Stúdentablað lýðræðisjafnaðarmanna - 15.10.1943, Qupperneq 1
1. tölublctð 1. árgangs
outóber 1943
5túðentablað
lýdræðisjafnaðarmanna
Helgi Þóparlnsson stnd. jur.
Alþýðuflokksfélag háskólastúdenta
er stofnað 24. okt. 1940. Haustið áð-
ur höfðu nokkrir stúdentar, sem
fylgdu Alþýðuflokknum að málum,
sagt sig úr Félagi róttækra stúdenta,
og mun ágreiningur út af Finnlands-
málunum hafa valdið því að nokkru
leyti, þótt það væri á hinn bóginn
eðlileg afleiðing þess, að framsókn-
armenn höfðu þá áður slitið tengsl-
um við það sama félag og stofnað
sitt eigið félag, er þeir nefndu Félag
frjálslyndra stúdenta. Aðstaða þeirra
stúdenta innan félagsins, sem fylgdu
Alþýðuflokknum, versnaði auðvitað
stórum við það, að framsóknarmenn
gengu úr Félagi róttækra, því að
sócíalistar urðu við það í miklum
meiri hluta þar og réðu einir öllu um
mál félagsins. Það var þvi ofur
eðlilegt, að Alþýðuflokksstúdentar
stofnuðu sitt eigið félag, þar sem
klofningur var einu sinni kominn í
lið vinstri stúdenta, þótt þeir annars
óskuðu sízt eftir slíkum klofningi.
Það virðist margra hluta vegna
æskilegast, að vinstri sinnaðir stúd-
entar stæðu saman í einu félagi, og
það ætti að vera mjög auðvelt, ef það
Alþýðuflokksfélag háskóla-
stúdenta og vinstri samvinna
félag væri ekki á nokkurn hátt bund-
ið neinum sérstökum stjómmála-
flokki, heldur léti sig eingöngu hags-
munamál stúdenta skipta.
Fyrsta stjórn Alþýðuflokksfélags
háskólastúdenta var skipuð þeim:
Friðfinni Ólafssyni, stud. oecon.,
Bjarna Vilhjálmssyni, stud. mag. og
Birni Þorbjarnarsyni, stud. med.
Við stúdentaráðskosningar 1941
var fél. í kosningabandalagi við Fé-
lag róttækra stúdenta. 1942 stóðu
öll þrjú félögin saman að einum
lista sem þau og gera nú við kosning-
ar þær, er framundan eru. Við stúd-
entaráðskosningarnar 1941 fékk fé-
lagið öruggt sæ'ti á sameiginlegum
lista með Félagi róttækra stúdenta
og kom þá að einum manni i stúdenta-
ráð. Siðastliðið ár átti það engan
mann í stúdentaráði, en nú á það aft-
ur á móti öruggt sæti á hinum sam-
eiginlega lista.
Það er ekki af því, að félagið hafi
ekki haft tök á því að stilla upp eig-
in lista við síðustu kosningar og þær,
er í hönd fara, að það hefir verið í
bandalagi við hin félögin, og í fyrra
með mjög litla von um að koma
manni að, sem og varð ekki. heldur
af því að það álítur samstarf vinstri
sinnaðra stúdenta mjög mikilsvert
og er reiðubúið að fórna nokkru fyr-
ir að það megi takast, sem og kom
greinilega fram við síðustu kosning-
ar.
Þetta er í fyrsta sinni, sem félag-
ið gefur út blað, og er vonandi, að
það geti haldið áfram að gefa það út
við og við. Það var mikill skaði, að
Nýja stúdentablaðið skyldi hætta að
koma út. Það var ávallt mjög öflugt
málgagn allra frjálslyndra og vinstri
sinnaðra stúdenta. Það væri ákaflega
mikilsvert að hægt væri að hefja
útgáfu þess á ný í svipuðum anda og
það var, er það var upp á sitt bezta.
Slikt mætti eflaust takast, ef örugg-
ur vilji væri fyrir hendi hjá hinum
þremur vinstri félögum. Rúmi blaðs-
ing þyrfti að vera skipt að jöfnu milli
félaganna og ritstjórn þess skipuð
einum manni frá hverju félagi. Þetta
ætti ekki að vera miklum vand-
kvæðum bundið, þar sem allir stúd-
entar hafa hingað til getað staðið
saman að útgáfu stúdentablaðs 1.
desember ár hvert.
Það gæti orðið mikill styrkur hin-
um vinstri öflum í Háskólanum að
eiga eins öflugt blað og Nýja stúd-
entablaðið var á sínum tíma. Það er
vissulega áhrifameira að gefa þannig
út eitt sterkt blað heldur en mörg og
hvert um sig fremur veikt, auk þess
sem mjög er erfitt, fjárhagsins
vegna, fyrir hvert félag um sig að
halda úti bla>: