Bergmál - 01.07.1955, Síða 60

Bergmál - 01.07.1955, Síða 60
Bergmál---------------------------------------------------- JÚLÍ með sjálfri sér að hún hafði sært hann. Þau gengu heim á leið í átt til hælisins, og þó að þau gengju hlið við hlið, gerði David enga tilraun til þess að taka aftur um hönd hennar og reyna að endur- vekja þær næmu tilfinningar, sem skapazt höfðu á milli þeirra og hún hafði eyðilagt fullkomlega. I sama mund og þau komu inn í garðinn umhverfis hælið, sáu þau að maður kom hröðum skrefum á eftir þeim. Skyndilega var eins og hann hefði þekkt þau, því að hann nam staðar og virtist eins og hann ætlaði að snúa við, en David kallaði til hans. ,,Halló, ert það þú, Martin.11 Doktor Anstruthers gekk hægt í áttina til þeirra og var auðséð á svip hans að hann var allt annað en ánægður yfir þessari óvæntu áreitni. „Varst það þú sem varst niðri í hvilftinni rétt áðan,“ spurði David. „Við sáum einhverjar tvær persónur þar og okkur datt í hug að þau myndu ef til vill teppast þar vegna flóðsins.“ „Hvaða erindi ætti ég að eiga niður í hvilftina,“ spurði doktor Anstruthers ólundarlega. „Og með hverjum ætti ég svo sem að vera að þvælast þar?“ „Ja, þú komst úr þeirri átt, svo að ég hélt, að það gæti hafa verið þú,“ sagði David brosandi. „Nei, ég var þar ekki.“ Rödd mannsins titraði, eins og hann gæti varla stjórnað reiði sinni. „Og hvað sem því viðvíkur, þá er það nokkuð, sem kemur þér alls ekkert við. Það er ekkert hægt að gera hér og vart hægt að snúa sér við á þessum stað, án þess að fólk sé að hnýsast í hluti, sem þeim koma ekkert við.“ David ætlaði að segja eitthvað, en Martin skeytti því engu, og gekk hratt fram hjá þeim og hvarf brátt inn í húsið. „Nú er ég undrandi. Ég hef aldrei vitað til þess fyrr að Martin gamli skipti skapi,“ sagði Davíð hugsandi. „Og ég get ekki ímyndað mér hvað það var, sem kom honum til að rjúka þannig upp.“ „Því skyldi hann ekki fara þarna niður í hvilftina, ef hann lang- aði til þess, og hvað kemur honum til að ímynda sér að við séum að hnýsast í það sem hann gerir.“ Christine var jafn undrandi og David, en skyndilega minntist hún mannsins, sem hafði haldið utan um yfirhjúkrunarkonuna 58

x

Bergmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.