Fjarðarfréttir - 12.09.2024, Qupperneq 2

Fjarðarfréttir - 12.09.2024, Qupperneq 2
2 www.fjardarfrettir.is FJARÐARFRÉTTIR – HAFNFIRSK ÆSKA | FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2024 Æskan er framtíð þessa lands og því mikilvægt að hlúa vel að henni. Í Hafnarfirði, eins og annars staðar, er það gert á margvíslegan hátt og þá helst í gegnum skólakerfið. Frjáls félagasamtök og íþróttafélög eru einnig mikilvægur þáttur á leið barna að góðum andlegum og líkamlegum þroska og mikilvægt að börn fái að njóta fjölbreytts tómstundastarf. Umhverfið okkar skiptir einnig miklu máli og Hafnarfjörður státar af glæsilegu umhverfi sem mikilvægt er að varðveita og auka aðgengi að. En mikilvægust er þó fjölskyldan þar sem ábyrgð foreldranna er mikil. Þau eru fyrirmyndin og umræðuefnið við eldhúsborðið síast inn í forvitinn huga barnsins. Kostnaður við tómstundir barna hefur hækkað mikið á undanförnum áratugum og þó niðurgreiðslur bæjarins séu miklar, duga þær í lang flestum tilfellum aðeins fyrir eina tómstund og jafnvel ekki að fullu. Þetta getur valdið því að börn fá ekki að kynnast eins fjölbreyttu tómstundastarfi og æskilegt væri og afreksstefna gerir miklar kröfur, jafnvel til ungra barna, sem einnig verður á stundum til þess að börn komast ekki í nema eina grein. Félögin í bænum hafa þó í auknum mæli beint sjónum sínum að yngri börnum og hefur framboð fyrir t.d. elstu leikskólabörnin aukist. Í síðasta sérblaði um hafnfirskra æsku vakti Kolbrún Kristínardóttir athygli á mikilvægi útiveru og samveru fjölskyldunnar og er rétt að taka undir þau góðu hvatningarorð. Við foreldrar þekkjum eflaust flest að hafa upplifað tímaskort í erli vinnu og erils við að koma upp heimili fyrir fjölskylduna. Fjölskyldur gert gert miklu meira með börnum sínum og það þarf ekki að vera flókið. Hver samvera er mikilvæg og stuttar gönguferðir, leikir úti í garði, sundferðir og jafnvel kósístund í sófanum fyrir framan sjónvarpið getur verið gæðastund. Guðni Gíslason ritstjóri. leiðarinn Útgefandi: Hönnunarhúsið ehf. kt. 450106-1350 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Guðni Gíslason Ritstjórn og auglýsingar: 896 4613 fjardarfrettir@fjardarfrettir.is Prentun: Ísafoldarprentsmiðja • Dreifing: Póstdreifing ISSN 2298-8858 Vefútgáfa: ISSN 2298-8866 www.fjardarfrettir.is www.facebook.com/fjardarfrettir.is Hönnunarhúsið ehf., Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði HÓLSHRAUNI 2 | 555 3325 millihrauna.is | facebook.com/MilliHrauna MILLI HRAUNA HEIMILISMATUR Í HÁDEGINU OPIÐ VIRKA DAGA KL. 11-13:30 Skilafrestur 24. september Skila má lausnarblöðum í Ráðhúsinu v/ Strandgötu https:/ratleikur.fjardarfrettir.is Rat leikur Hafnarfjarðar Sumarið 2024 HEILSUBÆRINNHafnar örður ratleikur.fjardarfrettir.is RATLEIKUR HAFNARFJARÐAR 2024 Ú tg ef an di : H Ö N N U N A RH Ú SI Ð E H F - 8 96 4 61 3 Ratleikurinn stendur til 24. september 2024. Eftir það er vel þegið að merkjunum sé skilað í þjónustuver bæjarins í Ráðhúsinu. Látið gjarnan vita á Facebook hóp þátttaend ef þið hafið tekið merki og skilað. fréttamiðill Hafnfirðinga HEILSUBÆRINNHafnar örður Aðalstyrktaraðili: Samstarfsaðili: facebook.com/ratleikurVinsamlegast færið merkið EKKI úr stað! 27 RAT-024 27. FRÍTT KORT Ratleikur Hafnarfjarðar Ratleikur Uppskeruhátíð 2. október • Þrenn verðlaun verða veitt í þremur flokkum! • Allir sem skila og mæta geta átt von á útdráttarverðlaunum! Í AÐALSAL HAFNARBORGAR KL. 18.30 „Ungt fólk þarf að hafa tilgang, eiga vini og vera partur af samfélagi,“ segir Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi Hafnarfjarðarbæjar. Tvö ný ungmennahús bíða í startholunum fyrir unga Hafnfirðinga. Annað þeirra er í gamla Lækjar- skóla, Nýsköpunarsetrinu. Þar verður áhersla lögð á listir og sköpun. Dagvistun fyrir fötluð ungmenni, sem hafa lokið framhaldsskóla, verður svo sett upp á Selhellu 7, þar sem Brettafélag Hafnarfjarðar er einnig til húsa. Þar verður einnig hópa- og félagsstarf fyrir ólíka hópa á kvöldin. „Þessi tvö hús taka við af Hamrinum,“ segir Geir og að blásið verði til sóknar. „Meira en helmingi meira pláss. Þjónustan verður fjölbreyttari og opnunartíminn samtals lengri,“ segir hann. „Já, það á að breyta þjónustunni, efla og gefa fleirum tækifæri á að taka þátt. Það tekur tíma að setja upp starfsemina í nýjum húsum og við viljum gera það rétt,“ segir Geir. Því verður blásið til Ungmennaþings þriðju- daginn 24. september í Flensborg. UNGA FÓLKIÐ SKIPTIR ÖLLU MÁLI „Við ætlum að bjóða öllum ungmennum 16-24 ára á þingið. Við viljum heyra hvernig þau telja að þjónustan verði sem best.“ Starfshópur leggi nú línurnar, hitti forsvarsmenn Hins hússins og Mosans í Mosfellsbæ svo starfið verði sniðið að hópunum og nái einnig til jaðarhópa. „Þetta unga fólk skiptir okkur máli,“ segir Geir og að einnig verði leitað til fatlaðra ungmenna og þeirra sem eru af erlendu bergi brotin og taki hugsanlega síður þátt á svona þingi. Verið sé að ráða starfsfólk og búist við að starfsemin hefjist í október. „Já, við réðumst í breytingar og vinnum nú að því skýra markmiði að félagsstarf unga fólksins verði öflugra. Við ætlum að gera betur fyrir hafnfirsk ungmenni. Þessi þjónusta skiptir miklu máli, því ungt fólk þarf að hittast. Það þarf að berjast gegn einangrun og gefa þeim tækifæri á að læra og eflast saman,“ segir hann. EKKI EIGI AÐ ÓTTAST BREYTINGAR „Það skiptir svo miklu máli að vera ekki hrædd við breytingar. Við verðum að fylgja tíðarandanum. Þess vegna verða ungmennahúsin að vera á tánum og fylgja því sem er efst á baugi hverju sinni. Núna eiga þau til að mynda að ræða um ofbeldismenningu rétt eins og í skólunum og í félagsmiðstöðvunum,“ segir hann. „Þegar ungt fólk hefur ekki aðstöðu til að skapa tónlist, þá er það okkar að hlaupa undir bagga, þegar þröngt er um atvinnulífið eigum við að bjóða störf. Þetta er markmiðið og afar mikilvægt að við höfum unga fólkið með okkur til að finna réttu lausnina hverju sinni,“ segir Geir. „Ungmennahúsin eru aðstaða þar sem ungt fólk er þjálfað í samskiptum og félagsleg tengslum sem hjálpar þeim að fóta sig í lífinu. Það skiptir okkur því miklu máli að vinna hratt að því að opna húsin og það ætlum við að gera,“ segir Geir. Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi Hafnarfjarðarbæjar, segir blásið til sóknar í þjónustu við unga fólk bæjarins Tvö ungmennahús verða opnuð 16-24 ára Hafnfirðingar eru boðaðir á Ungmennaþing í Flensborg til að hafa áhrif á þjónustu tveggja nýrra ungmennahúsa. Stefnt er að því að bæta þjónustuna í stærra húsnæði KYNNING fjardarfrettir.is/felog Er þitt félag rétt skráð? | Sendu ábendingu á fjardarfrettir@fjardarfrettir.is

x

Fjarðarfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.