Þingey - 19.12.1945, Blaðsíða 6
8
ÞINGEY
Húsavík, 19. desember 1945
SÖGUSAFN ÞINGEYJAR I.
JOHAN BOJER:
FEIMNI
ÁSMUNDUR JÓNSSON íslenzkaði. ;
(Niðurl.). !;
Var kallað frá bænum? — Hann kepptist við sláttinn, en lenti
með ljáinn í steini, síðan í þúfu. Hann bölvaði klaufaskapnum, ;
brýndi aftur og hélt áfram að slá, þangað til svitinn lak af hon-!
um. Hann heyrði, að vagn ók eftir veginum, en leit ekki upp.
Hann skynjaði allt óljóst í kringum sig, — lognsléttann fjörðinn;
og skip með slapandi segl, fjöruna þar sem net héngu til þerris!
og litlar bárur gældu við fjörusandinn.
Hana! — Þarna datt stærðar skarð í ljáinn, — og enginn til
þess að snúa steininum, þar sem konln var komin í rúmið. —!
Það má nú segja, að sjaldan er ein báran stök, hann gat alveg
eins hætt og farið heim. !
Þarna kom það! — Lítill telpuhnokki kom hlaupandi í áttina!
til hans. Hann barðist um á hæl og hnakka með ljáinn eins og
óður maður. Telpuhnokkinn var lafmóð og ljósir lokkarnir þyrl-
! uðust um andlit hennar. Hún hélt sig í öruggri fjarlægð, en stam-!
aði þó út úr sér, að pabbi mætti til með að koma heim, því að
mamma, — mamma væri svo voðalega veik. Nú. — Það var;
ekki um annað að gera en að hætta við sláttinn. Hann var hvort!
sem var á hraðri leið á hreppinn.
Jóhann þurrkaði sér í framan, brá ljánum á öxlina og gekk
hægt heim að bænum. Hann var þungur á svip, og engum gat !;
dottið í hug, að með sjálfum sér ásakaði hann sig harðlega. Var
það líka nokkuð vit, að fara að slá, þegar konan hans lá á bana-
sæng? — Mest af öllu langaði hann til að hafa verið inni hjá!
henni allan tímann og hlynna að henni, en það voru nú ekki allir,
sem höfðu einurð í sér til slíkra hluta.
Inni í baðstofunni lá konan og smákveinkaði sér. Börnin stóðu
í hnapp og störðu á hana galopnum augum með fingurna upp í
sér. Móðirin horfði á þau, og leit síðan undan. Það var svo margt, ■
sem þurfti að gera, bæði utan húss og innan, — sinna um börnin,
sjóða matinn, þvo þvottinn, raka ljána og mjólka kúna. — Og nú
lá hún í rúminu. „Flýttu þér að sækja hjálp,“ stundi hún, þegar
Jóhann kom inn.
Eitt barnið var senl til nágrannakonunnar, en Jóhann fór að
hafa fataskipti.
„Ósköp ætlarðu að vera fínn,“ stundi konan milli fæðinga-!
hríðanna. „Þú ert þó líklega ekki að hugsa um að sækja ljós-'
móðurina? Við verðum að bjargast við Bertínu gömlu hér eftir
eins og hingað til.“ !
j Já, — Jóhann var henni sammála í því. Þau höfðu ekki efni
i-á því að ausa fé í lærða ljósmóður, sagði hann og fór að raka sig.
! Loksins lagði hann af stað með staf í annarri hendinni, en!
poka undir hinni, — hann var lúpulegur eins og barinn hundur.
Ef hann mætti einhverjum, sem spurðu hann, hvert hann væri að
fara, þá svaraði hann þeim snúðugt út í hött. !
Meðfram veginum voru mörg kot á báðar hendur, en lengra
í burtu var Lindegaard.
Við hliðið heim að kotinu hjá Bertínu staðnæmdist hann and- j
artak. Jú, — það varð ekki borið á móti því, að hún Bertína'
gamla læknaði bæði menn og skepnur, — en hún var nú samt
ekki útlærð Ijósmóðir. Og þati voru á hraðri leið á hreppinn!
hvort sem var. Jóhann hélt áfram. Hún Sigríður var nú líka kom-
; in af hraustasta skeiðinu og farin að þreytast. Það var réttast að
fá þá beztu hjálp, sem hægt var, því að ef það færi illa, og Bert-j
ína gamla hefði hjálpað henni, þá mundi hann aldrei framar
líta glaðan dag.
! Hann kom við á Lindegaard, og fékk lánaðann hest og kerru,!
og hann eldroðnaði af feimni, þegar hann ók í kerru um sveit-'
ina eins og hver annar höíðingi. ;
Ljósmóðirin var ævinlega kölluð frú, og bjó í litlu, snotru!
húsi nálægt sveitarbúðinni. Þegar hún sá einhvern koma akandi !
eftir veginum, tók hún betri kjólinn og hafði hann tilbúinn, —
ef vagninn staðnæmdist við hliðið, tók hún til verkfæri í litla!
handtösku, en þegar viðkomandi kom inn, sat hún í ruggustóln- j
um og prjónaði, eins og ekkert væri um að vera.
Jóhann Skaret fyllti upp í dyrnar, þegar hann kom inn. Hann
tók hattkúfinn ofan, stamaði út úr sér kveðju, en var lengi að
bisa við að koma hurðinni aftur. Stofan snerist fyrir augunum;
á honum, því að hanu var kominn til höfðingja, en sjálfur var
hann minna en ekki neitt.
Llvernig í dauðanum átti hann að koma sér að því, að heimta;
að þessi fína frú þarna færi heirn í koíagrenið með sér?
„Gjörið þér svo vel og fáið yður sæti, Jóhann,“ sagði ljósmóð-
irin, sem þekkti hvern mann í sveitinni með nafni. (
„Þakka yður fyrir, — ég — ég verð líklega að setjast,“ stam-
aði Jóhann og kom auga á stól alveg fram við dyr, og hneig niður
á hann.
„Það er blessuð veðurblíðan núna,“ sagði ljósmóðirin, og gaf
honum auga um leið og hún ruggaði sér og hélt áfram að prjóna.
„Já, það má nú segja,“ svaraði Jóhann. Hann fann sér tréflís;
á gólfinu og velti henni ráðleysislega á milli gómanna. „Það er
alveg einstök heyskapartíð.“
En nú fór veggklukka í feikna fínum maghonykassa að slá,;
og Jóhanni var lífsins ómögulegt að stynja upp erindinu.
„Hvernig líður heima hjá ykkur?“ spurði frúin. Hún var að
reyna að koma honum á stað. ;
„0 — ágætlega, þakka yður fyrir,“ svaraði Jóhann og laut
áfram. „Þegar maður heldur heilsu og kröftum, þá ferst manni
ekki að kvarta.“
Síðan varð þögn. — Hvað ætli maðurinn vilji eiginlega, þar.j.
sem hann fer sér svona rólega, hugsaði Ijósmóðirin. Flestir eigin-
menn komu æðandi með brauki og bramli, og heimtuðu að hún
kæmi á stundinni. ;
Hún reyndi fyrir sér. „Konunni yðar líður vonandi vel?“
spurði hún.
„Jú, — ja — jájá,“ svaraði hann. Henni Sigríði leið ágæt-
lega, — það var ekki hægt að segja annað. ;
Hann kófsvitnaði. Llann strauk hendinni yfir ennið, og lang-!
aði mest til að hleypa í sig illsku, og skammast yfir því hvað allt
væri hér fínt, — hann gæti ekki stunið upp erindinu fyrir því.;
Annars langaði hann líka til að leggja á flótta, —- eða fara aðj
gráta.
Ljósmóðirin herti sig við prjónana og ruggaði sér hraðar og;
hraðar. Þögnin var að verða óþolandi. Hvað gat maðurinn viljað!
henni?
„Hvað eigið þið Sigríður mörg börn?“ spurði hún. !
„0 — þau eru nú orðin mörg, —- átta minnir mig. Það þarf
bæði fæði og klæði á slíkan hóp.“
„Já, — en látið þið nú ekki sitja við þessi átta?“
„Ja, það virðist nú svo sem meira en nóg,“ svaraði Jóhann og!
bull-svitnaði, því að hann var sannfærður um, að ljósmóðirin
mundi hundskamma sig, ef hann nefndi það níunda á nafn. ;
„Viljið þér ekki kaffisopa, Jóhann?“ spurði hún loksins, til
að slá einhvern botn í samtalið.
_! Nei, — nei. kærar þakkir, en Jóhann mátti ekki vera að j*ví
! að bíða eftir kaffi. Hann átti nú bara leið hérna fram hjá, — og
— já, og þess vegna leit hann bara inn, svona hinsegin.
Jóhanni var nú orðið ljóst, að hann mundi aldrei fá kjark til
! að stynja upp erindinu. Hann stóð því á fætur, og ákvað að sækja
Bertínu gömln.
; „Verið þér nú sælar,“ sagði hann, „og þakka yður kærlega;
! fyrir góðgerðirnar.“ !
„Það er nú lítið að þakka,“ svaraði Ijósmóðirin og gapti af
undrun þegar hann setti upp hattinn og fór út. En hún hefði þurft
að vera bæði blind og heyrnarlaus, til að sjá ekki, að maðurinn
hafði eitthvað á samvizkunni.
; Jóhann gekk hægt út úr húsinu og að girðingunni, leysti hest-;
!;inn og sneri kerrunni við, og var í þann veginn að stíga upp í
hana, þegar ljósmóðirin kom út.
; „Heyrið þér nú, Jóhann, — getur það ekki hugsast, að konan
! yðar þarfnist hjálpar minnar?“
j Jóhann Skaret hélt taumunum í annarri hendinni, — með1
hinni klóraði hann sér í hnakkanum.
! „Ja, — hann vissi nú ekki nema, — hún Sigríður lá nefnilega!
í rúminu með háhljóðum, þegar hann fór að heirnan. — Hann
þorði ekki að líta framan í ljósmóðurina.
! „En guð komi til, — hvers vegna sögðuð þér þetta elcki strax,
! maður?“ hrópaði ljósmóðirin, og hljóp af stað inn í húsið til að
útbúa sig. ;
! En þá fékk Jóhann aftur málið. „Nei, nei, nei,“ sagði hann á-!