Mannbjörg - 15.06.1946, Page 7

Mannbjörg - 15.06.1946, Page 7
 MANNBJÖRG 7 Sigríður Ingimarsdóttir, cand. phil.: Afengid og skólarnip Erindi flutt á fundi kvenna í Rvík 2. apríl 1946 viðgerð á Hegningarhúsinu og stafar lækkun fanga- tölunnar á því tímabili af þrengslum í húsinu. Heimild: Árbók Reykjavíkurbæjar 1945. 1 október 1940 hófst áfengisskömmtun. I ágúst 1941 var áfengissölu hætt. Um áramót 1941/42 var tekið að veita undanþágur um kaup á léttum vín- um og sterkum drykkjum, þegar komið var fram á mitt ár 1942. Hinn 1. september 1945 var tekin upp frjáls sala áfengis). TAFLA yfir fanga, er settir voru í Hegningarhúsið fyrir glæpi og grófari afbrot árin 1911 til 1940. Árið Tala Einn af svo mörgum landsm. 1911 3 28.500 1912 5 17.200 1913 6 14.500 1914 5 17.600 1915 5 17.800 1916 I 89.800 1917 0 91.300 1918 3 30.600 1919 8 11.600 1920 2 47.200 1921 5 19.000 1922 5 19.200 1923 12 8.100 1924 4 24.600 1925 5 20.000 1926 4 25.400 1927 3 34.400 1928 7 14.900 1929 8 13.200 1930 26 4.100 1931 42 2.600 1932 31 3.500 1933 37 3.000 1934 40 2.800 1935 70 1.600 1936 54 2.100 1937 72 1.600 1938 71 1.600 1939 58 2.000 1.100 1940 106 Heimild: Grein Jóns Sigtryggssonar, fangavarðar, „Ölvun og glæpir“, 1941. Athugasemdir fangavarðarins: „Taflan nær yfir 30 ár. Hana þarf ekki að skýra fyrir eldra fólkinu, en vegna þeirra, er styttr-i muna aftur í tímann, skal bent á nokkur atriði: Árið 1916, 1. janúar, gekk í gildi bann um notk- un áfengis hér á landi. Þetta ár, næsta ár og fram á árið 1918 varð naumast vart við ölvaðan mann. Kæmi það fyrir, voru það aðallega þeir, er náðu í dropa sem óseldur var í árslok 1915, eða þeir fengu áfengi lijá einstöku sjómönnum. Vínbrugg- un þekktist ekki á þeim árum. Voru þá oftast ör- fáir fangar í hegningarliúsinu og langa tíma engir. Samkvæmt upplýsingum frá herra Sigurði Péturs- syni, fyrrv. fangaverði, fékk Reykjavíkurbær hús- næði fyrir 3 fjölskyldur í hegningarhúsinu um all- langan tíma. Höfðu þær verið húsvilltar. Sýnir þetta Jjóslega, hve fátt þar var um fanga. Sá eini maður, sem settur var inn fyrir glæp árið 1916, var erlendur maður, sendur frá Seyðisfirði. Árin 1916 og 1917 var því enginn íslenzkur maður settur í fangelsi fyrir glæp eða gróft afbrot. Fólk er beðið að festa þetta í huga. Þessi umræddu tvö ár em líklega einstök í sögu íslenzkra fangelsismála. Og hver er orsökin? Hún er tvímælalaust sú ein, að þessi ár er landið „þurrt“. Það er algert bindindi um áfengi í landinu — og aðeins þau tvö ár í sögu landsins. En Adam var ekki lengi í Paradís. Þeim, sem meira áttu undir sér, líkaði illa að vera án áfeng- isins og undir árslok 1917 kom liið svon. „lækna- brennivín“. Þetta óþarfa leyfi var af nokkrum læknum töluvert misnotað. Næstu ár jókst notkun áfengis verulega. Það var flutt inn undir því yfir- skyni, að það allt væri notað til lyfja. í blóra við þetta áfengi varð auðveldara að nota smyglað á- fengi án þess upp kæmist. Drykkjuslark byrjar aftur. Klefar hegningarhússins fyllast smám saman og tala glæpamanna hefst á ný og vaxandi. Árið 1923 hófst innflutningur Spánarvína, sem fyrr segir. Það ár verður tala þessara vandræða- manna 12; svo há liafði hún aldrei orðið áður. En þegar sterku vínin komu, 1. febrúar 1935, keyrði um þvert bak. Það ár voru settir inn 70 menn fyrir glæpi og grófari afbrót (40 árið áður). Það hefir sýnt sig, að þá er mest drakkið, þeg- ar fólk hefir beztan fjárhag. Þetta kemur greitu- lega í ljós árin 1930 og 1940. Drykkjuskapur eykst þá ákaflega, en árin eru bæði mestu veltiár, hvort Engir eru móttækilegri fyrir áhrif, góð sem ill, en einmitt unglingar á skólaaldri. Engurn er áfeng. isnautnin skaðlegri en þeim. Hvergi er bindindis- semi nauðsynlegri en meðal þeirra. Það væri stór- sigur fyrir bindindismálið, ef takast mætti, að iiti- loka áfengið t'ir skólunum. Það er staðreynd, að sá maður, sem er í bindindi fram yfir tvítugt, er ekki í eins mikilli hættu gagnvart áfenginu, og sá, sem byrjar að drekka svo að segja eftir fermingu. Allt þetta vakti fyrir þeim, sem stofnuðu Samband bind- indisfélaga í skólum. Það samband mun nú vera 13 ára gamalt. Nokkrir, ungir og áhugasamir menn úr menntaskólanum liér í bæ gengust fyrir stofnun þess, og sá maður, sem mest og bezt hvatti þá til þess var Pálmi Hannesson, rektor skólans. Með öt- ulli starfsemi tókst þeim að koma því til leiðar, að bindindisfélög voru stofnuð í flestum skólum þessa lands, félög, sem voru hvert um sig liður í sambandinu. Meðlimir þessara félaga urðu að sjálf- sögðu að hafa algert bindindi á áfenga drykki. Sum félögin höfðu líka tóbaksbindindi á stefnuskrá sinni. — Undirtektirnar voru misjafnar — víðast þó góðar. Nemendurnir flykktust í félögin. í sum- um skólunum var hver einasti nemandi meðlimur bindindisfélagsins. — Þetta var líka á þeim árum, þegar skólafólk hafði margfalt minni auraráð, og því engin efni á að sækja eins margar skemmtanir og það hefur nú. Áféngisflóðið í landinu var heldur ekki eins óskaplegt og nú í dag, drykkjutízkan ekki eins voldug. S.B.S. efldist. Félögunum fjölgaði ört fyrstu árin. Þau héldu — og halda enn — ársþing, þar sem mættír voru fulltrúar frá hverju félagi innan sambandsins. Það voru ánægjulegar samkom- ur. Sambandið gerði 1. febrúar að útbreiðsludegi sínum. Þann dag sendir það tvo menn í hvern skóla á sínum vegum. Ræða þeir um áfengismál við nem- endur. Skólarnir gefa jafnan tveggja tíma frí í þessu skyni. f skólum bæjarins mun þetta vera svo að segja eina fræðslan, sem nemendum er veitt um áfengismáí. Sambandið gefur einnig út blað og er einn aðilinn að bindindisblaðinu Eining, sem er gefið út hér í bæ. En nú er að líta á áhrifin af starfsemi þessara félaga. Um og upp úr árinu 1942, og jafnvel fyrr, fór að dofna yfir þeirn. Hvert félagið á fætur öðru sofnaði. Önnur starfa aðeins að nafninu til — halda einn fund á ári til þess að kjósa fulltrúa á þing sambandsins. Hér í bænum eru nú aðeins eftir þrjú félög, sem starfa eins og þeim ber. Utan á sínum áratug. Og ekki stendur á hinum stærn afbrotamönnum. Árið 1930 eru settir imi fyrir þær sakir 26 menn (8 árið áður). En 1940 era það 106 menn og konur (58 árið áður). Hér era aðeins taldir þeir, er settir voru í Hegningarliúsið, en það er alltaf miðað við það í þessari grein. Þetta eru talandi tölur. Sannast það hér enn, að glœpir auk- ast viS aukinn drykkjuskap. GRÓÐI RÍKISSJÓÐS AF ÁFENGISVERZLUN- INNI Árið 1935 1.6 milj. 10% af ríkistekjum — 1936 1.6 — 9.8% — — — 1937 1.9 — 10.4% — — 1938 1.9 — 9.7% — — 1939 1.8 — 9.0% — — — 1940 2.7 — 10.0% — — — 1941 1.9 — 3.8% — — — 1942 6.1 — 7.0% — — — 1943 16.7 — 15.3% — — — 1944 28.9 — 22.7% — — — 1945 32.2 — 19.8% — — (Heimild: Dagblaðið Tíminn). Innflutningstollar af áfengi eru ekki meðtaldir í þessari skrá. Uppliæð þeirra kemur því til við- bótar, ef meta skal tekjur ríkissjóðs af áfengisverzl- uninni. Nærri sjötta hver króna 1943, fjórða hver króna 1944 og fimta hver króna 1945 er fengin í ríkis- sjóðinn fyrir eitrun þegnanna. „Þetta verður svo að vera“, segja forráðamennirnir daprir í bragði. „Annars förum við á höfuðið“. En livernig fórað þið að, góðir hálsar, árið 1941 ? Þá var áfengis- gróðinn ekki nema tæp tuttugasta og fimmta hver króna. Og hvernig fór þjóðin að tóra allar aldirnar þangað til þessi bráðsnjalla auðgunaraðferð var fundin upp? Reykjavíkur hefur starf þessara félaga einnig verið skrykkjótt. Þó starfa sum þeirra enn með ágæt- um, t. d. á Laugarvatni. Og af hverju stafar þetta? Ég hefi sjálf setið stjórn tveggja slíkra félaga. Það var bæði vanþakk- látt og erfitt starf. Að vísu létu flestir innrita sig í félagið — ekki stóð á því. En á fundum mættu ekki nema örfáar hræður, og oft svo fáar, að ekki var fundarfært. Áhugann vantaði. Ursagnir tóku að berast frá efstu bekkingum, sem þóttust of fullorðnir til að vera í slíkum barnastúkum. Sömu sögu geta fleiri sagt úr sínum skólum, býst ég við. Og livað veldur? Drykkjutízkan, held ég. Drykkjutízkan og ekkert. annað. Nemendurnir fá það inn í liöfuðið strax í fyrsta bekk, að sá, sem ekki vilji vera með, sá, sem ekki álíti það gott og blessað að fá sér snafs í gleðskap með góðum félögum, sé félagsskítur og varla liæfnr með öðru fólki. Og livaðan fá þau þessar hugmyndir? Ur efri bekkjunum auðvitað, frá þeim, sem lengra eru komnir á menntabrautinni. Enginn, nema sá, sem sjálfur hefur verið í skóla, veitjivað fyrstu bekkingar h'ta mikið upp til og taka mikið tillit til þeirra, sem eru í efstu bekkjun- um. Áhrifavald þeirra er því nær takmarkalaust. Og kennararnir, leiðtogar skólans, drekka líka margir. hverjir — því miður — og virðast alls ófeimnir að láta nemendurna frétta af sér í því ástandi. — Oft koma krakkarnir heim og segja: Ég fékk frí í síðasta tíma. Kennarinn var svo timbr- aður, að hann gat ekki kennt, — eða: Hann kom nú 'bara fullur í tímann í dag —• og svo hlæja þau að kennaranum og eru guðsfegin að fá frí á hans kostnað. — Ekki alls fyrir löngu heyrði ég á tal tveggja telpna, sem voru annað hvort í fyrsta eða öðrum bekk einhvers skóla liér í bæ. Þær sögðu eitthvað á þessa leið: „Hann (kennarinn, sem þær ræddu um), var víst eitthvað liífaður á síðustu dansæfingu. Þriðju-bekkingar fylltu hann, held ég“. •— Þeint þótti þetta augsýnilega fram úr hófi snið- ugt! En drottinn minn dýri! Er við því að búast, að góður grundvöllur sé fyrir bindindismálið í skólum,' þar sem nemendur og kennarar drekka saman? Það er langt frá því, að ég sé að beina þessari ásökun til allra kennara og skóla — fyrr mætti nú líka vera, ef þess væri þörf. En það þarf aldrei nema einn gikk í hverja veiðistöð, segir máltækið, og ekki heldur nema einn drykkfelldan. kennara til þess að koma óorði á stéttarbræður sína og þann skóla, sem hann kennir við. Hér á ég við framhaldsskólana hér í bænum. Barnaskólarnir hafa, sem betur fer, verið að mestu lausir við áfengið til þessa. Og hvað lengi á það að líðast, að menn, sem koma drukknir í tíma og vantar dögum saman í skólann vegna drykkjuskapar, séu látnir lialda stöðum síuum eins og ekkert hafi ískorizt? Og hvað lengi á það að líðast, að svo slæ- legt eftirlit sé haft með félags- og skemmtanalífi í flestum skólum bæjarins, að menn læri þar að drekka öllu öðru fremur? Það er daglegur viðburður að sjá hálffulla og blindfulla stráka á skólaskyldualdri sitja og þjóra á veitingahúsum bæjarins. Engar hömlur virðast vera á því, að skólanemendur sæki þær skemmtanir, sem þeim þóknast, og allir vita þó, að margar þeirra eru miður liollar fyrir fullorðið fólk, hvað þá trngl- inga. Hvað er nú orðið af skólastjórasamþ. frá her- námsárunum, samþ., er lagði bann við kaffihúsa- setum skólanema? Er hún máske orðin óþörf? Nei, eigi að kippa í lag áfengismálunum í skólun- um, þarf róttækari aðgerðir en endurreisn bind- indisfélaganna. S.B.S. hefur þegar gert allt, sem í þess valdi stendur, það er mér kunnugt. — Það, sem nú vantar, er blátt áfram löggjöf, sem sé þess megnug að koma á algeru bindindi innan skól- anna — bindindi nemenda og kennara — eða a. m. k. skuldbindingu af hálfu kennaranna um að neyta ekki áfengis þann tíma, sem þeir eiga að gegna störfum í skólanum. — Óþarft er að skýra frekar nauðsyn þessa. En það er ykkar verk, mæðranna, að krefjast þessarar löggjafar. Það er skylda ykkar, að hafa vit fyrir börnunum, ef þau hafa það ekki sjálf. Þið eigið að taka höndum saman við það æskufólk, sem enn berst undir merki S. B. S. — og það er enn margt, sem betur fer — og hjálpa því til að ná markinu, sem er: Burt með áfengið úr skólun- um. —

x

Mannbjörg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mannbjörg
https://timarit.is/publication/1966

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.