Mannbjörg - 15.06.1946, Page 5

Mannbjörg - 15.06.1946, Page 5
MANNBJÖRG 5 Sveinn Sæmundsson, yfirlögregluþjónn: \okkur ord um Þess héfur verið farið á leit við mig, að ég skrif- aði greinarkorn um áfengismálin. Ég tel rétt að verða við þeirri beiðni, þó að mér hinsvegar sé Ijóst, að ég get fátt upplýst í þeim málum, sem almenn- ingi er ekki að meira eða minna leyti kunnugt um áður, því að svo herjar nú Bakkus konungur land vort, hin síðustu árin, og munu þeir fáir, sem ekki liafa einhverjar búsifjar lilotið af hermönnum hans. Þau eru mörg vandamálin, sem bíða þjóðar vorr- ar, í ár og næstu ár, og veltur þar á miklu á hvern veg skipast. Þó mun það mála sannast, að hagur og heill þjóðarinnar í bráð og lengd er ekki eins bundinn við úrlausn nokkurs eins máls, sem áfengis- málsins. Undanfarin ár hefur vínneyzla manna og drykkjuskapur farið ört vaxandi, og ber eflaust margt til. Tímarnir, sem við lifum á, eru tímar um- róts og byltinga. Það sem afa okkar og ömmu var heilagt, er ef til vill hversdagslegt eða einskisvert fyrir okkur. Almenningsálitið hefur breyzt mjög, sérstaklega hvað allar siðgæðishugmyndir snertir. Peningamagn er meira en nokkru sinni áður. Því fylgir aukin og margfölduð eyðsla. Sparnaður fer minnkandi og þeim ungum mönnum fækkandi, sem spara saman fé og leggja fyrir. Þetta er eðlilegt og ekki annað en þekkt lögmál. Eftir því sem hæg- ara er að afla fjármunanna, eru þeir eigandanum minna virði og fljóteyddari og verða óhjákvæmilega að eyðslueyri fyrir lítilsverðar skemmtanir og nautnameðöl. Verðið á gulli í heiminum miðast við það, hvað kostar að vinna það úr jörðu, og svo er með alian gjaldmiðil og önnur verðmæti. Það er því ekki nema eðlilegt, að þegar lítt þroskaður æskumaður fær allt í einu gnægð peninga í hend- urnar, án þeirrar fyrirhafnar, sem okkar harða nátt- úra er annars vön að miðla okkur, þá verði um leið fyrirhyggjan fyrir morgundeginum minni. í þessum mánuði heldur íslenzka þjóðin upp á tveggja ára fullveldisafmæli sitt. Þjóðin hefur séð margra alda draum sinn rætast og orðið frjáls og fullvalda þjóð. Bak við fullveldisviðurkenninguna iiggja mikil átök og margar eru þær fórnir, sem færðar hafa verið, áður en sjálfstæðisdraumur þjóðarinnar varð að veruleika. Islenzka þjóðin hefur ekki barizt með vopnum, eins og sumar þær þjóðir, sem sagan getur um og endurheimt hafa frelsi sitt, eftir lengri eða skemmri kúgun, en þvi meir hefur reynt á manngildi hvers einstaklings. Að vísu er oss Ijóst, að lokasporið hefðum vér ekki stigið á því ári, hefðum vér ekki sýnt það gegn um aldaraðirnar, að þjóðarstofninn er gæddur þeim eiginleikum karlmennsku og framsækni, sem sumar stærri þjóðirnar munu öfunda okkur af og líta upp til. Að sjálfsögðu trúum við því og treystum, að þær þjóðardyggðir, sem hafa gert okkur kleift að vernda þjóðerni vort og sjálfstæðisþrá í gegn um aídaþrengingar og að lokum skilað oss fullu frelsi og sjálfstæði, munu ékki yfirgefa oss, heldur vaxa og þroskast, svo vér fáum skipað með fullum sóma þann sess, sem oss her meðal annarra þjóða í fram- tíðinni. Þó eru þær blikur á lofti, sem vel mega verða þess valdandi, að braut vor í framtíðinni verði ekki eins greið og vér höfðum ástæðu til að halda og lokatakmark vort í sjálfstæðisbaráttunni gaf fyrirheit um. Vér rnegum ekki gleyma því, að landið okkar er fámennt og enn lítt numið og lífskjörin að mörgu leyti erfið, og veltur því framtíð vor sem þjóðar á því, að hver einstaklingur nái sem fylst- um þroska, verði „vaskur maður og batnandi“, og setji hag þjóðarinnar skör hærra ímynduðum stund- arhagsmunum og löngunum. Hvemig hefur nú þjóðin sjálf, alþingi og ríkis- stjórn, búið aö sjálfstæði voru þau tæp tvö ár, sem liðin eru, og hvað hefur verið gert til að auka manndóm einstaklinganna og skapa æskunni betri vaxíarskilyrði? Óneitanlega hefur margt verið gert, og fleira er í undirbúningi, en á meðan áfengis- neyzlan vex eins ört og raun hefur á orðið, er þjóðin ekki á framfara vegi. Sala áfengisverzlunar ríkisins á mann hefir, miS- aS viS 100% vínanda, numið: 1935 lítr. 0.905 1936 — 0.916 1937 — 0.957 1938 — 0.841 1939 — 0.838 1940 — 0.830 1941 — 0.566 1942 — 0.630 1943 — 1.330 1944 — 1.574 1945 — 1.686 I brennivíni og öðrum sterkum drykkjum er ca. 41% vínandi. I október 1940 hófst skömmtun. I ágúst 1941 er áfengissölu hætt. — Um áramót 1941—1942 er tekið að veita undanþágur um kaup á léttum vín- um og síðar sterkum drykkjum, þegar komið var fram á mitt ár 1942. Hinn 1. sept. 1945 var tekin upp frjáls sala áfengis. Brúttó-sala áfengis nam: Kr. 3.733.743.00 árið 1939 — 5.045.839.00 — 1940 — 3.481.650.00 — 1941 — 8.084.473.00 — 1942 — 22.049.784.00 — 1943 — 36.770.158.00 — 1944 — 40.152.284.00 — 1945 Ofangreindar tölur eru samkvæmt upplýsing- um forstjóra áfengisverzlunarinnar. Eins og sjá iná af ofangreindu hefur áfengis- salan farið ört hækkandi síðustu árin, og útlit er fyrir að salan í ár verði nokkru hærri en síðastliðið ár, að minnsta kosti er salan fimm fyrstu mánuði ársins að mun hærri en á sama tíma í fyrra. Því hefur oft verið haldið fram, að áfengis- neyzlan hafi raunverulega lítið aukizt, það sé einungis verðið á vínunum, sem hafi hækkað svona gífurlega. Eins og taflan sýnir, er þetta fjarri sanni. Sé tekið meðaltal af fimm síðustu árum fvrir stríð, hefur aukningin orðið um 80%, miðað við árið 1945. Það er mörgurn áhyggjuefni, að gróði ríkisins af áfengissölunni skipar með ári hverju meira rúm í ríkistekjunum, og þar sem þarfir ríkissjóðs virð- ast vaxa með ári hverju og aðrir tekjustofnar not- aðir til hins ýtrasta, má búast við að Alþingi og ríkisstjórn muni ekki óðfús á að draga úr áfengis- sölunni, á meðan kaupgeta þjóðarinnar og eftir- spurn eftir víninu er eins og hún nú er. En um það atriði munum vér vera sammála, að blik- ur nokkrar eru á framtíðarhimni þeirrar þjóðar, sem byggir að verulegu leyti greiðslugetu ríkissjóðs síns á vaxandi áfengissölu til þegnanna. Islenzka ríkið hefur að vísu á þennan hátt fengið stórar fjárhæðir til hinna ýmsu þarfa sinna, og skal ekki dregið í efa, að því fé hefur verið varið til nytsamlegra hluta. Næst liggur því fyrir að at. huga, hvað þjóðin sjálf, einstaklingarnir, sem lagt hafa féð af mörkum, hafa orðið að láta af hendi um leið og féð var talið fram. Það er skoðun þeirra, sem kynnt hafa sér þessi mál, og styðst það við álit manna, sem neyta víns að nokkru ráði, að peningar þeir, sem í hvert skipti fara til vínkaupanna, séu aukaatriði á móti allri þeirri sóun annarra verðmæta, sem óhjákvæmi- lcga fylgja áfengiskaupunum. Það, sem á við ein- staklingana, á einnig við um þjóðarheildina í rétt- um hlutföllum. Ég efa því ekki, að þjóðinni hefði verið beíra að greiða það fé, sem áfengisverzlunin hefur gefið ríkissjóði, á annan hátt. Auk þess hefðu þau verðmæti, sem skapast hafa með hjálp þess fjár, þá orðið notadrýgri. Ég vil nú lauslega minnast á nokkur þau atriði, er sýna hina miklu sóun andlegra og efnalegra verðmæta, sem alltaf er samfara áfengisnautn og aldrei verður með tölum talin, en henni ber fyrst I og fremst að gefa gaum, þegar rætt er um eyðslu þjóðarinnar í sambandi við áfengiskaup. Um þessa sóun þjóðarinnar liggja engar opin- berar skýrslur fyrir, en einstök dæmi blasa við hverjum og einum og mörg þeirra svo átakanleg og örlagarík, að ekki ætti frekar að þurfa vitnanna við. Sökum starfs míns liefi ég meiri og oft nánari kynni af þessum málum en margir aðrir, og vil ég því hér á eftir minnast á nokkur þeirra. Þó skal ég taka það fram, að ég mun ekki ræða um þann þátt, sem áfengisnautnin á í því að kippa úr andlegum og líkamlegum þroska þeirra unglinga, sem neyta áfengis, eða á þann þátt, sem áfengið á í því að greiða götu ýmissa sjúkdóma með því að draga úr mótstöðuafli líkamans og veikja hann. Þá mun ég ekki tala um þá úrkynjun, sem hætt er við að verði samfara ofnautn áfengis. Um þessi atriði er auðvelt að benda á ummæli merkra manna, sem sérstaklega hafa rannsakað þau með hjálp nú- tíma tækni. Hinu verður ekki neitað, að áfengisnautn á bein- an þátt í dauða margra manna hér á landi á ári hverju. Á ég þar við allskonar slys, sem óumþrætt verða af völdum áfengisnautnar. Og sé svo bætt við þá tölu öllum þeim mörgu mönnum, sem ( áfengið seigdrepur, þá mætti segja mér, að önnur dánarorsök væri ekki hærri hér á landi. Hitt er annað mál, að opinberlega er ekki mikið sagt um hvert einstakt tilfelli. Bæði er það, að það er komið sem komið er, og sorgir aðstandenda og annarra vandamanna eru oft ærið þungar fyrir, þó ekki bæt- ist ofan á að dagblöðini segi frá atvikum og ræði um á ýmsan og ólíkan hátt. í þessu sambandi vil ég birta eftirfarandi kafla, sem prófessor Níels Dungal hefur góðfúslega látið mér í té og leyft mér að birta: „Ef mikils er neytt af áfengi að staðaldri, eink- um af sterkum drykkjum, eins og brennivíni, hefur það skaðleg áhrif á lifrina, svo að óeðlilega mikil fita safnast á hana. Á síðastliðnum vetri kom það fyrir þrjá menn hér í Reykjavík, að þeir neyttu svo mikils áfengis um langt skeið, að þeir drukku sig bókstaflega í hel. Við krufningu fannst lifur þeirra allra bókstaflega eyðilögð af fitu, sem safnast hafði fyrir í svo stórum stíl, að lifrarvefurinn var óstarfhæfur. Slíkur dauðdagi er það sjaldgæfur erlendis, að nýlega birtist ritgerð í einu þekktasta læknatími- riti Bandaríkjanna, þar sem lýst var 6 slíkum til- fellum, þar af einu í vetur, frá borg, sem er 10 sinnum stærri en Reykjavík og virðist hafa þótt viðburður þar“. Það er orðinn stór hópur manna hér í Reykja- vík, sem ekki er annað sjáanlegt en orðið hafi áfengisnautninni að bráð. Allir Reykvíkingar þekkja fleiri eða færri af þessum mönnum og vita að meðal þeirra er víða um góðar gáfur og annað atgerfi að ræða. Sumir þessara manna eru raun- verulega reköld, sem hrekjast um, heimilislausir, klæðlitlir og matarlitlir og öll þeirra hugsun og athafnir snúast um það eitt að ná í áfangi. Þá vant- ar ekki framtakið. Þó að nóg sé af áfenginu, mætti halda að skortur væri á gjaldmiðlinum, en það er eins og þessir menn hafi alltaf einhver ráð, beg- ar um útvegun áfengis er að ræða. Þar er eklci of sagt að þessa menn leggur áfengisnautnin í gröf. ina fyrir aldur fram, jafnvel þó eitthvað annaö kunni að standa á dánarvottorðinu. Sumir þessara manna eiga fyrir fjölskyldu að sjá og jafnvel þó að framfærslunefndin sjái um að frumstæðustu þörfum fjölskyldunnar sé full- nægt, má þó nærri geta að mikið vantar á að vel sé, þegar til uppeldis barnanna kemur. Það er vitað, að hópur þeirra manna, sem ég hefi nú íítiilega lýst, hefnr stórum aukist síðustu árin, að minnsía kosti hér í Reykjavík, og það sem út yfir tekur, er sú staðreynd, að það eru ungu mennirnir, æskumenn vorir, sem sjá um þá aukningu. Á kreppuárunum var atvinnuleysinu kennt um flest það, sem aflaga fór, og það með réttu. Það er því alvarlegt umhugsunarefni, að þegar tímarn- ir batna og atvinnan eykst, skuli áfengisnautnin ná að taka stóran hóp af æskumönnum vorura þeim heljartökum aö segja má, að hin meðfædda athafna og framfaraþrá æskunnar sé drepin í dróma. I stað skapandi og staríandi manna, er þjóð- félag vort þarfnast nú frekar en nokkru sinni áður, verða hér í framtíðinni, ef ekki er breyít um stefnu, vaxandi hópar þeirra manna, sem í Reykjavík hafa verið nefndir „rónar“. Undanfarin ár hefur þjóð vor misst marga uuga og dugandi mcnn í hafið. Idin stærri sjóslys hafa valdið þjioarsorg og það að vonum. Slysavcmir )

x

Mannbjörg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mannbjörg
https://timarit.is/publication/1966

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.