Mannbjörg - 15.06.1946, Side 8
8
M' A N N B Jj (’) R G;
Sr. Sigurbjörn Einarsson, dósent:
Ég verS að gera þá játningu, að fárra ára prests-
skapur minn hér í bænum hefur breytt skoðunum
mínum á áfengismálum verulega. Það þarf ekki
margra ára afskipti af mönnunum, þeirrar tegund-
ar, sem prestsstarfinu fylgja, það þarf ekki langvar-
anleg náin kynni af einkamálum manna hér í bæn-
um, til þess að maður hljóti að sjá og viðurkenna
að hervirki áfengisins á heill manna og liamingju
eru mikil og mjög svo alvarleg. Ég verð að viður-
kenna, að mér hafa þótt röksemdir hófdrykkjunn-
ar áferðarfallegar. Ég hef þekkt menn — og það
gerum við sjálfsagt flest, — sem neyta víns sér að
skaðlausu, að því er virðist. Ég lief kynnzt þeirri
umgengni við vín, sem hafði á sér blæ æðri sið-
fágunar, og ég efast ekki um, að vínið gæti veriö
mönnum skaðlaust, — en þá þyrftu líka menn-
imir að vera öðmvísi en þeir raunverulega em.
Hugsjónir eru því aðeins góðar, að þær svífi ekki
alveg í lausu lofti. Annars eru þær órar, flótti frá
raunveruleikanum. Hófdrykkja er hugsjón, getum
við sagt, en ef sú hugsjón er langt fyrir utan allar
staðreyndir, þá er hún flótti inn í draum, og slíkar
hugsjónir eru einhver hin verstu fyrirbæri, því
að þær gera menn óvirka og hjálpa þeim til þess
að réttlæta hluti, sem þeir eiga ekki að réttlæta,
gera menn að verri mönnúm en þeir raunvemlega
vilja vera. Ég hef kynnzt tiltölulega fáum drykkju-
mönnum, sem ekki þóttust vera hófdrykkjumenn.
Og þeir munu vera færri, þátttakendurnir í hinu
hærra samkvæmislífi hér í bænum, karlar og kon-
ur, sem ekki telja sig neyta víns af hófsemi og á
siðfágaðan liátt, hitt er ekki talið saman, hve oft
menn glata virðingu sinni og svívirða sjálfa sig,
bæði á einn og annan hátt, vegna áhrifa vínsins,
liitt er ekki meíið, hve miklum óbætanlegum verð-
mætum menn sóa og fyrirgera, bæði með tilliti til
manngildis sín, til hjúskapar síns, til foreldraköll-
unar sinnar o. s. frv. Manni þarf ekki að vera
flökurgjarnt, til þess að lyst hófdrykkjumanns-
ins á áfengi dofni, ef maður hefur einhverntíma
rýnt í gegnum kristalsglösin og glódropana í þeim,
í gegnum hið glæsta yfirborð og ofan í veruleika
mannlegrar hörmungar og smánar og bölvunar eins
og hann er nú hér í Reykjavík. Ef ég væri spurður
nú, hvaða ytra félagslegt vandamál ég teldi brýn-
asta þörf að leysa, ef mér væri gefin ein ósk, eins
og í ævintýrunum segir, og ég mætti velja, hvaða
eitt ytra mein mannlífsins hér í Reykjavík mætti
hverfa, þá held ég, að ég myndi ekki skoða huga
minn um það, hvernig ég ætti að verja þeirri ósk.
Ég myndi óska áfengið burtrækt úr bænum, af
landinu.
Ég hef síðustu dagana verið að grípa í að lesa
bók eftir svissneskan lækni um vandamál mann-
legs lífs. Hann drepur á áfengismálin á einum stað,
og þar segir hann svo m. a.: Ég gæti margfaldað
tölurnar, sem birtar eru í öllum skýrslum bind-
indissamtakanna með mýmörgum, ókunnum tilfell-
um. Áfengið er ægilegur skaðvaldur í andlegri
heilsu þjóðar vorrar. Um fjórðungur þeirra manna,
sem teknir eru inn á sálsýkishæli hér í landi, eru
afkomendur drykkjumanna, og enn hærri er hlut-
fallstalan að því er snertir flogaveikissjúklingana.
.. . Þriðjungur þeirra sjúklinga, sem við læknar
höfum undir höndum, myndu aldrei hafa komið
inn á nokkurt sjúkrahús, ef vínið hefði ekki verið.
Því að vínið ryður svo mörgum sjúkdómum braut,
svo ekki sé minnzt á slysin. . . . Og enn segir þessi
læknir um afrek áfengisins á sviði siðferðislífsins:
Síðustu tíu árin hafa 37 p.c. hjónaskilnaða bein-
línis stafað af vínnautn, og 30 p.c. afbrotabarna,
sem á sama tíma voru tekin á hæli í Sviss, voru
börn drykkjumanna.
Þannig farast þessum manni orð, og hann er
enginn ofstækismaður á þessu sviði, og auk þess
byggjast upplýsingar hans á ástandinu í suðlægu
landi, þar sem menn kunna að drekka, eins og
við segjum hér á íslandi, því að það er sú dýra
list, sem við erum alltaf að læra hér, og skiptir
engu, að því er virðist, hvað það kostar, aðeins
ef okkur mætti einhvemtíma auðnast að ná því
takmarki að kunna að drekka. En eru ekki fórn-
irnar fyrir þennan málstað fullmiklar, og er til svo
mikils að vinna, ef það skyldi nú ólíklegt, að við
kæmumst nokkra sinni lengra en t. d. Svisslend-
ingar, sem eru miklir hófdrykkjumenn og mikii
og gróin menningarþjóð?
Ég hef ekki í höndum hér neinar skýrslur eða
tölur íslenzkar, hvorki um áfengiskaup, slvsfarir
af völduirr áfengis, opijahert öl’æffi, sem Iögreglan
verður að íáta til sín taka, eða annað misferli af þess
um sömu orsökum. — Slíkar upplýsingar eru eflaust
fáanlegar. En eins og ég hef áðúr sagt: Ég þarf
engar fölur úr þessu til þess aðí sannfæra mig. Ég
hef staðið það oft augliti til auglitis við lifandi
menn, sem voru méx næg upplýsing um ástandið
og n.Eg rök til þess að sannfæra mig um, að hið
eina verjanlega sjónarmið ábyrgra manna er að
heimía áfengið brott, bægja því brott með öllum
þeim ráðum, sem til eru, og Iáta eng* hófdrykkju-
rómantík hlinda sig gagnvaxt þeirri. staðreynd, að
vínið er voði í höndum óvita, og enga: peningapóli-
tík villa um fyrir sér í því, að það dýrmætasta, sem
ísland á, er þó maðurinn, liinn íslenzki maður. Það
hefur um nokkurt skeið verið þó ttokkuð algengur
viðhurður í lífi mínu að horfast í augu við lítt
leysanleg viðfangsefni, sem ekki hefðu verið til, eða
a. m. k. ekki svipað því eins illkynjuð, ef áfengið
hefði ekki verið. Ég hygg, að þeim mönnum hér
á landi, meðal þeirra, sem liafa nokkurn veginn
heilhrigða ábyrgðarvitund, fækki, sem ekki eru
sannfærðir um, að núverandi ástand í áfengismál-
unum sé raunverulegt þjóðarböl. Það er nú vitn-
að í gönilu brennivínsöldina sem gullaldarástánd
hjá því sem nú er. Það var að vísu engin gullöid,
en vissulega var það ólíku hetra ásíand en það, sem
við eigum nú við að búa. A. m. k. á síðustu árum
þeirrar aldar var það ekki fínt lengur að drekka.
Nú er það fínt. Þá var kvenþjóðin bindindissöm
yfirleitt, að heita máíti óþekkt, að konur drykkju.
Nú er það alþekkt. Þá voru eldti unglingar tugum
og jafnvel hundruðum saman í landinu flæktir í
fjárhagslegt reiðileysi vegna drykkjuskapar. Þá.
voru eltki tugir barna í landinu móðurlaus eða verr
en það, vegna þess að áfengið hefði stolið hjart-
anu. úr brjóstinu á móður þeirra, þá lágu ekki börn
á fermingaraldri í spýju sinni um helgar á opinher-
um samkomustöðum bæjarins. Og þá var það held-
ur ekki svo, að talið væri almennt, að landið myndi
fara á hausinn, ef það hefði ekki þennan viðkunn-
anlega skattheimtumann, sem heitir Bakkus.
Það kveður oft við, bæði í opinberam umræðum
um áfengismálin og í samtölum manna á milli,
að það sé ekki ástæða til að gera veður út af þess-
um málum, slíkt sem það, sem ég hef nú sagt, séu
öfgar einar, og a. m. k. sé ástandið ekki verra nú
en það hafi verið. Ég, sem ekki er stúkumaður, og
hef talsverða náttúrlega tilhneigingu tií að aðhyh-
ast röksemdir hófdrykkjumannanna, ég verð að
segja, að ég veit ekki hvað það er, sem þarf til
þess að láta samvizku þeirra manna vakna, sem ekki
hafa rumskað nú, hvernig sem þeir annars vilja snú-
ast við þessum vanda. En liitt er ekkerí undrunar-
efni, þótt til séu menn, sem afsaka ástandið í vín-
málunum. Þeir menn eru alltaf til, sem finna af-
sakanir fyrir öllu. Það hefur aldrei átt sér staS
svo líðilegt atferli eða svo hryllilegt ástand, að
það hafi ekki verið afsakað og réttlætt. En mann-
kynið á ekki þessum afsök unarmönnum mikið að
þakka. Þeir hafa aldrei bætt úr neinu höli. Þvert
á móti. Þær meinsemdir, sem mannkynið hefur
sigrast á, hafa horfið fyrir það eitt, að til voru
menn, sem ekki sættu sig við þær, litu ekki á þær
sem óhjákvæmiiegt böl eða skemmtilega tilbreytni
eða nauðsynlegt dragneyti fyrir eigin plóg, menn,
sem sáu betur en svo og vildu betur en svo, menn,
sem höfðu meiri kærleika til mannanna og voru
þar af leiðandi glöggskyggnari á mein þeirra og
sveið meira undan þeim en hina. Það er lengi hægt
að afsaka og draga úr alvöru, það er lengi hægt
að afsaka styrjaldir, mansal og þrælahald, barna-
þrælkun, kúgun kvenna, sjúkdóma, atvinnuleysi,
félagslegt höl, rangsleitni, mannvonzku og mann-
lega niðurlægingu í hvers konar mynd. Allt þetta
hefur verið afsakað og réttlætt, en þá sjaldan heim-
inum hefur þokað eitthvað á brattann áleiðis til
fegurra og heillavænlegra mannlífs, þá var það
þeim mönnnm að þakka, sem voru nógu „fanatísk-
ir“, til þess að geta ekki afsakað eða réttlætt bölv-
un og smán mannanna, þeir sáu einstaklinginn í
eymd slnni og niðurlægingu, þeir sáu menn, sem
steyttu á skerjum og fórust, og þeir voru nógu
óraunsæir, nógu næmir, til þess að láta sér finn-
ast, að þeir hæru sjálfir áhyrgð á því, að mennirn-
ir eyðilögðust og fórust, og að þeir yrðu að' bjarga
þeim. Hið klassiska dæmi þeirra manna er Sam-
verjinn í sögunni alkunnu, hinir eiga fyrirmynd
sína í pre3tinum og levítanum, sem fóru fram hjá.
Ég er ekki gamall, eu:ég man samt tveniue tnnana
í afstöðu almennings til áfengis. .Ég fór í’ýrst að
muna eftir mér á baonáranum. Eram yfir ferm-
ingaraldur vissi ég ekki, hvað það >ar, að sjá drákk-
inn mann eða finna lykt af víni. ,En hitt vissi ég,
að ef til þess spurðisí.-,. að einhver í héraðinu hefði
vecið drukkinn, vegiur þess að einhversstaðar hafði
lekið, þá þóttu það Zyrn mikil og það voru alvar-
leg- mannorðsspjöll . fyrir viðkocnandi rnann. Út
frá:. minni reynslu ; get ég þess vegna ekki anz-
að því, að bannlögin hafi alls staðar verið árang-
urslaus. Svo komu ;Spánar-vínin*; Eftir fárra miss-
ira þjónustu okkar við útflutningsþarfir spánskra .
vínframleiðenda var hugsunarhátturinn í umræddu
héraði gjörbreyttiœ. Það þótti þá síður en svo
neinn vanzi þótt á„ manni sæist, vín. Það.er kunn-
ugt mál, að hannlögin gömlu voru eyðil.ögð vegna
skemmdarverkastarfsemi og endanlega vegna þess,
að löggjafinn fór að dæmi Esaús; Mat grautar-
skammtinn meira. en manngpdið. Það er náttúr-
lega mikið efamáí, að slíkri liiggjöf myndi farnast
heíur nú en þá,..Uöggjöf, sem er langt á undan sið-
gæðisþroska þegtianna, er reist á sandi. Og tæp-
lega hefur þjóðinni farið fta.m í slíkurn þroska síð-
ustu þrjátíu árin. Áfengisþölið er ekki einangrað
vandamál. Ég er ekld í efa um, að það er hægt að
bæta mjög mikið úr því með aðgerðum, sem mið-
ast við það eitt, en þó er ég hræddur um, að slík-
ar aðgerðir sén nýjar hætnr á gamalt fat, eða múr-
húðun á fúna húsgrind, ef aðrar djúptækar um-
i bætur á liáttum og hugsun fara ekki fram jafn-
framt. Þeir menn eru iitargir, þ. í\, m. sálfraeðingar
og læknar, sem halda því fram, að drykkjuskap-
ur sé ekki fyrst og freinst orsök illra mannlífsmeina,
heldur afleiðing meinsemda, sejn liggja dúpt hið
innra raeð mönnunum. Menn drekki vegna þess,.
að þeir eru að flýja sjálfa sig, flýja ósigra daglegs,
j Ixfs, flýja tómið og allsleysið hið innra:, Meira að
! segja áfengisnautn. er vísbending um leit mannsins;
| að einhverju, sem. fullnægi sálu hans,
En hvað sem því líður, þá er ég ekki í efa um,
: að hnjask og níS og /niðurrif undanfarinna ára á
j þeim dýrustu verðmæiumt, sem við, eigum, er að
| hefna sín, bæði með áfenginu og ýmsu öðru, sem
j nú böðlast á heill þjóðarinnar. Það er talað um,
j að það þuríi að skapa heilbrigðara almennings-
i álit, aðhald almenningsálitsins sjé ekki til lengur.
j En hvernig á að gefa sjúku almenningsáliti heilsu
j aftur ? Hvemig á að skapa það? Á hvaða grundvelli
á að reisa það? Til hvers á að skírskota? Nú er
allt orðið afstætt, engin gild sannindi til, enginn
gildur mælikvarði á breytni manna eða framkomu,
engin viomiðun urn það, hvernig menn skuli skipta
við sjálfa sig og aðra menn. Það hefur aldrei verið
j til svo framstætt mannfélag, að það hafi ekki þekkt
i og kannast við heilagar skuldbindingar og heilög
| vé, og hvarveína þar sem svokölluð menning hefur
j skolað þeirri kjölfestu úthyrðis liefur skipbrotið
verið skammt undan. I oroi kveonu er siðgæðis-
hoðskapur kirkjunnar viðurkenndur sem grund-
völlur hins íslenzka þjóðfélags — öðruvísi verða
ekki tengsl hennar við ríkið skilin — en aðeihs
í orði kveðnu, því að rödd hennar er — ekki rödd
í eyðimörku, heldur í bramlanda og gný hins svo-
kallaða menningarlífs nútímans, sem við erum ekki
svo lítið stolt af að hafa tileinkað okkur. Meðan
hömin heyra lieilræðin hjá prestinum og kenn-
aranum stunda þau bíóin jöfnum liöndum og drekka
þar í sig lífernisháttu, sem eru í samræmi við það,
sem hefur mest sölugildi hjá nautnasjúkasta og
spilltasta hluta mannfólksins á jörðinni. Við skul-
um gera okkur ljóst, að öll andleg uppbygging er
meira og minna óvirk, einn rífur niður það sein
annar byggir npp. Við erum á helvegi ef þessu
heldur áfram. Og íslenzka ríkið, það er menning-
arríki, það kostar miklu til menningar, það heldur
uppi viðamiklu skólákerfi, það launar ritliöfunda
og listamenn. Féð til þessara útgjalda fær það
fyrir áfengi. En er ekki þetta að gefa með annari
hendinni og taka með hinni? Mér hefur skilizt,
að von okkar sem þjóðar sé fyrst og fremst menn-
ingin, ekki yfirborðs skólamenning, heldur raun-
veruleg mönnun og þroski fólksins. Hver einstakl-
ingur í þessu landi jafngildir tugum og hundruðum
í öðrum fjölmennari löndum. Við höfum mikla
þörf fyrir peninga í ríkiskassann, enginn efast um
það, en það er annað en pcningar, sem við byggj-
; um trausí okkar á, þegar við vonum að geta skip-
j að einhvern sess meðal þjóðanna, það er íslend-
j ingurinn, — ekki vegna þess, sem hann á eða hef-
ur handa á milli, heldur vegna þess, sem hann er.
Skipulögð sýking og eitrun fólksins verður ekki
réttlætt með því, að það gefi tekjur. Jafnvel líkams-
slysin ein, af beinum og óbeinum völdum áfengis,
myndu nokkuð drjúgt mótvægi á móti tekjuiiðn-