Bergmál - 01.07.1955, Blaðsíða 22

Bergmál - 01.07.1955, Blaðsíða 22
J Ú L í B E R G M Á L---------------- farið á reiðhjóli eða verið á ferð- inni aftur og fram á þönum allan daginn með slíkt pyndingartæki um mittið. Kvenhattar hafa alltaf verið og eru enn sérstakt viðundur, sem skrifa mætti um langt mál. A því sviði kemur allt til greina. Höfuðbúnaður karla tæki að vísu nokkurt rúm líka í hatta- sögunni, en kaflinn um þá væri daufur og litlaus samanborið við kaflann um kvenhattana, og bezt að láta hvort tveggja bíða fyrst um sinn. En það er annað í sambandi við konurnar, sem vekur mann til umhugsunar og óþrjótandi heilabrota, er menn líta á mynd- irnar, og það eru brjóstin. Konubrjóstin hafa auðsjáan- lega aldrei fengið að vera í friði fyrir tízkuteiknurunum. Þau hafa ýmist orðið að þoka ofar eða neðar, þrýstast saman eða blásast út, að vísu þó alltaf inn- an þeirra takmarka sem náttúr- an sjálf hefir sett þeim. Frá árunum fyrir aldamótin síðustu sjáum við myndir af húsmæðr- um, sem heimasætum, í dragsíð- um kjólum, með sitjandann langt afturundan og voldugan barm mjög framstæðan. Þær líkjast í rauninni allmikið akur- hænum. Þessi sérkennilega tízka skapaðist af hinum þröngu líístykkjum, sem sléttuðu úr maganum og fengu brjóstin fram. Um tuttugu árum síðar — eða um 1920 — virðist svo sem tek- izt hafi að gera konuna flata að framan. Nú höfðu þær hvorki brjóst né mjaðmir, en líktust einna helzt strákum, enda flest- ar með drengjakoll. Þessi ógeðfellda uppfinnding stóð auðvitað ekki lengi föstum fótum, enda er svo komið um 1930 að konurnar hafa fengið brjóst á ný, sem svo ná hátindi í Marilyn Monróum og hinum þrýstnu filmdísum Ítalíu. Ef trúa má tízkukónginum Dior, þá eru kvenbrjóstin á upp- leið og innleið nú sem stendur til samræmingar við eitthvert viðundur, sem hann nefnir H- línuna, en hér verð ég, sem ó- faglærður að láta staðar numið. Til eru þeir hlutir sem ekki er hægt að skilja, og maður verður því að sjá. En svo að ég snúi mér aftur að því sem ég sagði í upphafi: þá segi ég það aftur og enn, að klæðnaði karlmanna hefir stór- um hrakað í útliti á síðustu ár- 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bergmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.