Bergmál - 01.07.1955, Blaðsíða 11

Bergmál - 01.07.1955, Blaðsíða 11
ÞEGAR HONORE SUBRAC HVARF Smásdga eftir Guillaume Apollinaire Höfundur þessarar smásögu er oft talinn hafa verið franskur, vegna þess að hann skrifaði mest á frönsku og er hinn eiginlegi faðir nútíma franskr- ar skáldsagnagerðar. En hann er fæddur í Páfagarði í Róm og var móðir hans háttsett aðals- dama af pólskum og rússneskum ætt- um, en fædd í Finnlandi. Aldrei var upplýst með hverjum hún átti App- ollinaire, og hvíldi jafnan einhver dularfullur ævintýrablær yfir hinum óþekkta föður. Margir gátu þess til, að það væri páfinn sjálfur. Aðrir full- yrtu að það væri svissneskur verzl- unarmaður, sem móðirin hafði þekkt vel, eða þá einhver herforinginn í Vatikaninu. En rétta föðurinn er þó án efa að finna meðal háaðals Ítalíu, í ætt sem stóð konungsfjölskyldunni mjög nærri. Þessi smásaga varð til sama árið og hann dó, 1909 og koma fram í henni einkenni hans sem víða sjást í öðrum ritum hans — eða hið dularfulla og öfgakennda (galgenhúmor). Brella sú, sem hann notfærir sér í þessari sögu, er hans eigin uppfinnding en sumir seinni tíma rithöfundar hafa fengið hana að láni. Þrátt fyrir ítrustu rannsóknir, tókst lögreglunni aldrei að upp- lýsa hið dularfulla hvarf Honoré Subracs. Hann var vinur minn og þar sem ég var eini maðurinn, sem vissi sannleikann varðandi hvarf hans, áleit ég það skyldu mína að segja réttvísinni frá hvað gerðist. Rannsóknardómari. sem hlust- aði á frásögn mína, setti á sig slíkan tortryggnis og háðssvip og talaði við mig af slíkri varúð, að ég var ekki í neinum vafa um það, að hann áleit mig vera snar- vitlausan, og ég sagði það við hann, en þá varð hann bara enn þá stimamýkri við mig. Að lok- um ýtti hann mér fram að dyr- Unum og ég sá að skrifarinn hans stóð tilbúinn að ráðast á mig með knýtta hnefa, ef svo skyldi fara, að ég réðist á þá, en auð- vitað datt mér það alls ekki í hug. Saga Honoré Subracs er í raun og veru svo einkennileg, að menn eiga erfitt með að trúa henni. Allir vita það af frásögn 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bergmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.