Margt smátt : fréttabréf Hjálparstofnunar kirkjunnar - 01.09.2002, Side 3
gerir eitt stórt
2. tbl. 14. árg. sept. 2002
Útgefándi:
Hjálparstarf kirkjunnar,
Vatnsstíg 3,
101 Reykjavík
• '
Stjórn:
Einar Karl Haraldsson
Hanna Pálsdóttir
sr. Guðný Hallgrímsdóttir
sr. Sigurður Jónsson
Hreggviður Hreggviðsson
•
Framkvæmdastjóri:
jónas Þórisson
•
Ritstjóri:
Anna M. Þ. Ólafsdóttir (ábm.)
Höfundarmerktar greinar
eru á ábyrgð höfunda.
' •
Fréttablaðið Margt smátt sem kemur
út íjórum sinnum á ári er sent
endurgjaldslaust til styrktarmanna,
presta, sóknarnefnda, skóla,
fjölmiðla, bókasafna og fleiri.
•
Forsíðumynd:
Börn í flóttamannabúðunum
í Jenin.
Ljósmynd: Svala jónsdóttir
•
Framlögum til verkefna
Hjálparstarfs kirkjunnar
má koma til skila í bönkum
og sparisjóðum og til skrifstofunnar.
Hún er opin daglega milli
kl. 8 og 16.
Síminn er 562-4400
og bréfasími 562-4495.
•
Prentvinnsla:
rl'; Isafoldarprentsmiðja hf.
Dautt fjármagn hinna fátæku
Við fáum æ oftar að heyra það frá samstarfsfólki okkar á sviði þróunar-
samvinnu t.d. á Indlandi, í Eþíópíu og í Mósambík að málflutningur fyrir
þeirra hönd sé þeim ekki síður mikilvægur en bein fjárhags- eða tækniað-
stoð. I því felst meðal annars það vandasama verkefni að gagnrýna stjórn-
arhætti sem banna fólki að veita sér björg og drepa niður allan dug.
„Af hverju borðar lýðurinn ekki kökur, ef hann vantar brauð“, spurði
drottningin barnunga, Marie Antoinette? Af hverju taka þróunarríkin ekki
upp okkar háttu: lýðræði, lögbundna stjórn, réttarriki, markaðskerfi, vel-
ferðar- og heilbrigðisþjónustu og skólaskyldu? Ekki skortir módelin og til-
raunir til yfirfærslu á þeim, en alltof víða rennur framkvæmdin út í sand-
tnn.
Hernando de Soto, kunnur hagfræðingur frá Venezúela, heftir um ára-
bil fengist við það ásamt samstarfsmönnum sínum að svara eftirfarandi
spurningu: Hvers vegna virkar kapítalisminn í hinum vestræna heimi en
mistekst alls staðar annarsstaðar?
Hann færir rök að því að kapítalismi hafi fjórum sinnum gert innreið
sína í Suður-Ameríku en ávallt beðið skipbrot. í ríkjum Austur-Evrópu sem
áður lutu stjórn kommúnista, hefur hann skapað upplausnarástand. I Afr-
íku og hlutum Asíu nær hann engri fótfestu.
Svar hagfræðingsins kemur á óvart: Það er vegna þess að í þessum lönd-
um vantar miðlæga og löggilta skráningu eigna. Það getur tekið upp í 20
ár að fá viðurkenndan eignarrétt sinn á húsi eða landskika í Venezúela, svo
dæmi sé tekið. Astandið í þessum efnum í Afríku og víða í Suður-Ameríku
er eins og var í Evrópu fyrir 300 árum og í Bandaríkjunum fyrir 200 árum,
þegar aðall, kirkja og fulltrúar hinna ýmsu ríkisstjórna bitust við frum-
byggja, nýlendur, landnema og bændur um eignaréttinn. Við höfum fiutt
út evrópskan viðskiptarétt til margra landa, án þess að átta okkur sjálf á því
hversu mikilvæg skráning á eignarréttinum er fyrir viðgang frjálslynds kap-
ítalisma í velferðarríkjum iðnvædda heimsins. Liósm: Hk
Hemando de Soto
hefur með athugunum
og útreikningum feng-
ið þá niðurstöðu, að
hinir fátæku í heirnin-
um hafi skapað fjár-
magn í formi húseigna,
bústofns og ræktaðs
lands sem sé miklu
meira virði en öll þró-
unaraðstoð síðustu
aldar. Þetta sé hins
vegar dautt fjármagn
vegna þess að eignar-
rétturinn er hvorki
virtur né skráður. Þess
vegna sé ekki hægt að
nýta hann til þess að
skapa fjölskyldum
svigrúm og athafna-
rými með lántöku gegn veði eða eignaskiptum og sölu á öruggum grunni
samræmdrar eignaskráningar.
Það sem í okkar heimi er svo sjálfsagt að við áttum okkur ekki lengur á
grundvallarþýðingu þess fyrir gangvirki efnahagslífsins og eigin afkomu,
getur þýtt áratuga baráttu fyrir fjölskyldu í Afríku. Spurningin sem Hern-
ando de Soto vekur er kannski einmitt þessi: Hvernig getum við hjálpað ef
við skiljum ekki sjálf forsendur eigin velgengni?
Einar Karl fíaraldsson
stjómarformabur Hjálparstarfs kirkjunnar
Víða íþróunarlöndum er eignarréttur yfir húseignum,
rœktarlandi eða bifé hvorki virtur né skraður.
Að koma
Svala Jónsdóttir
Það er svolítið undarlegt að
koma heim eflir fimm mánaða
dvöl á mannrcttindavakl í Palest-
ínu. Að sumu leyti er eins og ég
hafi farið að heiman í gær, en að
öðru leyti virðast mörg ár hafa lið-
ið. Reyndar finnst mér gott að
vera komin heim, en fólkið og að-
stæðurnar sem ég kynntist í
Palestínu og Israel toga í inig.
Stuttu áður en ég fór heim frétti ég
að blaðamaður sem ég kynntist þegar
ég var að taka viðtöl við fólk í rústum
flóttamannabúðanna í Jenín, hefði
verið skotinn. Hann hét Imad Abu Za-
hra, palestínskur blaðamaður og Ijós-
myndari.
Siðasti dagurinn
Imad varð einn af þeim sem ég
hringdi reglulega i til að fá fréttir af
stöðu mála hjá Palestínumönnum í út-
göngubanni. Hann spurði mig á móti
út í Jsland og hvernig væri að búa þar.
Daginn sem hann lést hringdi ég í
hann um þrjú leytið, en þá var út-
göngubann ekki skollið á í Jenín. Ekk-
ert var að frétta og
allt með kyrrum
kjörum í borginni.
Noklcrum mínútum
seinna var hann
með þær fréttir að
ísraelski herinn
væri kominn inn í
borgina og hann
ætlaði að fara að
taka myndir. Senni-
lega var þetta síð-
asta símtal hans,
því stuttu síðar
fékk hann skot í
lærið. Hann fékk
ekki að fara á sjúkrahús strax og lá
blæðandi á götunni í um hálftíma.
Þegar hann loks komst undir læknis-
hendur var hann búinn að missa mik-
ið blóð og hann lést um kvöldið.
Síðasta myndin
Daginn sem við (lugum til Kaup-
mannahafnar keypti ég ensku útgáf-
una af ísraelska blaðinu Haaretz til að
lesa í flugvélinni. I föstudagskálfi
blaðsins var grein um Imad ásamt sið-
ustu Ijósmyndinni sem tekin var af
heim
honum, þar sem hann situr upp við
húsvegg með hendurnar á lærinu til
að reyna að stöðva blóðrásina, galla-
buxurnar hans ataðar blóði. Greinin
sagði frá því hvað hann hefði verið
mikill friðarsinni. Hann hefði haft
nemendur þar, önnur gyðingur og hin
arabi, væru ómeiddar. Eflaust á ég eft-
ir að hugsa til fólksins sem ég kynntist
í hvert skipti sem ég heyri fréttir af
árás á þessu svæði.
Ronni Shendar, samstarfskona Svölu og nemi íhebreska háskólanum, á tali við Nasser
Gawi i Austur-Jerásalem. Hann var borinn út af heimili sínu afþví að samtök gyðinga
töldu sig eiga landið sem það stóð á.
áhuga á að starfa með israelskum frið-
arsamtökum og tók á móti gyðingum á
heimili sínu. Hann talaði hebresku,
hafði tekið myndir fyrir ísraelsk dag-
blöð og dreymdi um að fara í fram-
haldsháskólanám í ísrael eða á Bret-
landi. Það var því kaldhæðnislegt að
hann skyldi falla fyrir israelskum
byssukúlum.
Tilgangsleysi
Imad Abu Zahra var 35 ára þegar
hann lést. Hann var sá fyrsti þeirra
sem ég kynntist í hjálparstarfinu sem
lét lífið í átökunum, en að öðru leyti er
saga hans eins og margra annarra sem
deyja án sýnilegrar ástæðu á hverjum
degi í Palestínu og Israel. Flestir deyja
án þess að þeirra sé getið í fjölmiðlum
að öðru leyti en þvi að vera taldir upp
sem hluti af mannfalli dagsins.
Eftir að við fórum frá Palestínu
fréttum við af árás á hebreska háskól-
ann sem var stutt frá sjúkrahúsinu sem
við bjuggum hjá í Jerúsalem. Það
fyrsta sem mér datt í hug var hvort
stelpurnar sem ég vann með og voru
Framtiðin
Eg velti því fyrir mér hvort háskóla-
nemarnir í Hebron sem ég talaði við
nokkrum dögum áður en ég fór heim,
nái að útskrifast á næsta ári og hvort
þeirra bíði eitthvað annað en atvinnu-
leysi og fátækt. Eg hugsa til ekkjunnar
sem missti húsið sitt i Jenín og vona
að hún eignist annað heimili. Ég sé
fyrir mér öll fallegu börnin sem ég
hitti í flóttamannabúðunum og óska
að þau komist til manns. Og ég vona
að draumar ísraelsku friðarsinnanna
sem ég kynntist eigi eftir að rætast fyrr
en siðar.
Það er auðvelt að gefast bara upp
og hugsa sem svo að það sé enginn til-
gangur með hjálparstarfi í Palestínu.
Að við Islendingar, fáir og smáir, get-
um ekkert gert til þess að leysa vand-
ann. En einmitt vegna þess hvað
ástandið er alvarlegt er það skylda
allra þjóða heims að gleyma ekki þján-
ingum þessa fólks og tryggja að hin
mörgu fórnarlömb átakanna hafi ekki
dáið til einskis.
Ljósm.: Svala Jónsdóttir