Dögun - 20.03.1949, Side 2
2
DÖGUN
Sunnudagurinn 20. marz 1949
ÞAR SEM SVIKIN RISA HATT
Hér ætla ég að minnast lítil-
lega á flokkinn, sem kennir sig
við alþýðuna og nýtur forystu
mannsins, sem íslenzk alþýða
fyrirlítur manna mest.
Þegar Alþýðuflokkurinn var
stofnaður sem baráttutæki ís-
lenzkrar alþýðu, fyrir sósia-
lisma og bættum kjörum alþýð-
unnar, hefði það þótt lygileg
saga, að örlög þessa flokks
ættu eftir að verða þau, sem
raun ber vitni um.
Á fyrstu árum flokksins var
unnið að bættum kjörum al-
þýðunnar og tekin ákveðin af-
staða með sjálfstæðisbaráttu ís-
lenzku þjóðarinnar. Svo komu
nýir forystumenn, nýjar hug-
sjónir,“ og þar með var saga
flokksins öll, sem alþýðuflokks.
Nú þjónar þessi flokkur, og
hefur reyndar tekið forystu
fyrir spilltri yfirstétt gegn
þeirri þjóð, sem hann var sett-
ur til að þjóna.
Eitt ljósasta dæmi hins svik-
um stráða ferils „Alþýðu-
flokks“ Stefáns Jóhanns, er for-
usta flokksins fyrir liði því,
sem sækir nú að sjálfstæði
þjóðarinnar. Svo djúpt er sú
klíka sokkin, sem nýtur nú for-
ustu „alþýðuleiðtogans‘“ Stef-
áns Jóhanns, að líf og framtíð
fyrir syni þeirra og dætur er
þeim einskis virði. Og svo er
þetta nefnt ríkisstjórn Islands!!
Gamalt máltæki segir: „fifl-
inu skal á foraðið etja,“ og
sannast það einkar vel á þann
mann, sem mest er nú dýrk-
aður af þrælapískurum þessa
lands. Þessum manni er falið
að hefja áróður landssölulýðs-
ins, og valdi hann til þess einn
af hátíðardögum íslenzku þjóð-
arinnar, 31 des, 1948. Þann
dag var hinn einstæði nýárs-
boðskapur fluttur.
Ræða þessi, sem fræg mun
verða að endemum í íslenzkri
stjórnmálasögu, lýsir vel hinni
lúalegu aðferð, sem notuð er til
þess að æsa upp stríðsótta og
haturshyggju meðal þjóðar-
innar. Hún lýsir vel hugsana-
gangi þeirrar spilltu yfirstétt-
ar, sem stjórnar landi voru. Og
hún sýnir vel það pólitíska sið-
leysi, sem þessi leiðtogi Al-
þýðuflokksins er gæddur ísvo
ríkum mæli. Og vissulega væri
það hollt fyrir ákveðnustu
stuðningsmenn Stefáns
Jóhanns hér í bæ, að kynna
sér hin almennu hegningarlög
í sambandi við ræðu ráðherr-
ans.
1 kafla hinna almennu hegn-
ingarlaga, sem fjallar um land-
ráð, segir svo í 92. grein:
„Sömu refsingar (þ.e.
allt að 10 ára fangelsi)
skal hver sá sæta, sem
af ásetningi eða gáleysi
stofnar hlutleysisstöðu
íslenzka ríkisins í hættu,
aðstoðar erlent ríki við
skerðingu á hlutleysi
þess, eða brýtur bann,
sem ríkið hefur sett til
verndar hlutleysi sínu.“
Hvað segir svo þjóðin um
ráðherrann og hegningarlögin?
Er ræða ráðherrans brot á
ofanskráðri grein hegningar-
laganna, eða er hún það ekki?
Ég læt þjóðina dæma um það.
En eitt er víst, að ræða, sem
ætlað er að telja þjóðinni trú
um, að ævagamalt hlutleysi
sé „einskis virði,“ og sé aðeins
„óvitahjal,“ verður að teljast
vafasamur „nýjársboðskapur.“
Og ég spyr: Hver gæti haldið
slíka ræðu nema maður, sem
hefur glatað sinni þjóðfélags-
legu samvizku?
Það er ekki nóg fyrir Stefán
Jóhann að draga flokk sinn i
dans dollarakálfanna. Það, sem
snýr að íslenzkri verkalýðsstétt
verður raunasaga flokksins.
Það verður raunasaga mann-
legrar hnignunar, saga um
glataðar hugsjónir og siðferði-
lega spillingu!
Starf og gjörðir Alþýðu-
flokks Stefáns Jóhanns sam-
ræmist illa starfi og stefnu
hins gamla Alþýðuflokks, sem
barðist fyrir alla alþýðu gegn
forhertri auðs og yfirstétt, fyr-
ir aukinni hlutdeild fólksins i
gæðum lands vors og fyrir
dreifingu auðmagnsins lir
höndum braskaranna til hags-
bóta fyrir heikliria. En nú
hefur flokkurinn, sem kennir
sig við alþýðuna, forustu í
ríkisstjórn heildsala og stórat-
vinnurekenda. Ríkisstjórn, sem
telur eitt sitt höfuðverkefni að
berjast gegn verkalýðshreyf-
ingu landsins, en styður aftur-
haldssama og menningar-
snauða mjljónerastétt. Ríkis-
stjórn,s em með tveggja ára ó-
stjórn, hefur fært launþegum
120 milljón króna tollabyrði
samhliða minnkandi atvinnu.
Og ekki verður því gleymt, að
rikisstjórn Stefáns Jóh. Stefáns-
sonar lét það verða eitt sitt
fyrsta verk, að skera niður með
valdboði kaupgjaldsvísitöluna
um 28 stig, og lækkaði þar með
kaup launþega um 8—12%.
Þegar svikin rísa sem hæzt;
þá ber mest á hinum skipu-
lögðu blekkingum Alþýðu-
flokks Stefáns J. Stefánssonar,
og óhætt mun að fullyrða, að
óvíða beita sósíaldemokratar
sínu andlega siðleysi i jafn rik-
um mæli og hér á landi.
Reynt er að villa fólki sýn
og beitt lygum og fölsunum á
eðli Sósíalistaflokksins, kenn-
ingum hans og stefnu. Ekki er
sparað að þyrla upp moldviðri
ósanninda um einstaka menn
Sósíalistaflokksins og þeim gef-
in ýms sæmdarheiti, svo sem
„Leiguþý erlends hervalds“.
„föðurlandssvikarar“ og fleiri
slík, sem betur ættu heima
hjá Stefáns-Jóhanns-mönnum.
En þá er spurningin. Er Al-
þýðuflokk Stefáns Jóhauns
nauðsyn að beita sínum marg-
víslegu blekkingum gegn ís-
lenzkum sósíalistum?
Og svarið verður að athuguðu
máli, já. Af þeirri einföldu á-
stæðu, að svo herfilega aumur
er málstaður Alþýðuflokks
Stefáns Jóhanns eftir öll þau
kynstur af svikum við íslenzka
alþýðu hin seinni ár, að engu.m
alþýðumanni né konu mundi
nokkurn tíma koma til hugar
að ]já honum lið, ættu þau þess
kost að sjá hann sviptan þeim1
hjúpi blekkinga og hræsni, sem
hann er klæddur!
Margur maður hefur þó í
oftrú á mannlegt eðli ekki talið
óhugsanlegt, að flokkurinn
kynni að endurfæðast og taki
upp sina fyrri stefnu og gerist
sósíalískur á ný, og gangi til
samstarfs við sósíalista fyrir
framkvæmd sinna fyrri stefnu-
mála. Þetta má þó teljast ó-
huganlegt meðan menn á borð
við Stefán Jóhann stjórna
flokknum.
IJað bendir nú margt til þess,
að frjálslyndari menn flokks-
ins skilji þetta. Allt til þessa
árs hafa þeir fylgt „Alþýðu-
flokk“ Stefáns Jóhanns af gam-
alli tryggð og í trausti þess að
hann væri þrátt fyrir allt hinn
gamli Alþýðuflokkur. Sú trú
dvín nú óðum, og er að litlu
orðin, enda er nú mikill fjöldi
tryggustu og beztu manna
flokksins að segja skilið við
hann í mótmælaskyni við svik
Stefáns Jóhanns og kliku hans.
Það hefur litið borið á þvi.
að „Skaga“-kratarnir fyrirverði
sig fyrir foringja sinn, síður
en svo. Nú túlka þeir stjórnar-
stefnu „Stefáns“-manna mest,
og telja hana vera hámark alls
góðs í voru þjóðfélagi. Að vísu
hefur enginn ætlazt til neins
góðs af vissum krötum hér i
bæ, en sumir hafa ímyndað sér
að erfitt myndi fyrir Svein-
björn Oddsson, vegna sinnar
fortíðar sem verklýðsleiðtoga,
að þjóna hrunstjórn Stefáns
Jóhanns. En lengi skal mann-
inn reyna.
Það getur hefnt sín, og vissu-
lega orðið dýrkeypt, að gerast
svikari við öll sín fyrri stefnu-
mál og helgustu hugsjónir al
þýðunnar. Að vísu veitir það
stundarupphefð og jafnvel
nokkum frama, en eftir því
sem svikin rísa hærra, eftir
því mun fallið verða meira.
Það mun og verða reynsla
„Alþýðuflokks" Stefáns Jóh.
Stefánssonar. , *
V erkamaður.
á hafnar
0
1 bl. Framtak 27. jan s. 1.
er gefið í skyn, að of seint hafi
verið minnst á Lýsisgeymirinn
mikla i Teigavörinni, til þess,
að það gæti haft nokkra þýð-
ingu til úrbóta, eins og þá var
komið langt byggingu hans, er
málið bar á góma. En jafn-
framt má ráða í það, að tillit
myndi hafa verið tekið til á-
bendingar, ef hún hefði komið
fram svo fljótt, að hægt hefði
verið að sinna henni. Mig fýsir
því að sjá hvernig háttvirt
bæjarstjórn Akraness tekur
skoðun minni á eftirfarandi
málefni, því tæpast getur hún
talizt of seint fram komin.
Eins og síendur, fara flestar
fólksflutningabifreiðar, stórar
og smáar, og flest gangandi
fólk vestan úr bænum, niður á
Rárugötu og eftir henni að
hótelinu, en beygir þar austur
með húsum Haraldar Böðvars-
sonar & Co. og síðar Bjargs-
verzlun á Hafnarbrautinni, og
þar mætir það allri umferð af
Suðurgötunni og þeim þver-
götum er liggja að henni, og
fylgir svo straumnum fram á
Hafnargarðinn, til þess að
komast um borð i fólksflutn-
ingaskipin, á leið sinni til
Reykjavikur, eða annara staða
austan og sunnan Hvalfjarðar.
Sömu leið gengur eða ekur allt
það fólk, er að sunnan kemur
eftir því hverja það er að finna,
eða hvert ferðinni erheit ið.
öll stór flutningaskip leggj-
ast við Hafnargarðinn, ef þau
annars þora að króka inn fyrir
beygjuna og út að honum, og
öllum vörum er þar skipað
upp úr þeim, sem hingað eiga
að fara, eða um borð í þau.
eftir því hvort þau eru að sækja
vöru eða losa sig við hana. —
Hafnargarðurinn er því tíðast
þakinn bílum, smáum og stór
um, af stærstu gerð niður ?
smá-jeppa, svo tæpast er hægf
að þverfóta á hafnargarðinum.
svo ég viðhafi gamalt orðatil-
tæki, sem notað var fyrrum
við athugaverð og stórhættu-
leg þrengsli. Þetta mætti saml
kalla gott og blessað ef báta
flotinn lægi ekki jafnhliða við
hafnargarðinn, til að losa afl?
sinn og taka um borð þarfir
sínar. En þessutan er hafnar
garðurinn oft þakinn stærri eða
minni vélum, dínomóum, ýmis
konar geymum og alls konar
vörum, sem skipað er upp á
hann, og verða að bíða þar
eftir því að svigrúm og mann-
afli fáist til að koma þeim
þangað, sem þær eiga að fara
% sé alls ekki hvar fólki er
ætlað að ganga, eða bíða skips.
er af ýmsum ástæðum, jafn
vel alveg óviðráðanlegum, ekki
getur farið eða komið á áður
tilteknum áætlunartíma, sem
oft getur komið fyrir í vondri
tið. Fram að þessu hefir þetta
lánast slysalaust, af því að
flestir bílstjórar hér hafa að
undanförnu verið gætnir menn
sem stillt hafa keyrzlunni í
hóf eftir ástæðum. „En einu
sinni verður allt fyrst.“ Og
alltaf er ökuhraðinn að aukast
hér, eftir því sem aðkomandi
bílstjórum fjölgar, svo lítið
mun vanta á, að hann sé á
stundum orðinn jafn aðgæzlu-
verður eins og í sjálfri höfuð-
borginni, Reykjavík.
Bœjarstjórn hefir nú ráS-
gjört, að lengja nýju bryggj-
una, svokölluðu, sbr. Framtak
24. bebr. 1949. Ég tel því að
lengja ætti götuna Vitateig alla
leið niður að nýju-bryggjunni,
sem allra fyrst, því ekki munu
mörg ár líða frá því að téð
bryggja hefir verið lengd, þar
til öll fólksflutningaskip kjósa
heldur að leggjast að henni en
hafnargarðinum, með öllu því
bifreiða- og vörubílaþvargi, er
þar hlýtur að verða í náinni
framtíð, eða svo lengi, sem
allri umferð er stefnt þangað,
hvernig sem á stendur.
Þó ekkert tillit sé tekið til
fiskibátaflotans hér, sem þó er
af ráðamönnum Akraness tal-
inn vera lífæð bæjarins, ætti
að reyna að dreifa umferðinni
að höfninni á fleiri staði, vegna
slysahættunnar, og þess að á
stundum lenda bátar í horn-
reku aðstöðu við hafnargarð-
inn við uppskipun aflans til
stórbaga við sjósóknina, þegar
gefur daglega og hvað mestur
er afli. Það ætti því að taka
skarð í gegnum Teiginn, fyrir
innan þann stað, sem Minnis-
merki drukknaðra sjómanna
var ætlaður fyrrum á skipu-
lagsuppdrætti bæjarins, hvort
sem merkið á eftir að koma þar
nokkurn tíma eða ekki, svo
hægt væri að lengja Vitateigs-
götuna alla leið niður að nýju-
bryggjunni, svo gatan gæti
legið bein með Lýsisgeymin-
um að utan, því þar eru enn
sem komið er engin hús eða
mannvirki til baga, að undan-
skildu gamla Akurshúsinu, er
líklega gæti bagalaust staðið
þar sem það er, þar til það
væri endurbyggt i einhverri
mynd, og svo Hafnarverka-
mannahúsið, er færa mætti
dáhtið utar ef með þyrfti. —
Vitateigurinn ætti að liggja
þannig beinn yfir Akursbraut-
ina og væri þá fegursta og
þarfasta gata, sem til væri á
Akranesi að mínum dómi og
margra annara. Tvö minnis-
verð slys eru orðin við hafnar-
garðinn síðan byrjað var að
nota hann, og ætti það að geta
vakið menn til umhugsunar
um það, að slíkt komi ekki fyr-
ir aftur, því hafnargarðurinn
er byggður til að verja aðrar
bryggjur fyrir brimróti og
slysum, en ekki til þess að vera
sjálfur aðalbryggja, nema út
af neyð, á meðan bryggjur
vantar, og varnargarðurinn á
honum er ónýtur, alla leið
fram að síðasta keri, sem sett
var niður fyrir ofan beygjuna,
og ónýtastur er hann efst, þar
sem hann þyrfti að vera hæzt-
ur og traustastur. Skarðið væri
fljóttekið í Teiginn með jarð-
ýtu, er jafnframt flytti mold-
ina niður í lágina, sem hafnar-
Framhald á 4. síðu.