Bergmál - 01.07.1955, Síða 30
Gaman og alvara
Þýzki N óbelsverðlaunarithöf undur-
inn Thomas Mann fær tíðum heim-
sóknir verðandi rithöfunda, sem koma
til að leita álits hans og umsagnar um
handrit sín, eða bækur. Einn slíkur
bar sig upp við hann yfir því, að hann
væri ofsóttur af gagnrýnendum.
Thomas Mann mælti þá þessi hugg-
unarorð: „Kæri, ungi vinur, þegar
fram í sækir er rithöfundur metinn
eftir því, sem hann hefir skrifað, en
ekki eftir því hvað aðrir hafa skrifað
um hann.“
★
Enski blaðamaðurinn George Mikes
sagði þessa frægu setningu: „Á megin-
landinu lifa menn kynferðislífi, en hér
í Englandi höfum við hitaflöskur í
rúmunum."
★
Aðeins í einveru falla bitur tár.
(Linguet).
★
Ilefndin.
Frönsku rithöfundarnir Alexandre
Dumas og Théophile Gautier voru
beztu vinir og glettust oft hvor við
annan.
Gautier hafði eitt sinn verið í heim-
sókn hjá Dumas í bústað hans nálægt
Dieppe. Er hann kom aftur heim til
Parísar fannst hoonum tilheyra að
hripa vini sínum nokkrar línur og
þakka honum samveruna. Hann krot-
aði því þessi orð á örlítinn pappírs-
miða: „Ég þakka þér fyrir síðast.
Heimferðin gekk að óskum. Þinn
Théophile". Þennan sendibréfsmiða
vafði hann inn í þrjú hundruð arkir af
þykkum og grófum pappír og sendi
því næst Dumas pakkann, án þess að
greiða burðargjald.
Dumas varð að leysa út böggulinn
með ærnu fé, og sór hann að hefna
sín á Gautier. Hann lét sækja heljar
stórt bjarg niður í fjöru og límdi þar
á smámiða með þessari áletran: „Kæri
vinur, ég sendi þér hér með þann
stein, sem féll frá brjósti mínu — er
ég fékk hinn gleðilega boðskap, að
þú hefðir komizt heim heilu og
höldnu. Þinn einlægur Alexandre."
Því næst lét hann smíða sterkan
trékassa utan um steininn og sendi
hann með vöruflutningalest til Gauti-
ers, með eftirkröfu.
★
í veizlu einni, sem haldin var til
heiðurs heimspekingnum Bertrand
Russel, í tilefni af því, að hann hefði
hlotið nóbelsverðlaunin, hafði hann
sem borðdömu konu eina, sem var svo
spurul, að það reyndi mjög á taugar
heiðursgestsins, því að hún jós yfir
hann án afláts spurningum um heim-
speki, sem hún þó virtist ekki hafa
mikla þekkingu á. Að lokum bað hún
hann að útskýra fyrir sér, hvað „há-
speki“, væri eiginlega. „Það er mjög
auðvelt,“ svaraði Russel, „það er sú
list, að leita í almyrku herbergi og
finna bleksvartan kött, sem alls ekki
er þar.“
¥
Listin að þóknast er listin að
blekkja. (Franskt).
★
Löt stúlka er sjaldan siðsöm.
(Franskt).
28