Bergmál - 01.07.1955, Blaðsíða 55
Framhaldssaga:
Leyndarmál
hælisins
Eflir Robin York.
legur með að dreifa bókum og blöðum út um allt og svo má ég
helzt ekki hreyfa við því. Hann segist aldrei geta fundið neitt aftur,
ef ég taki til eftir hann.
bregð mér fram í eldhús og hita te, svo röbbum við saman á eftir,
yfir bollunum.“
Christine bauðst til að aðstoða hana, en frúin vildi ekki heyra
það nefnt og hraðaði sér út úr stofunni.
Þegar Christine var orðin ein fór hún að blaða í einu tímaritinu
og sá sér til undrunar að það var þýzkt, öll hin, sem nú lágu á
gólfinu voru einnig þýzk. Hún leit á hlaða af tímaritum á öðrum
stól og sá að þau voru öll amerísk. Hún brosti með sjálfri sér —
að tilhugsuninni um það, að hinn alvörugefni og virðulegi yfir-
læknir virtist verja tómstundum sínum í lestur æsirita. Því að öll
þessi tímarit voru glæpasögurit.
Þegar frú Kennan kom inn með tebolla brosti hún til Christinar.
„Látið yður ekki bregða, doktor Dunbar,“ sagði hún góðlátlega.
„Þessi tímarit tilheyra mér en ekki manninum mínum.“ Hún and-
varpaði svolítið mæðulega. „Ég er mikið ein og góð leynilögreglu-
saga drepur marga einverustundina.“
53