Mannbjörg - 15.06.1946, Page 11
MANNBJÖRG
11
Jóhanna Knudsen:
\ \
Olæpaöld barnaiuia
ep liafin
/
Við þurfum ekki að undrast það. Við höfum
sjálf kallað hana yfir þau.
Hver einasta fullorðin manneskja þessa bæjar
hefur vitað það, allt frá fyrstu vikum hins enska
liernáms, að ungviðið var í geigvænlegri hættu.
Strax fyrstu hernámsdagana var barnaskóhmum
lokað og börnin látin umhirðulaus á götuna á meðan
glundroðinn stóð sem hæst. Þau fengu óhindruð að
svala forvitni sinni, elta liermennina á röndum,
góna á umstang þeirra og hirða sælgætisbeituna,
sem þeir fleygðu fyrir þau án afláts. Þau litu því
á hernám landsins eins og liapp og á lierinennina
eins og velgerðamenn.
Sama er að segja um unglingana. Við horfðum
róleg á þau sogast niður í hringiðuna, sem við viss-
um að flest þeirra mundu farast í. Ef frábær með-
fædd festa, eða óvenjuleg umhyggja foreldra, hélt
ekki hlífiskildi yfir þeim, voru þau umkomulaus
í höndum herliðsins, á valdi þeirrar forheimskunar,
óþjóðrækni og siðspillingar, sem af viðkynningunni
við það hlaust.
Telpurnar gengu hermönnunum grandalausar á
hönd. Þær litu á þá eins og uppfyllingu Hollywood-
draumanna. Fæstar þeirra höfðu nokkurt hugboð
um þann skilning, sem útlendingar leggja í kunn-
ingsskap, stofnaðan á götunni, eða kvöldsetur
kvenna á veitingastöðum, sem hermenn venja kom-
ur sínar á.
Einn maður reyndi að hafa vit fyrir óvitunum.
Lögreglustjórinn í Reykjavík lét flytja telpur á
barnaverndaraldri heim, ef þær sáust seint á kvöld-
in á vakki kring um herbúðir. En fyrir það hlaut
hann megna óþökk borgaranna. Og tveir hinna
æðstu engilsaxnesku herforingja komu og tilkynntu
honum, að ef lögregluþjónarnir liéldu áfram að
skipta sér af liermannafélagsskap telpnanna, mættu
þeir búast við að verða reknir í gegn með byssu-
stingjum og síðan fleygt út í Tjörn.
Þannig voru skilyrðin fyrir eftirliti lögreglunnar
fyrsta og örlagaríkasta árið. Og gott fordæmi liinn-
ar eldri kynslóðar brást einnig. Ýmsar þær fjöl-
skyldur í þessu litla kunningsskaparins bæjarfé-
lagi, sem skilyrði höfðu til að verða til fyrirmynd-
ar, opnuðh heimili sín fyrir liernámsmönnum lands-
ins og gengu í lierbúðir þeirra til þess að sitja
boðsveislur. Jafnvel sumir helztu trúnaðarmenn
þjóðarinnar létu sér þetta sæma.
Hvemig átti hin illa viðbúna, unga kynslóð, að
varast það, að hún væri að „setja blett á þjóðina“
og „svíkja föðurlandið“ þegar hún hagaði sér eins?
1 byrjun annars bernámsársins var óhugnanlega
mikill hluti kvenþjóðar höfuðstaðirins genginn í
vændiskvennasveit liersins og hundmð heimila ann.
aðhvort algerlega uppleyst af þessum völdum eða
siðferðilega spillt og gegnsýrð erlendum anda. Þá
ramskaði ríkisstjórnin loksins og vildi reyna að
bjarga þeim stúlkubömum, sem bjargað yrði.
En það var um seinan. Almenningsálitið var orðið
lamað af áhrifum frá setuliðinu og þeim íslenzk-
um öflum, sem beittu sér í þágu þess. Hernám
Bandaríkjanna var skollið á, og ákvörðun okkar
um að fallast á að það yrði kallað hervernd, eitraði
allan jarðveg fyrir andróðri gegn hermanna-
samneyti. Það var erfitt að færa rök fyrir því, að
þjóðinni bæri að forðast þá menn, sem yfirlýst
var að hún hefði kallað liingað til lijálpar í neyð.
Hugarfarssýkingin var svo augljós, að svokölluð
upplýsingadeild hersins, sem hafði það hlutverk að
eyða með launráðum viðnámi Islendinga gegn hin-
um ensku yfirráðum, áræddi að koma fram í dags-
birtuna og andmæla hreinlega afskiptum ríkis-
stjórnar og lögreglu af kvenna- og barnablótunum.
Yfirmaður deildarinnar kallaði blaðamenn á sinn
fund, og sagði þeim slefsögur um lögreglustjórann
og aðstoðarfólk hans. Síðan afbenti liann þeim
„skýrslu“, er hann hafði búið til um kvennamálin.
Komst hann þar að þeirri niðurstöðu, að siðferðis-
ástand í bænum hefði batnað við komu hersins.
Plagg þetta var svo óskammfeilið, að óhugsandi
hefði mátt telja, að nokkurt reykvískt blað fengist
til að birta það. En þau gerðu það öll. Aðeins eitt
þeirra maldaði feimnislega í móinn. Og almenn-
ingsálitið hallaðist á sveif með njósnardeildinni.
Tilraun ríkisstjórnarinnar þótti dónaskapur við út-
lendingana og móðgun við fósturlandsins Freyju.
Það var því fyrirsjáanlegt, að öll viðleitni til
að ná börnunum úr lierja höndum myndíi xerða
brotin á bak aftur. Eigi að síður var ákveðið að
reyna að hamla móti straumnum.
Ný lög voru sett, ungmennaeftirlit hafið, ung-
mennadómstóll settur á stofn og uppeldisheimili
opnað.
Allt fór þetta eins og efni stóðu til. Áróðursvélar
hinna tveggja stórlierja nöguðu og grófu undan
starfseminni, þangað til enginn stjómmálaflokkur
virtist þora að bendla sig við hana. Kvenfólk
krossaði sig yfir henni. Andlegir leiðtogar höfðu
engan tíma til að sinna henni. Barnaverndarnefndin
lagðist á móti henni. Bamaverndarráðið þvoði hend-
ur sínar.
Fyrsta ríkisstjórnin fór frá völdum án þess að
búa henni forsvaranlegan starfsgrundvöll. Hin næsta
fékkst ekki til að sinna henni. Sú þriðja reif hana
niður frá granni, bæði uppeldisheimilið, dóm-
stólinn og eftirlitið, og lagði lögin á hilluna. Hin
fjórða, sem nú situr, lagði blessun sína yfir þessa
miklu rausn fyrirrennara sinna við setulið vinaþjóð-
anna.
Þannig höfum við hlúð að litlu stúlkunum ljúfu,
sem eiga að bera næstu kynslóð á brjósti sér.
Drengjtmum reyndumst við eins.
Þeir dáðu hermennina eins og hetjur og tóku
þá sér til fyrirmyndar á marga lund. Snáðar á öll-
um aldri gerðust setuliðinu handgengnir, sníktu
sér sælgæti, tóbak og peninga, eða öfluðu þessa fyr-
ir margskonar sendiferðir og greiða, sem munu
hafa verið misjafnlega hollir. Þeir fylltust brenn-
andi áhuga fyrir kvennamálum dátanna, njósnuðu
um þau og urðu sjónarvottar að allskonar and-
styggð. Lítt var rannsakað, bversu mikil brögð væra
að siðspillandi athæfi hermanna gagnvart drengj-
um, en þó eru til um slíkt svo viðbjóðslegar skýrsl-
ur, að óhæfa væri að setja þær á prent.
Jafnframt hinum nýju og ljótu hugmyndum um
það, hvernig eftirsóknarverðast væri að verja tóm-
stundunum, fékk hávaðinn af dengjum í bænum
mikla og óvænta peninga milli handa. I „Breta-
vinnunni“ var fjölda þeirra goldið geysihátt kaup
fyrir litla áreynslu eða jafnvel fyrir að svíkjast
um að vinna. Fjölmargir drengir fengu full umráð
yfir þessu fé og vörðu því til þess að veita sér allt,
sem lijartað girntist. 1 aðra drengi mokuðu stríðs-
gróðaölvaðir foreldrar of fjár. Allt varð þetta til
þess að skapa drengjunum rangar hugmyndir um
lieilbrigð vinnubrögð og gildi peninga, og að venja
þá á að neita sér ekki um neitt. Margir barnungir
drengir tóku að hneygjast til áfengisnautnar.
Hverskonar borgárar er líklegt að þessir dreng-
ir verði?
Við vitum það öll.
Ríkiss'tjórnendur, bæjarstjórnendur, foreldrar,
kennarar, prestar, og við, fullorðnir borgarar þessa
bæjarfélags, höfum öll vitað það allan hemáms-
tímann sem af er, að hinir uppvaxandi karlmenn
ættu við uppeldisskilyrði að búa, er leiða hlytu til
þess að óhóflegur fjöldi þeirra yrðu kærúlausir,
svikulir, latir og nautnasjúkir. Og að þegar pen-
ingaflóðið rénaði myndu þeir fara að stela.
En við höfðum engan tíma til að skifta okkur
um það. Við gerðum ekkert til að hindra hermanna.
kynni drengjanna, ekkert til að skerða fjárráð
þeirra, ekkert til að forða þeim frá áfengisböli.
Ríkissjóður græðir peninga á því að selja þess-
um tilvonandi feðrum og uppalendum næstu kyn-
slóðar áfengi.
Nú er fjármagnið að minnka. Hermönnum hef-
ir' fækkað og þar með fjáröflunarleiðum drengj-
anna. Sumir þeirra eru þegar komnir inn á þann
veg, sem við höfum fyrirbúið þeim. Þeir stela.
Þeir gera það meira að segja í Jesú nafni.
Við vitum ennfremur með óyggjandi vissu, að
ef við höldum áfram að láta reka á reiðanum, þá
spretta hér upp glæpaflokkar að amerískri gangster-
fyrirmynd undir eins og harðnar í ári. Þá má þakka
fyrir, ef drengir okkar láta sér nægja þjófnað og
innbrot. Morðöld siglir sennilega í kjölfarið.
Og stúlkubörnin strika áleiðis að sínum leiðar-
lokum.
Hermannatelpurnar, sem ekki komast af landi
burt, keppa nú heiftarlega um hylli hermannanna,
6em eftir era. Bílfarmar af Reykjavíkurstúlkum
eru enn fluttir frá ameríska rauðakrossskálanum við
Hringbraut suður á Reykjanes til hermannadans-
leikja. Barnungar stúlkur sitja á veitingastofunum
á Hótel Borg með starandi augu og drekka whisky.
Ef að líkum lætur, verður þess ekki langt að bíða,
að fermingarstúlkur bjóði fram blíðu sína á göt-
unum fyrir svartadauðaflösku.
Eigum við að láta þetta hafa sinn gang?
Við vitum öll, að þá fórnum við meiru en lífs-
hamingju þeirra drengja og stúlkna, sem þegar
eru komin í sorpið. Við fórnum um leið voninni
um hamingju og sjálfstæði íslands.
Því vesaldómurinn breiðist óðfluga út, ef ekk-
ert er gert til að hefta hann. Hann hrífur æ fleiri
ungmenni með sér og teygir angana að hvers manns
dyram. Með hverju sinnileysisárinu versna horf-
urnar á því að böm, sem inn í samfélag okkar fæð-
ast, komist siðferðilega ósködduð á fullorðinsár.
Sjálfstæði þjóðarinnar er nú ógnað af erlendu
valdi, og svo mun verða á meðan hnefarétturinn er
við stjóm í heiminum. Ekkert getur bjargað því
annað en ósveigjanleg samtök okkar um að fall-
ast aldrei á erlend yfirráð eða ítök í nokkurri mynd,
Því miður er loftið þegar lævi blandið í þessu efni,
þótt ekki séu liðin nema tvö ár frá stofnun lýð-
veldis okkar. Ófeimnar raddir heyrast hvetja til
sölu á landsréttindum í von um náðarbrauð frá
Vesturheimi. Og það íslenzkt fólk er til sem tekur
undir þessa eggjun með því að bjóða háværasta
og óskammfeilnasta agentinn fram til þings.
Svona er hið sárþráða sjálfstæði öraggt í höndum
okkar íslendinga nú. Hvernig ætla menn þá að
um það fari, ef það kemst að verulegu leyti í um-
sjá afbrotamanna og vændiskvenna?
Úr nýútkomnum heilbrigðisskýrslum.
(Fyrir árið 1942).
Héraðslæknirinn í Borgarnesi segir:
„Setuliðið var hér allt árið, fyrst enskt og frá því
í maí amerískt. Böm voru mikið utan í hermönn-
unum og vita-tilgangslaust að reyna að hindra slíkt.
Hermennirnir höfðu gnægð af sælgæti, ávöxtum.
o. fl., sem ýmist er bannaður innflutningur á tii
þarfa landsins barna eða hindruð framreiðsla á
með skömmtun, sem að engu gagni kemur .. .
Eins og áður er getið liændust börn mjög að her-
mönnunum, einkum vegna sælgætis- og ávaxtagjafa.
Drógu krakkamir svo þessa vini sína með sér inn,
í hús og stofnuðu með því til kynna, þar sem þess
hefði ekki orðið óskað annars. . .. “
Héraðslæknirinn í Keflavík segir:
„Áfengisnautn í kauptúnunum í héraðinu er
mjög mikil. Dansleikir illræmdir og plássunum til
skammar, enda venjulega með slagsmálum og meið-
ingum, og læknir iðulega vakinn tvisvar til þrisvar
sinnum á nóttu til að gera að sárum slasaðra. Eru
að vísu sumt af því aðkomumenn úr Hafnarfirði
og Reykjavík. Þarf þetta umbóta við“.
Héraðslæknirinn í Hafnarfirði segir:
„Ég kom hingað í júlímánuði frá Isafirði, og
voru það mikil viðbrigði. Ég sá fáa íslendinga, en
allsstaðar var yfirfullt af amerískum hermönnum
og amerískum „bröggum“. Þá er ég hafði verið
nokkurn tíma og áttað mig nokkuð á bæjarlífinu,
fannst mér hér vera margt undarlegt og andstýggi-
legt. Hér úði og grúði af alls konar knæpum. Virt-
ust þær eingöngu sóttar af setuliðsmönnum og ís-
lenzkum „dömum“. Á spjöldum úti fyrir stóð,
hvað upp á væri að bjóða. Ein knæpan var þó allra
verst. Hún heitir ... og er af Hótel .. . ættinni í
Reykjavík. Þar er dansað og drukkið á hverju
kvöldi, en aðgangur aðeins leyfður hermönnum
og íslenzkum „dömum“. Virtist vera nóg af þeim
þar, fullum og hálffullum. Það undraði mig stór-
lega, að bæjarráð Hafnarfjarðar skyldi geta þoiað
að hafa aðra eins knæpu og þessa í sínu bæjarfé-
lagi. En sem sagt, allt virtist vera í þessu fína lagi.
Sennilega fannst mér einum eitthvað athugavert
við þetta og var kannske vegna þess, að ég kom
úr setuliðslausum bæ og var öllu þessu „ástandi“
ókunnugur. Síðar var mér sagt, að setuliðsmenn-
irnir kölluðu hinn umrædda veitingastað sama
nafni og illræmdustu alþjóöamelluknæpu í Kína“.