Dögun - 20.03.1949, Side 4
Hvenœr œtlar undirbúnings-
nefndin aS ÞjóSvarnafélags-
stofnuninni á Akranesi aS
skila störfum???
Sunnudagurinn 20. marz 1949
DÖGUN býSur ÞjóSvarnar-
mönnum aSstoS sína. Berj-
umst fyrir sjálfstæSi þjóSar-
innar.
Andvarp hins
deyjandi
íhaldsflokks
1 leiðara Framtaks 10. þ. m.
tekur íhaldsflokkurinn á Akra-
nesi fyrsta andvarpið, og or-
sökin er sú, hve vegur sósíal-
ismans er vaxandi og vöxtur
hans mikill. Þetta andvarp kom
okkur sósíalistum ekkert á ó-
vart, því fúnir stofnar hljóta að
falla, því fyrr því betra, en
hinu hefðu margir búizt við,
að flokkur sá mundi tóra þar
til landsölulið hans væri búið
að fá yfir sig hervernd Banda-
ríkjanna, því sá eini tilgangur
er sjáanlegur með hinu fyrir-
hugaða Atlantshafsbandalagi,
að ríkisstjórn Islands trevsti á
vernd Bandaríkjanna gegn
hruni hins grautfúna kapítal-
iska þjóðskipulags. Því vegur
sósíalismans er vaxandi, og
vöxtur hans mikill og fyrir
þessum staðreyndum skelfur
nú hið deyjandi íhald, spilandi
sína gatslitnu plötu — Rúss-
land — Stalin — og aðra slíka
áróðurstónlist, sem allir þekkja.
En þessi tónlist er þeim ekki
lengur til framdráttar, því fyrir
íslenzkri alþýðu er það óðum
að skýrast, að öll hennar fá-
tækt og öil hennar örbyrgð um
aldaraðir, er hinu rangsleitna
og ósanngjarna kapítaliska
þjóðskipulagi að kenna og þeg-
ar íslenzk alþýða hefur fundið
mátt sinn, standast ekki fúnir
kvistir fyrir mætti hennar, hún
mun rífa þá upp með rótum
þar til eftir verður aðeins gró
andi jörð hins vaxandi Sósial-
isma.
I niðurlagi áður nefndra
leiðara hins deyjandi íhalds-
flokks á Akranesi er spurt hvað
kommúnistar á Akranesi (eins
og tónlistin orðar það) mundu
gera ef Rússar færu í eltingar-
leik hér (orðalag Framtaks).
Rússar hafa enn sem komið er
ekki gefið neitt tilefni til ótta
við neinn eltingarleik, ekki far-
ið fram á neinn fermetra af
íslenzkri grund.
Við sósíalistar á Akranesi
munum óskiptir berjast gegn
erlendri ásælni, hvaðan sem
hún kemur, svo og þátttöku ís-
lands í hvers konar hernaðar-
bandalögum, hins vegar mun-
um við einnig berjast gegn
innlendum landsölulýð og
kvislingum, úr hvaða flokki,
sem þeir telja sig, og munum
aldrei óátalið láta gera Island
að blóðvelli hins siðspillta doll-
aravalds Bandaríkja Norður
Ameríku.
Auglýsið 5
DÖGUN
Flér með tilkynnist öllum þeim, er ætla sér að sækja
um byggingalóðir til bæjarins, að framvegis verður
engum leigulóðum úthlutað milli 1. april og 1. okt. ár
hvert, nema þeim lóðir sem kunna að vera ónytjaðar til
garðræktar á þessu timabili, eða að skriflegt samþykki
þess aðila, er þær hefur á leigu til garðræktar, liggi fyrir.
Samkvæmt þessu er frestur til að sækja um leigulóðir
til húsabygginga á komandi sumri útrunninn þann 1.
apríl n. k.
Akranesi, 15. febrúar 1949.
Bœjarstjórinn á Akranesi,
(Juðlaugur Einarssou.
s.--------------------------------------------------
— Svikaferill Alþýðu
flokksins
Nlþýðublaðið er látið svívirða
iigurbjörn Einarsson, fyrrver-
mdi frambjóðanda þeirra, og
marga fleiri af forystumönnum
Alþýðuf lokksins.
Enn á ný hefur forysta krat-
anna verið köllun til þjónustu
fyrir hið ameríska stríðsgróða-
vald, til þess að vera eins konar
þurka stórgróðabraskaranna.
sem hægt væri að þurrka í ráð-
stafanir til árása á réttindi
fólksins.
Stefán Jóhann Stefánsson
hélt nýlega ræðu í Stúdenta-
félagi Islendinga í Kaup-
mannahöfn. Þar lýsti forsætis-
ráðherrann yfir, að hann
myndi berjast fyrir því, að ís
lendingar gerðust aðilar að
hernaðarbandalagi Vesturveld-
anna, ef bandalagið legði Is-
lendingum ekkicZZí of þungar
byrðar á herðar. Með öðrum
orðum, þungar mega byrðarn-
ar og skyldurnar vera að áliti
Stefáns, sem Islendingar taka
á sig, til þess að móðga ekki
vini sína um of.
Með myndun núverandi rík-
isstjórnar,fullkom naði Al-
þýðuflokkurinn endanlega
snúning sinn, að hafa byrjað
sem flokkur alþýðunnar, en
hafnað síðan i feni afturhalds-
aflanna.
Er ekki von, þegar verk ríkis-
stjórnar Stefáns Jóh. Stefáns-
sonar eru athuguð, með tilliti
hagsmuna íslenzkrar alþýðu,
að alþýðuflokksmönnum hrjóti
þessi spurning af vörum:
Ffver er stefna Alþýðu-
flokksins i ríkisstjórninni, og
hvar vottar fyrir stefnu al-
þýðunnar í gerðum ríkisstjórn-
arinnar?
Sú ríkisstjórn, sem nú hefur
setið að völdum i tvö ár, er
ekki fulltrúi íslenzkrar alþýðu,
hún hefur fyrst og fremst
gengið erinda þeirra, er einskis
skyrrast til að tryggja hags-
muni sína og yfirráðaaðstöðu
á kostnað alþýðunnar í land-
K.
— Þrengslin á hafnar-
garðinum
verkamannaskýlið stendur í,
og kæmi moldin þar í góðar
þarfir til uppfyllingar. Þó báta-
flotanum sé lagt við nýju-
bryggjuna að innan, í vondri
tíð, eða þegar ekki er sóttúr
sjór, einhverra orsaka vegna,
ættu fólksflutningaskipin að
geta lagzt við bryggjuna að
utan, þegar beygjan er komin
við hafnargarðinn fullhá, eins
og henni er ætlað að verða, og
yrði því þessi bryggja marg-
falt hættuminni-fyrir gangandi
fólk og fólksflutningabila held-
ur en hafnargarðurinn, og
jafnframt drægi hún rtr slysa-
hættunni á honum, þar sem
fólksstrauminum væri þá skipt
á milli þessara tilgreindu staða.
Þetta tel ég að háttvirt bæjar-
stjórn þyrfti að athuga, áður
en búið er að eyðileggja nefnt
götustæði að nýju-bryggjunni,
með húsabyggingum, eða
mannvirkjum, sem alveg eins
vel mætti setja niður á öðrum
stöðum.
Af því að nýstofnuðu blöðin
„Skaginn“ og „Framtak" hafa
að sögn, svo miklu úr að moða
af greinum tii birtingar, vil ég
biðja blaðið „Dögun“ að birta
grein þessa í næsta blaði sínu,
en þar með er samt ekki víst
að ég sendi henni greinar eftir-
leiðis, því ég er Framsóknar-
maður, en alls ekki „kommún
isti“ þó sumir vilji heiðra mig
með því, og það ætla ég mér
að vera á meðan líf endist. Ég
er eindreginn Islendingur og
vil ekki sleikjuhátt við neinar
þjóðir eða neinna þjóða hersetu
hér á friðartímum.
Virðingarfyllst.
Hallbj. E. Oddsson.
DögUll býður þjóðvarnar-
mönnum á Akranesi rúm í
blaðinu fyrir greinar um sjálf
stæðismál þjóðarinnar.
Bókmenntafélagið
MÁL OG MENNING
Á árinu sem er að líða, eru félagsmönn-
um látnar í té fyrir aðeins
— 50 KIiÓXA ÁKGJALD —
eftirtaldar úrvals’1j£3kur:
1. Svertmgjadrenguriiin,
eftir Richard Wright.
2. Endurminningar,
eftir Martin Andersen Nexö.
3. Lengi man til lítilla stunda,
eftir Eyjólf Guðmundsson frá Hvoli.
Áður út komið eftir sama höfund:
Pabbi og Mamma og Afi og Amma.
4. Tímarit Máls og Menningar,
1., 2. cg 3. hefti. Efni: Sögur, ljóð og
ritgerðir eftir kunna íslenzka höfunda.
Félagsmenn, síðustu bækur fyrra árs
voru að koma. Vitjið þeirra sem fyrst.
Nýjir félagsmenn geta fengið eldri fé-
lagsbækur með hinu upphaflega lága
verði.
IJmboð MÁLS OG MENNINGAR á Akranesi:
HALLDÓR ÞORSTEINSSON,
Sunnubraut 22 —- Sími 174.
ÞJÓÐVILJINN
er blað stjórnarandstöðunnar á íslandi.
Hver sá, er vill fylgjast með íslenzkum
stjórnmálum, verður því að lesa hann.
Kaupendur ÞJÓÐVILJANS á Akranesi,
sem ekki fá blaðið skilvíslega sent til sín,
gjöri svo vel og tilkynni það afgreiðslunni
Afgreiðsla Þjóðviljans er hjá
HALLDÓRI BACKMANN,
Skagabraut 5.
Sósíalistar!
Frá Bókastöð Réttar getið þið eignast
ódýrar bækur og fræðslurit um sósíal-
isma. — Afgreiðslumaður bókanna er
KRISTMUNDUR ÓLAFSSON,
Bjarkagrund 7, sími 300.
Þeir, sem hefðu í huga að láta stilla píanó sín,
eru vinsamlega beðnir að hringja í síma 300
eftir nánari upplýsingum.
mu.