Bergmál - 01.07.1955, Side 39
B E R G M Á L
1955
Einvígið með lensunni.
Lartal komst strax á snoðir
um, hversu kænn Crito hafði
verið, er hann valdi vopnin.
Plevko talaði og skildi arabisku,
og sagði Lartal morguninn eftir
úti í hallargarðinum, meðan
undirbúningur undir einvígið
fór fram hvað einvígi með lensu
væri á arabamáli. „Einvígið með
lensunni,“ sagði hann, „er bar-
dagi milli tveggja manna upp á
líf og dauða, þar sem annar
þeirra er vopnaður. Slíkt ein-
vígi er einhver villimannlegasta
aðferð sem til er til þess að jafna
deilur. Vopninu er kastað niður
á hinn afmarkaða einvígisvöll,
og sá sem fyrri verður að festa
hendur á henni, hefur rétt til að
kasta henni að hinum óvopnuð-
um. Það er hættulegur leikur
fyrir þann óvopnaða, og jafnvel
þó að þú yrðir fyrri til þess að
grípa hana, myndir þú varla
hæfa mark þitt, þar sem þú ert
algjörlega óvanur slíku vopni,
og næsta kast á andstæðingur
þinn.“ Lartal brosti og klappaði
á öxl félaga síns. „Engar áhyggj-
ur, gamli vinur,“ sagði hann
hughreystandi, það er fyrir-
skipun.“
Crito og Lartal.
Lartal kom auga á Morjana og
föður hennar, þau voru hrygg og
alvarleg. Hann sá einnig
grimmdarleg glott nokkurra
manna, sem stóðu saman í hóp
og voru auðsýnilega fylgjendur
Critos. Fleira gafst honum ekki
tími til að virða fyrir sér, því að
nú voru barðar bumbur, og lens-
unni var kastað niður á sviðið.
Crito varð broti úr sekúndu á
undan að ná lensunni. Lartal tók
þegar á rás, hann hljóp sem
hann mátti meðfram veggjun-
um til þess að leita einhvers af-
dreps. Crito elti hann með lens-
una á lofti. Nokkrar mínútur
stóð þessi eltingaleikur, og var
Lartal eins og rotta í gildru, en
hann var liðugri en Crito og gat
haldið sér í hæfilegri fjarlægð
frá andstæðing sínum, að lokum
kastaði hann lensunni. Lartal
37