Margt smátt : fréttabréf Hjálparstofnunar kirkjunnar - 01.09.2002, Síða 7
Fátæku börnin okkar
Harpa Njáls
Þegar við hugsum um fátæk börn
sjáum við e.t.v. fyrir okkur fátæk börn
í Afríku og á Indlandi, börn sem hafa
ekki nóg að borða, geta ekki menntað
sig, böm sem búa við heilsuleysi
vegna erfiðra aðstæðna, börn sem eru
fædd inn í neðri lög samfélagsins.
Ekkert snertir okkur eins djúpt og að-
stöðuleysi og eymd barna. En er slíkt
ekki veruleiki fátækra þjóðfélaga? Yið
erum svo heppin að vera Islendingar
og tilheyra einni af ríkustu þjóðum
heims, þar sem hagsæld og lífsgæði
Tekjurnar eru svo litlar að það verður
að skera niður matarinnkaup, hvað þá
annað, sem kemur aftur niður á heilsu
barna. Niðurstöður rannsókna hafa
leitt i ljós skýr tengsl milli heilsufars
barna, 2-17 ára, hér á landi og félags-
og efnalegrar stöðu foreldra þeirra og
búa þau sem verr eru sett við verra
heilsufar.3 Þetta kemur einnig fram í
niðurstöðum rannsóknarinnar Akrif
efnahagslegra aðstœðna áfélagslega þátt-
töku unglinga og líðan. Bæði andlegt og
líkamlegt heilsufar unglinga sem
í jólagjöf. Sú stutta varð alsæl. En „hún
uppgötvaði það smátt og smátt að
dúkkan hennar gat ekki gert það sama
og dúkkur hinna“. Hún var annars
flokks.
Ef til vill er það þannig m.a. sem fá-
tæk börn á Islandi byrja að skynja og
skilja að þau standa ekki jafnfætis jafn-
öldrum sínum og eiga ekki sömu
möguleika til lífsins gæða. Þau eru
fædd inn í skilyrta velferð sem er að
mörgu leyti tilkomin vegna brotalama
eru helstu aðalsmerki. Getur verið að
hér á landi séu börn fædd inn í þá fé-
lagslegu stöðu að þurfa að heyja harða
baráttu við vonlausar aðstæður og fá-
tækt? I þessari grein ætla ég að fjalla í
nokkrum orðum um aðstæður fátækra
barna á Islandi.
A síðustu árum hafa rannsóknir
leitt í ljós að á Islandi býr fólk við fá-
tækt, þ.e. aldraðir, sjúkir, öryrkjar, at-
vinnulausir, bændur, námsmenn, ein-
stæðir foreldrar og ófaglært verkafólk
á vinnumarkaði. Af þeim hópi voru
64% með börn á framfæri.1 Niður-
stöður rannsóknarinnar Aðstœður fá-
tœkra á Islandi í lok 20. aldar leiða í
ljós að fátækt er að stórum hluta til-
komin vegna brotalama í velferðar-
kerfinu þar sem lágar bætur, lág frí-
tekjumörk og hörð skerðingarákvæði
njörva fólk í fátækt. Þar endurspeglast
takmörkuð úrræði og aðstoð við fátæk
börn. Þetta eru aðstæður sem börn
eru fædd inn í í íslensku samfélagi nú-
timans.2
Við hvaða aðstæður búa
fátæk börn á Islandi?
Fátæk börn á Islandi búa við þær
aðstæður, samkvæmt lágmarks fram-
færsluviðmiðum, að ekki eru til pen-
ingar fyrir brýnustu nauðþurftum.
sögðust búa við erfiðan efnahag var
marktækt verra en hinna sem bjuggu
við betri aðstæður.4 Börn og ungling-
ar á Islandi sem fædd eru inn í fátækt-
araðstæður eru ekki samkeppnisfær
við jafnaldra sína. Þau hafa ekki pen-
inga til að endurnýja eðlilega fatnað
sinn - þau skera sig úr fýrir fátæktar-
sakir. Þau hafa ekki efni á afþreyingar-
tækjum og félagslegri þátttöku, því
sem almennt er viðurkennt og telst
eðlilegt í okkar samfélagi. Þau standa
stöðugt hjá og koðna niður. Þau fara
ekki í sumarfrí, til þess eru ekki ráð, og
mörg hver hafa ekki efni á tilboðum
um námskeið sem standa til boða, t.d.
sumarbúðir, íþróttir, tónlistarnám og
fleira. Undantekning er ef fátæk börn
á Islandi eru styrkt til slíkrar þátttöku
og oft er helsta vonin að afar og ömm-
ur séu aflögufær.
Hvenær byrja fátæk börn á íslandi
að skynja stöðu sína og skilja að þau
standa ekki jafnfætis jafnöldrum sín-
um? I viðtali, sagði mér fátæk móðir 4
ára telpu, að dóttir hennar hafi verið
búin að biðja lengi um dúkku, eins og
margar stelpur á leikskólanum ættu.
Þetta var dýrt leikfang - dæmigert fyr-
ir mörg önnur. Þar kom að móðirin
fann dúkku sem var eftirlíking af hinni
„fullkomnu" dúkku og gaf dóttur sinni
velferðarkerfisins.5 Við þurfum ekki
að horfa til annarra landa þegar við
tölum um fátæk börn sem fædd eru
inn í vonlausar aðstæður. En þjóð sem
er ein af ríkustu þjóðum heims, hefur
ýmsa möguleika til færa aðstæður fá-
tækra barna til betri vegar.
1 Stefán Olafsson og Karl Sigurðsson
(1996), Þróun fátæktar á Islandi. Rann-
sóknin tók til 10 ára tímabils (1986-1995),
unnin að frumkvæði Norrænu ráðherra-
nefndarinnar, um Þróun fátœktar á Norður-
löndum.
2 Harpa Njáls (2002), Aðstæður fátækra á
Islandi í lok 20. aldar. M.A.-verkefni við
Háskóla Islands. Greinin byggir á niður-
stöðum þessa verks nema annað sé til-
greint.
3 Matthías Halldórsson og fleíri (1999),
Socieconomic differences in health and
well-being of children and adolescents in
Iceland, Scand. J Public Health 27, 1999,
No. 1, bls. 43-47.
4 Harpa Njáls (2000), Ahrif'efnahagslegra að-
stæðna á félagslega þátttöku unglinga og líð-
an. Unnin í M.A.-námi við H.t óbirt.
Rannsóknin byggir á gagnasafninu „Ungt
fólk 1997“, og nær til unglinga í 9. og 10.
bekk Grunnskóla Reykjavíkur.
5 Um þetta má lesa nánar í væntanlegri bók
höfundar sem byggir á rannsóknum á fá-
tækt i íslensku samfélagi.
Höfundur er félagsfræðingur og starfar
hjá Borgarfræðasetri.