsinu, sími 3557 og á Akra- nesi á Óðinsgötu 16, simi 17. Fólk er beðið um að tryggja sér farmiða á ofantöldum stöðum fyrir kl. 18 daginn áður. Þórður Þ. Þórðarson. TILKYNNiNG til síldarsaltenda Þeir síldarsaltendur, sem ætla að salta síld á þessu sumri, þurfa samkvæmt 8. gr. laga nr. 74 frá 1934 að sækja um leyfi til Síldarútvegsnefndar. - Saltendur þurfa að upplýsa eftirfarandi: 1. Hvaða söltunarstöð þeir hafa til umráða. 2. Af hvaða skipum þeir fái síld til söltunar. 3. Hvaða eftirlitsmaður verður á stöðinni. 4. Hve margt síldarverkunarfólk vinnur á stöðinni. 5. Eigi umsækjendur tunnur og salt, þá hve mikið. Þeir saltendur, sem óska að fá tómar tunnur og salt frá Síldarútvegsnefnd, sendi umsóknir til skrifstofu nefnd- arinnar á Siglufirði fyrir 30. júní 1946. Síldarútvegsnefnd. Akurnesingar! Sækið ekki til annarra staða vörur, sem fást innan bæjar. Glerslípun Akraness h.f. býður ykkur aðeins fyrsta flokks vörur, svo sem: V indutjaldastangir, V indutjaldadúk, Gluggagorma, Messing rennibrautir, Spegla, allskonar, Glerhillur, Gler, 3—6 m.m. Málningu, allskonar. KOMIÐ, SJÁIÐ og þið munuð sannfærast um gæðin og verðið. Glerslípun Akraness h.f. r Aætlunarferðir. Áœtlunarferðir Akranes—Reykholt—Reykjavík mánudaga. Þriðjudaga sömu leið til baka. Akranes—Reykholt miðvikudaga og föstudaga. Akranes—Reykjavík fimmtudaga. FERÐAFÓLK! Athugið, að tíminn er peningar. - Þið þurfið stytztan tíma til að komast áður nefndar leiðir með Magnúsi Gunnlaugssyni. Akurnesingar! Borgfirðingar! Bráðlega kemur rafmagn- ið frá Andakílsárvirkjun- inni. TALIÐ VIÐ MIG í TÍMA, ef ykkur vantar rafmagnsáhöld, raflagnir eða viðgerðir á eldri lögnum. Hringið í síma 91. Sveinn Guðmundsson r a f v i r k i Suðurgötu Akranesi

x

Dögun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dögun
https://timarit.is/publication/1946

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.