Bergmál - 01.07.1955, Qupperneq 59

Bergmál - 01.07.1955, Qupperneq 59
V B E R G M Á L 19 5 5 ana. Hreyfingar þeirra höfðu verið óeðlilega örar og einkennilegar og Chistine var að velta því fyrir sér, hvort ástæðan gæti verið sú, að þau David hlutu að sjást mjög greinilega bera við himinn þar sem þau stóðu uppi á kambinum. „Hverjir voru þetta?“ spurði hún. David yppti öxlum. „Ég hefi enga hugmynd um það, sennilega kærustupar frá þorpinu. Ég get ekki ímyndað mér að nokkur úr þjónustuliði okkar í spítalanum vilji eiga það á hættu að verða blautur. En hvað sem því líður, ef að þeir væru í einhverjum vanda þarna niðri, þá myndu þeir hrópa til okkar. Þeir hljóta að hafa séð okkur,“ bætti hann við. Hann sneri sér að Christinu og auðséð var að hugsanir hans sner- us eingöngu um hana, en nú var svipur hans orðinn hvass og alvar- legur, og skyndilega sagði hann: „Christine, það er nokkuð, sem ég þarf að tala um við yður, hvað svo sem það verður, sem að við komumst að raun um á morgun um Johnny.“ Hann hikaði við. „Ég á við það, að hvað svo sem fyrir kann að koma, þá mun ég gera allt til þess að vera yður til aðstoðar.“ Hann færði sig nær henni, og Christine fann það skyndilega að ef hún veitti honum hina minnstu uppörfun, þá myndi hann taka utan um hana og kyssa hana. Hann rétti út höndina og tók um hönd hennar. Hún horfði beint í augu hans og færði sig aðeins nær honum, um leið og hún nefndi nafn hans, en þá fannst henni skyndilega eins og að skuggar fortíðarinnar kæmu á milli þeirra og hún sneri sér snögglega við og gekk frá honum. Hún starði sljóum augum út á hafið, og treysti sér ekki til að segja eitt ein- asta orð. Davíð stóð grafkyrr að baki heirnar og smá andvarp leið frá vörum hans. Hann gerði enga tilraun til þess að fylgja á eftir henni, heldur stóð hreyfingarlaus þar sem hann var og héngu handleggir hans máttlausir niður með síðunum. Christine vissi ekki hversu lengi hún stóð þarna. Hugur hennar var allur í uppnámi, því að nærvera Davíðs hafði vakið sterkar ástríður í brjósti hennar. Að lokum sneri hún sér að honum aftur og þekkti varla sína eigin rödd er hún sagði: „Það er orðið fram- orðið. Ég held að við ættum að snúa við.“ „Já, það er víst bezt,“ sagði David. Rödd hans var eðlileg, en hún fann að hann átti erfitt með að halda henni í skefjum og hún vissi 57
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Bergmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.