Mannbjörg - 15.06.1946, Qupperneq 10
10
MANNBJÖRG
Aðalbjörg Sigurðardóttir:
Hlutverk vökumannsins
Hérlendis er ofdrykkjan afar-algengur sjúkdóm-
ur. Nákvæmar skýrslur um tölu sjúklinganna eru
ekki til, en þeir skifta mörgum tugum, líklega
nokkrum liundruðum hér á landi. Þótt þessir menn
eigi bágt, eru konur þeirra, böm og aðrir skjól-
stæðingar oftast mun brjóstumkennanlegri. Eins
og önnur geðveiki er þessi alla-jafna engu minni
kross vandamönnunum en sjúklingnum sjálfum,
bæði í andlegum og efnalegum skilningi. Hér er
því um þjóðfélagsmein að ræða, sem með öllum
hugsanlegum ráðum þarf úr að bæla.
Fyrst og fremst verður góð læknishjálp að vera
fyrir hendi, eins og við alla aðra sjúkdóma. Enn-
fremur er þörf skynsamlegrar löggjafar og hlið-
hollra yfirvalda til þess að skapa viðunandi starfs-
skilyrði. En þetta tvennt er ekki nægilegt. Til við-
bótar þarf allur almenningur að öðlast réttan skiln-
ing á meininu og ríkan áhuga fyrir útrýmingu þess.
Ef allt þetta fylgist að, mætti vænta góðs árangurs.
Alþjóð þarf að skiljast til fulls, að ofdrykkju-
maðurinn er fyrst og fremst sálsjúkur. Hann þarfn-
ast því lækningar, og þá meðferð verður hann að
fá sem bezta, hvort sem hann í svipinn vill það sjálf-
ur eða ekki. Eins og við aðra sjúkdóma, er hér
þeim mun auðveldara um lækningu, sem sjúklingur-
inn kemur fyrr til meðferðar. Það er því skaðlegt
að draga það á langinn að grípa inn í.
Það á að vorkenna þessum mönnum. En vorkunn-
semin má ekki koma fram í því, að þeim líðist
það endalaust að draga sjálfa sig og aðra niður
í eymd og bágindi, heldur á hún að birtast í kröf-
unni um fasta og örugga læknishjálp.
Áður fyrr áttu geðveiklingar ekki upp á háborð-
ið hjá almenningi, hvað skilning og samúð snerti,
og meðferðin för eftir því. Nú eru vitfirringar ekki
látnir hafast við á ahnannafæri. Almennt er ekki
hlegið að þeim, né þeir fyrirlitnir. Það er litið á
þá sem ógæfusama sjúklinga og krafa fólksins er,
að þeim sé séð fyrir hælisvist, á meðan þeir eru
veikir. Þess er krafizt vegna sjúklingsins, vegna ást-
vinanna og vegna alls þjóðfélagsins.
Svipaða afstöðu ættu menn að taka til ofdrykkj-
unnar. Það yrði öllum fyrir beztu. Það mundi ekki
einungis gera meðferð forfallinna drykkjumanna
léttari, heldur mundi það og verða öðrum til varn-
aðar. Ef sú hefð ríkti, að enginn fengi til langframa
að veltast í drykkjuskap, án þess að öll ráð, honum
til bjarga, yrðu reynd, mundi það eitt reynast
mörgum verðandi drykkjumanninum hvöt til að
stöðva sig í tíma. Þannig getur markvisst og hleypi-
dómalaust almenningsálit orðið sterkur þáttur í
vörninni gegn þessum þungbæra sjúkdómi.
Um aðrar varnir gegn ofdrykkju get ég ekki fjöl-
yrt að þessu sinni. Hlutlæg, öfgalaus fræðsla um
veikina miðar að því að vara við hættunni. Bind-
indishreyfingin þjónar sama tilgangi, svo og öll
heilbrigð uppeldisstarfsemi. Því verður ekki neitað,
að fullkomin útrýming alls áfengis úr landinu væri
sterkasta vörnin og sú, sem dygði, því að án áfengis
— engin ofdrykkja. Þetta hefur verið reynt hér
einu sinni, en tilraunin mistókst herfilega, svo
sem kunnugt er.
Til þess að lækning ofdrykkjumanna geti orðið
gifturík, verður að vera til í landinu vandað heilsu-
hæli fyrir þá. Þetta ber ekki svo að skilja, að ég
ætlist til að hver drykkjusjúkur maður sé umsvifa-
laust sendur þangað. Þvert á móti á það að vera
þrautalendingin. Áður en gripið er til þeirra ráða,
eiga að fara fram tilraunir, sem minna grípa inn í
líf og athafnafrelsi einstaklingsins en löng liælis-
vist gerir.
Það fyrsta í meðferðinni er, að venzlamenn eða
vinir, læknir eða sálusorgari, telja um fyrir sjúk-
lingnum, leiða honum fyrir sjónir, hvert stefni og
hverja framtíð hann búi sér og vandamönnum sín-
um með áframhaldandi drykkjuskap. Þeir beita
rökum og fortölum og reyna með góðu eða illu að
fá hann til að breyta um lífsstefnu. Það er reynt
að vekja áhuga hans á heilbrigðum viðfangsefn-
um og hollum skemmtunum og fá hann til að leita
betri félagsskapar. Slíkar viðræður eru beinlínis
tilraun til sálarlækningar, hver sem hana fram-
kvæmir, en ber því miður oftast lítinn árangur.
Mistakist þessi meðferð, er reynt að fá hann
til að ganga í bindindisfélag, t, d. góðtemplararegl-
una, þar sem honum er veittur margvíslegur stuðn-
ingur til að byrja nýtt líf. Enginn getur neitað því,
að mörgum ofdrykkjumanninum hefur góðtempl-
arareglan hér bjargað og skiíað þjóðfélaginu sem
nýtum og góðum borgara.
Þó að þetta hvorugt beri ávöxt, má stundum
reyna fleira, t. d. stutta dvöl í almenuu sjúkrahúsi
eða nokkru lengri dvöl á geðveikrahæli. Betur
reynist það venjulega að fá sjúklinginn til að
Þjóðsögur og ævintýr liafa oft að geyma merki-
leg sannindi, klædd í búning líkinga. Einn flokkur
þjóðsagna okkar segir frá því, að álfar og illai
vættir flytji sig búferlum eða hafi einhvern fagn-
að um hönd á nýjársnótt eða jólanótt, Þá var 3Íður
að fólk hér á landi safnaðist saman við kirkju sína
og hlýddi messu; kom það oft ekki heim aftur
fyrr en á jóladags- eða nýjársdagsmorgun. En ekki
þótti hlýða að skilja heimilin eftir mannlaus, og
varð vanalega einhver heimamanna að verða eftir
heima og gæta heimilisins. Komust þessir vöku-
menn oft í hinar mestu mannraunir, og var það
ekki ósjaldan að álfarnir ærðu þá, eða þeir fund-
ust dauðir, þegar heim var komið að morgni, en
þá höfðu þeir jafnan gefið illvættunum eitthverl
færi á sér.
I einni sögunni af þessu tagi er sagt frá bónda-
dóttur, sem vakti yfir heimilinu eina slíka ógn-
þrungna nótt, er allt heimilisfólkið var við kirkju.
Bærinn fylltist af álfum, sem hófu þegar gleðskap
mikinn með hinum beztu veizluföngum. Reyndu
þeir með öllu móti að fá stúlkuna í gleðskapinn
með sér, en hún talaði ekki við þá, en las í Nýja-
testamentinu sínu alla nóttina. Þegar dagaði flýðu
allir álfamir, en skildu allar krásirnar og borðbún-
aðinn eftir og eignaðist stúlkan allt saman. Var
breyta um dvalarstað, flytjast í annað byggðarlag
og setjast þar að. Þá losnar hann við drykkjufélag.
ana og annað það, sem freistar, sökum vanans. Nýtt
um hverfi skapar nýjar venjur.
Eitthvað af þessu eða allt þetta er vert að reyna
við hvern ofdrykkjumann, en varasamt er að láta
mjög langan tíma ganga í þessháttar tilraunir. Ef
þær mistakast hver af annarri, má ekki draga það
lengi að leita upptöku fyrir hann á drykkjumanna-
hæli. Þar er dvalartíminn langur, máske 1—2 ár
og eftirlit haft með brautskráðum mönnum fyrst
í stað. I erindi mínu í fyrravetur lýsti ég slíku
hæli í frumdráttum, eins og það þarf að vera til
að geta sinnt ætlunarverki sínu, og fer því ekki
frekar út í það nú.
Drykkjumannahælið í Kumbaravogi, hið fyrsta
hér á landi, tók til starfa fyrir tveim árum. Ég tel
hiklaust, að þá hafi þjóðnýtu málefni verið hrundið
í framkvæmd. Oftsinnis hafði ég heyrt sorgbitið
venzlafólk ofdrykkjumanna, eiginkonu eða for-
eldra, spyrja sem svo: Er ekkert liægt að gera fyrir
þessa menn, er enginn staður til, þar sem hægt er
að veita þeim hjálp? Þetta fólk fann, að jafnvel
læknarnir stóðu ráðþrota gagnvart ofdrykkjunni.
Af þessum sökum fagnaði ég stofnsetningu hælis-
ins. Þessu mannúðar- og mennnigarmáli var hrund-
ið af stað af góðum vilja, en því miður litlum
efnum. Hælinu var valinn óheppilegur staður, enda
frá byrjun skoðaður sem bráðabirgðastaður. Það
eitt dró úr ýmiskonar nauðsynlegum framkvæmd-
um og gerir enn, því að alltaf hefur brottflutn-
ingur þá og þegar staðið til. Húsakynni þarna eru
að vísu góð, en alltof lítil, einkum skortir vinnu-
stofur. Hefur til þessa ekki verið hægt að sjá vist-
mönnum fyrir nægilegu starfi, og er það einn höfuð-
ókosturinn við þetta hæli. Erfiðleikar hafa verið
á að halda starfsfólld, og mun það víðar brenna
við á þessum tímum. Loks hefur enn ekki tekist að
fá fastráðinn lækni að hælinu, lækni, sem að
verulegu leyti gæfi sig að því starfi. Allt þetta liefur
gert stofnunina lausari í reipunum en vera ætti,
enda hefur árangurinn ekki orðið eins og vonir
stóðu til. Nú er það í raun og veru ótímabært að
dæma um árangur af starfi þessa hælis, svo stutt-
ur sem tíminn er og svo fáir þeir menn, sem þaðan
hafa útskrifast, og því forðast ég með vilja að nefna
tölur að þessu sinni. En það fullyrði ég, að sé allra
aðstæðna gætt, þurfi ekki að örvænta um árangur-
inn, þegar tími er til kominn að meta hann.
Ur hinum augljósu göllum hælisins verður að
bæta hið bráðasta. Það er þjóðinni kostnaðarsamt
að reka lélegt drykkjumannahæli, en stór vinning-
ur, sé það vel úr garði gert. Ég lýk svo þessum
orðum mínum með áskorun til allra góðra manna,
hvort sem þeir eru bindindismenn eða Bakkusar.
vinir, að veita ávalt lið hverri viðleitni til hjálpar
drykkjusjúkum mönnum.
j talið víst, að hefði hún gefið sig hið minnsta að álf-
unum, eða misst jafnvægið, hefðu þeir náð á henni
I tökum, ært hana eða drepið.
Þessi saga liefir oft komið í huga minn nú síðustu
árin. Ég liefi borið saman hin ýmsu atriði sögunnar
við það, sem nú er að gerast með þjóð okkar, og
ég sé ekki betur, en að líkingin komi heim jafnvel í
smáatriðum. Islenzka þjóðin er nú stödd á tíma-
mótum, en það tákna auðvitað áramótin. Yfir liana
hafa steypst á fáum árum byltingar og breytingar,
áður óþekktar í sögu þjóðarinnar. Peningaflóðið
og nægtirnar hafa hækkað svo kröfur þjóðarinnai
til lífsins, að það má segja að hún hafi setið við
sífelt veizluborð, samanborið við flestar aðrar þjóð-
ir heims. Það er jafnvel útlit fýrir að framhald geti
orðið á nægtunum, ef svo vel tekst til með afurða-
sölu okkar, eins og nú lítur út fyrir.
Þetta er nú allt ekki nema gott og blessað, en
jafnframt nægtum og veizlufagnaði hafa álfarnir
stigið sinn trylta dans í þjóðlífi okltar, og reynt að
véla unga og gamla, sérstaklega æskulýð okkar, til
samneytis við sig. Glæpir margfaldast, slysum fjölg-
ar, áfengið flæðir yfir landið, siðleysi magnast og
viðnámsþróttur æskunnar minnkar. Fleiri og fleiri
ungir menn og konur verða með ári hverju villi-
mennsku óhóflegrar áfengisnautnar að bráð. Sumir
kunna að verða endurheimtir við illan leik úr ógna-
dansi óvættanna, en langflestir týna smátt og smátt
vitinu og síðan lífinu. Þjóðin stendur á hyldýpis-
barmi glötunaririnar, ef ekkert er að gert, og ekk-
ert gull eða heimsins gæði getur hjargað þar, ekk-
ert annað en skapfesta og tryggð við sönn, forn
verðmæti þjóðarinnar, sögu hennar og siðgæðis-
hugsjónir, sem þjóðin verður að flytja með sér
yfir í hinri nýja tíma.
Það er vegna þessa skilnings á því, sem nú er að
gerast hér á landi, að nokkrar konur í Reykjavík
hófust lianda og gerðu tilraun til þess að sameina
íslenzkar konur í baráttunni gegn áfenginu og öllu
því siðeysi, sem því fylgir. Þær hafa sent áskor-
anir út um allt land til kvenna og kvenfélaga, í því
trausti að konan sé enn fús og reiðubúin til þess að
taka að sér lilutverk vökumannsins til varnar heim-
ilinu, en í þetta sinn er það þjóðarheimilið, sem
um er að ræða. Á undangengnum öldum er það
konan, sem liefir bjargað íslenzkum þjóðarstofni
frá spíllingu áfengisins, þó marga greinina hafi
kalið á þjóðarmeiðnum af þess völdum. Ef konan
bregst nú skyldum sínum við land og þjóð, getur
ekki annað en tortíming beðið okkar, en vissulega
á að vera liægt að gera tvorttveggja, bjarga sálu
sinni og njóta þó nægta lífsins á mannsæmandi
hátt.
Með áskorun þeirri, er konur hafa sent frá sér,
er í raun réttri hafinn undirbúningur undir áfengis-
bann hér á landi, sem allmörgum mun nú sýnast
eina úrræðið. Það liefir þegar sýnt sig, að óvitar
kunna ekki að fara með voða. En ég get ekki ann-
að en endað þessi orð mín með því að benda á, að
bann er algerlega þýðiiTgarlaust, á meðan útlendur
her situr í landinu. Her, sem ekki lýtur lögum okk-
ar lands og myndi flytja inn áfengi eftir vild, jafn-
framt því að hann liefir allskonar ólieppilegt og
ábyrgðarlaust samneyti við landsmenn, ekki sízt
æskulýðinn. Þess vegna hlýtur sú krafa ófrávíkjan-
lega að fylgja baráttunni gegn áfenginu: Burt meS
allan her af íslandi! Þjóðlíf okkar getur á engan
hátt þolað þá raun, að við hlið okkar í þessu landi
búi stór hópur útlendra karlmanna, sem ræður yfir
hlutum of okkar landi, en á öll sín áhugamál í
annarri heimsálfu, lýtur lögum og siðvenjum sinn-
ar eigin þjóðar og telur sig enga ábyrgð bera á þeim
harmleikum, sem vera þeirra hér hefir kallað yfir
fjölda íslenzkra heimila.
l
9
Eitt sinn kom bóndi að smala sínum sofandi í
haga og sauðahópnum tvístruðum. „Sefur þú, þeg-
ar þú átt að vaka?“ mælti hann og ýtti við svein-
inum.
Vonandi á íslandssagan ekki eftir að segja um
kynslóðina, sem stofnaði lýðveldið: Hún svaf, heg-
ar hún átti að vaka.