Bergmál - 01.07.1955, Blaðsíða 62

Bergmál - 01.07.1955, Blaðsíða 62
Bergmál--------------------------------------------------JÚLÍ hann heyrði höggin er hjarta hennar barðist um. Eftir örstutta .stund myndi hún komast að raun um, hvort Johnny og Tony Mor- daunt væru einn og sami maður. David nam staðar utan við dyrnar. „Ég ætla að ganga inn fyrst,“ sagði hann blátt áfram. „Þér skuluð ekki koma inn fyrr en ég kalla á yður, því að ég hefi ekki sagt hon- um enn þá, að þér séuð að koma. Mjög óvænt geðshræring gæti orðið til þess að hann fengi minnið á ný. Og ef þér þekkið hann og hann man eftir yður, þá er mjög sennilegt að hann fái slæmt tauga- áfall.“ Christine kinkaði kolli, en sagði ekki neitt. Hún hélt höndunum fast að hliðum sér. David opnaði dyrnar og gekk inn. ,Halló, Johnny!“ Rödd hans var glaðleg og hressileg. Hún heyrði ekkert svar, en andartaki síðar heyrði hún að David sagði skýrt: „Það er gestur í fylgd með mér núna, sem kemur til að sjá þig. Má ég bjóða henni inn?“ Christine heyrði óm af einhverju svari, en ekki orðaskil. Að ör- stuttri stundu liðinni kallaði David til hennar. Hún tók á allri þeirri hreysti, sem hún átti til og gekk hægum skrefum inn í her- bergið með ákafan hjartslátt. Sjúklingurinn hafði staðið á fætur og stóð út við gluggann og sneri baki að henni alveg eins og er hún hafði komið í dyrnar í fyrra skiptið og hún gat ekki séð íraman í hann, aðeins ljóst, liðað hárið. ,Johnny,“ sagði David blíðlega, „gestur þinn er kominn hingað.“ Johnny sneri sér við og horfðist í augu við Christinu. Hún greip andann á lofti og henni fannst hún vera orðin máttlaus í hnjáliðun- um. Þetta var Tony Mordaunt. Enda þótt hann hefði breytzt mikið síðan hún sá hann síðast fannst henni hún þó þekkja til fullnustu hvern drátt í andliti hans. Hún var ekki í neinum vafa um það, hver þessi maður var, sem stóð fyrir framan hana. Hún lokaði augunum. Enda þótt hún hefði alltaf óttast það, að Johnny myndi ef til vill vera sami maðurinn og hún hafði reynt að þurrka út úr huga sínum, þá var það henni samt næstum því ofraun að sjá hann hér allt í einu bráðlifandi. „Þekkirðu hana ekki Johnny?“ Rödd Davids var á ný glaðleg og hressileg. „Hún hefir komið hingað inn áður í fylgd með yfirhjúkrunar- — 60 —
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bergmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.