Bergmál - 01.07.1955, Side 8
Bergmál -----------------------
niður kemur er byrjað að dansa
og dansað fram á nótt á ein-
hverju lúxushótelinu.
Á meðan Sadri var að læra
við Harvard háskóla var honum
vikið úr skólanum um stundar-
sakir, vegna þess að hann hafði
brotið skólareglurnar. Aga Khan
lét þá strákinn velja um, hvort
hann vildi heldur gegna her-
þjónustu í brezka hernum eða
verða vikadrengur hjá bónda á
írlandi. Sadri valdi hið síðar-
nefnda og á einu ári sýndi hann
slíkt framtak og dugnað við að
hirða kýr og hesta á afskekktum
búgarði, að faðir hans keypti
handa honum jörð og gaf hon-
um, í Meath héraðinu.
Síðar fékk hann einnig að
gjöf fagurt hús í Eden Roc á
frönsku Riviera-ströndinni, en
þangað heimsækir móðir hans
hann oft, Andrée prinsessa.
En því verður ekki neitað, að
Sadruddin prins hefir ýmsa
kosti til að bera, getur bæði
tekið að sér að reka búgarð með
mesta myndarskap og eins að
gefa út bókmenntatímarit.
Auðvitað á Ali Khan einnig
sínar björtu hliðar, og það sér
gamli maðurinn að sjálfsögðu.
Ef til vill hefur Ali ruglazt eitt-
hvað í ríminu af hinu villta
samkvæmis og skemmtanalífi,
----------------------- J ú l í
sem hann hefur lifað síðari
árin, en þegar til kastanna
heíur komið, þá hefur hann
einnig sýnt, að til eru töggur í
honum.
í heimsstyrjöldinni síðari náði
hann því að verða yfir-lautin-
ant og fékk auk þess sérstaka
viðurkenningu fyrir hreysti.
Án efa er erfitt fyrir gamla
manninn að velja milli sonanna
tveggja. Ávextirnir falla sjaldan
langt frá eikinni, segir gamli
maðurinn og andvarpar, en
þessi tilvitnun er tekin úr kór-
aninum og honum verður hugs-
að til liðinna tíma, þegar hann
sjálfur var ungur og skemmti
sér eftir beztu getu.
Aga Khan var aðeins ellefu
ára gamall, er hann giftist í
fyrsta skiptið og var það frænka
hans, sem hann gekk að eiga.
Eftir þetta fyrsta barna-hjóna-
band sigldi hann inn í höfn
hjónabandsins fyrir alvöru, er
hann gifti sig ítölsku Scala dans-
meyjunni Theresa Magliano,
sem fæddi honum soninn Ali
áður en hún dó, árið 1926.
í desembermánuði 1929 gifti
hann sig í þriðja skipti, franskri
konu af amerískum ættum, sem
heitir Andrée Caron og hún
fæddi honum Sadruddin. Það
hjónaband var frá upphafi mjög
6