Fjarðarfréttir - 12.09.2024, Qupperneq 8

Fjarðarfréttir - 12.09.2024, Qupperneq 8
8 www.fjardarfrettir.is FJARÐARFRÉTTIR – HAFNFIRSK ÆSKA | FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2024 Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkti á fundi sínum í síðustu viku að fela umhverfis- og skipulagssviði að fá óháðan ráðgjafa til að vinna tillögur að bættu og öruggara umferðarflæði við hringtorgið við Lækjargötu til bráðabirgða eða þar til varanleg lausn á kaflanum frá Lækjargötu að Álftanes- vegi verður að veruleika. Í bókun ráðsins kemur fram að umhverfis- og framkvæmdaráð Hafnar- fjarðarkaupstaðar, leggi áherslu á að framkvæmdaáætlun samgöngu sátt- málans standist enda brýnt að leyst verði úr fyrrgreindum umferðarvanda við Reykjanesbrautina sem valdi óheyrilegum umferðartöfum og slíti íbúðahverfi bæjarins í sundur. Gríðarlegar umferðartafir myndast oft á Reykjanesbraut í brekkunni frá kirkjugarðinum og að hringtorginu við Lækjartorgi. Hin mikla umferð er einnig þess valdandi að íbúar í Setbergi eiga erfitt með að komast í önnur hverfi bæjarins. Vandamálið endar reyndar ekki við hringtorgið því miklar umferðartafir eru einnig frá torginu og að gatna- mótunum við Kaplakrika. 20 MILLJARÐAR TIL VERKSINS SAMKVÆMT SAMGÖNGUSÁTTMÁLA Fagnaði ráðið jafnframt uppfærðum og raunhæfum samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Í honum er áætlað að um 20 milljarðar verði settir í bráðnauðsynlegar úrbætur á kaflanum frá hringtorginu við Lækjargötu norður fyrir Kaplakrika að Álftanesvegi (við Góu). REYKJANESBRAUT Í STOKK EÐA Í GÖNG UNDIR SETBERGSHAMARINN Umhverfis- og framkvæmdaráð leggur áherslu á að greining á kostum þess að setja hluta Reykjanesbrautar í stokk eða göng undir Setbergshamarinn verði tilbúin sem fyrst. ALMENNINGS SAMGÖNGUR BESTA LEIÐIN Segir í bókun ráðsins að samhliða úrbótum í stofnvegum verði að koma fram raunhæfar tillögur um almennings- samgöngur til og frá Hafnarfirði enda skilvirkar almenningssamgöngur besta leiðin til umhverfisvænna samgangna. Hafnfirðingurinn Þórður Bjarni Guðjónsson, sendi fulltrúi fluttist þann 1. ágúst sl., frá utanríkisráðuneytinu til starfa sem aðalræðismaður Íslands í Nuuk. Hann tekur við af Geir Oddssyni, aðal ræðismanni sem fluttist til starfa í ráðuneytið. Þórður Bjarni hefur m.a. verið aðal- ræðismaður í Færeyjum og í Kanada en hefur starfað í utan ríkis ráðuneytinu síðan 2019. Er hann með aðsetur í Nuuk. Í ljósi athugasemda frá íbúum fellst umhverfis- og framkvæmdaráð ekki á framlagða tillögu um frisbígolfvöll í Áslandi og lagði ráðið til að aðrir staðir í bæjarlandinu verði skoðaðir í endur- skoðun aðalskipulags Hafnarfjarðar sem nú stendur yfir. Frisbígolffélag Hafnarfjarðar hafði áður óskað eftir að gerður verði völlur við SV hluta Hvaleyrarvatns og í hlíðum Selhöfða en Skógræktarfélag Hafnarfjarðar lagðist hart gegn því vegna mögulegrar skemmda á trjám og var fallið frá því. Þá var lögð fram tillaga í samráði við íþróttafulltrúa um völl í landi Áss, utan friðlands Ástjarnar, 18 holu keppnisvöll sem í raun er ekkert frábrugðinn 18 holu velli, þar sem brautirnar áttu að liggja um skógarsvæði í landi Áss og undir hlíðum Ásfjalls. Var tekið fram að hanna ætti völlinn svo notkun hans myndi ekki trufla umferð gangandi og hjólandi á svæðinu. Kynningarbréf sem íbúum var kynnt var ekki grenndarkynning í skilningi skipulagslaga og athugasemdum hefur ekki verið svarað eins og þarf að gera við grenndarkynningu. Því er ekki hægt að sjá á hvaða forsendum umhverfis- og framkvæmdaráð tók sína ákvörðun. Vilja bráðabirgða lausn við Lækjargötu Reykjanesbraut í stokk eða í göng Þórður Bjarni nýr aðal­ ræðis maður á Grænlandi Höfnuðu frisbígolfvelli vegna mótmæla íbúa Nánar á: Frí stunda styrkir Mánaðarlegur 4.750 kr. styrkur Frístundastyrkir gera börnum með lögheimili í Hafnarfirði kleift að taka þátt í íþrótta- og tómstundastarfi óháð efnahag foreldra. Nýta má styrkinn frá 1. janúar árið sem barn verður 6 ára til og með 31. desember árið sem það verður 18 ára. Frá 14 ára aldri er hægt að nýta styrkinn upp í líkamsræktarkort eða sambærileg aðgangskort sem gilda í 3 mánuði eða lengur. hfj.is/fristundastyrkir

x

Fjarðarfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.