Margt smátt : fréttabréf Hjálparstofnunar kirkjunnar - 01.09.2002, Qupperneq 9
LESENdlJR, hjÁlpUMST AÓ.
BeÍNUM VÍðskÍpTUM TÍl
EÍTÍRÍARANdÍ STyRkTARAÖÍU
Grímsey
Sæbjörg ehf, ðldutúni 3
Dalvík
Daltré ehf, Grundargötu 9
Hrísey
Hríseyjarhreppur, Skólavegi Ráðhúsi
Húsavík
Skóbúö Húsavíkur, Garðarsbraut 13
Laugar
Norðurpóll, trésmíðaverkstæði, Laugum
Egilsstaðir
Guðni Þórarinsson, Másseli
Kaupfélag Héraðsbúa, Kaupvangi 6
Sólskógar ehf, Kaldá
Fáskrúösfjörður
Hraðfrystíhús Fáskrúðsfj ehf, Skólavegi 59
Höfn
Bergsveinn Ólafsson, Stafafelli
Skinney - Þinganes hf, Krossey
Sparisjóður Hornafjarðar/nágr,
Hafnarbraut 36
Selfoss
Ræktunarsamband Flóa/Skeiða ehf,
Gagnheiði 35
Selfossveitur bs, Austurvegi 67
Hveragerði
Ecoline ehf, Sunnumörk4
Heilsustofnun NLFÍ, Grænumörk 10
Þorlákshöfn
Fagus ehf, Unubakka 18-20
Fiskmark ehf, Hafnarskeiði 21
Hella
Ljósá sf, Dynskálum 26
Vestmannaeyjar
Flugfélag Vestmannaeyja ehf, Hrauntúni 57
Heildverslun Karls Kristmanns,
Ofanleitisvegi
Vestmannaeyjabær, Ráðhúsinu
Hamfarir, óumflýjanlegar eins og lægð-
irnar yfir landinu?
upp. Þar verða fátækir oftast verst úti.
Þegar safnað er til neyðaraðstoðar
verður þess sjónarmiðs vart að fólki
þyki ausið í hít. Fólk spyr; „Hvers
vegna lifir þetta fólk á svona flóða-
svæði? Hvers vegna kemur fólk sér
upp kofa langt upp í hæðum á eld-
fjalli? Það er rétt athugað að þetta eru
ekki góðir staðir. Þetta eru oft mjög
hættulegir staðir. Astæðan er oftar en
sveit í borg neyðir fólk til að fikra sig
út á svæði sem undir venjulegum
kringumstæðum myndu ekki teljast
íbúðarhæf. Yfirvöld ná ekki að byggja
upp þjónustu fyrir þennan fjölda en
talað er um að íbúafjöldi í borgum
þriðjaheimslanda hafi fimmfaldast á
síðustu 50 árum. Hann hefur tvöfald-
ast í borgum Vesturlanda og þykir
fólki nóg um. Þannig verða jafnvel
Svo virðist sem hörmungum og
hamförum linni aldrci. Það má
ganga að því vísu að einhvers stað-
ar í heiminum sé fólk að Ilyja
flóð, berjast við þurrka, búa sig
undir fcllibylji, bjarga búfé frá
frosthörkum eða Ieita í jarð-
skjálftarústum að nánustu ætt-
ingjum. Veröldin er ekki hættu-
laus og vcrður scint.
Ognir birtast í átökum, hryðjuverk-
um og borgarastríði, lekum olíuleiðsl-
um, biluðu kjarnorkuveri, flug- eða
járnbrautaslysum. Hvort sem maður
eða náttúra eiga þar sök líða milljónir
manna í hamförum og ógnum af þessu
tagi. Ómælt fé fer í að bregðast við
þeim og fátækar þjóðir sem barist hafa
hörðum höndum fyrir framförum
hrekjast mörg ár aftur í tímann hvað
varðar lífsgæði og þróun þegar ham-
farir dynja yfir.
Færri tleyja. fleiri fínna fyrir
Á árunum 1990-1999 létust 80.000
manns á ári af völdum hamfara segir í
nýútkominni skýrslu frá Alþjóða
Rauða krossinum um hamfarir í heim-
inum. Það er töluvert lægra en tölurn-
ar frá 8. áratugnum þegar um 200.000
manns dóu á ári hverju af þeim orsök-
um. Nærri 2 milljarðar manna urðu þó
fyrir skakkaföllum af völdum þeirra á
seinna tímabilinu, eða um 200 millj-
ónir á ári, sem er mun meira en á því
fyrra. Efnahagslegur skaði getur orðið
gífurlegur og hefur orðið meiri eftir
því sem liðið hefur á 20. öldina. Jarð-
skjálftar 1999 kostuðu Tyrkland t.d.
um 20 milljarða dollara og aurskriður
í Venesúela sama ár kostuðu 10 millj-
arða dollara. Hvort tveggja jafngilti
10% af þjóðarframleiðslu landanna.
Fellibylurinn Mitch færði löndin í
Mið-Ameríku í einu vetfangi 20 ár aft-
ur í tímann. Saina ár eyðilögðust
mannvirki að virði 2,6 milljarða doll-
ara í Perú vegna E1 Nino.
Fátækt býr að baki
Þessar tölur segja þó bara hálfa
söguna því persónulegur eignamissir
er óútreiknanlegur. í náttúruhamför-
um getur fólk misst allt sitt, allt sem
það hefur varið ævinni í að byggja
Hamfarir hrekja fólk á flótta.
ekki sú að þarna er húsnæði eða jörð
ódýr eða jafnvel þannig að ekki er am-
ast við því þótt fátækir setjist þarna að
án þess að greiða nokkuð. Þarna er
líklega ekki rennandi vatn, ekkert eða
lélegt frárennsli. Enginn vill búa á aur-
um eða árbökkum sem reglulega flæð-
ir yfir eða í bröttum brekkum þar sem
búast má við aurskriðum. Þess vegna
geta fátækir komið sér þar fýrir. Fá-
tækt fólk hefur ekki efni á því að verja
híbýli sín, akra eða það sem það hefur
lifibrauð sitt af, gegn hamförum.
Fólksfjölgun og ójaí'n efna-
hagnr
Fleiri verða fyrir barðinu á hamför-
um nú en fyrir 30 árum. Fleiri nota
rafmagn, gas og vatn og missa það við
hamfarir. Fleiri sakna ónýtra sam-
göngumannvirkja og eyðilagðrar þjón-
ustu. Mannfjölgun og flutningur úr
þeir sem tilheyra millistétt í hættu eins
og kom á daginn í jarðskjálftum í
Tyrklandi og í Gujarat á Indlandi. Fólk
sem bjó í blokkum og taldist ekki fá-
tækt varð fórnarlömb fljótvirkni yfir-
valda, byggingarreglugerðum hafði
ekki verið fylgt eða þeim ábótavant.
Fátækir eru þó alltaf í mestri hættu.
Þar sem hagvöxtur hefur þó orðið í fá-
tækum löndum hefur hann ekki alltaf
orðið til þess að minnka hættuna af
mögulegum hamförum. Auðurinn
skiptist ekki jafnt og hagvöxturinn
getur skapað meira álag á náttúruauð-
lindir og ýtt undir umhverfisspjöll eins
og óhóflegt skógarhögg sem skapar
hættu á flóðum eða aurskriðum.
Breyttar félagslegar forsendur sem
fylgja flutningi úr sveit í borg geta
eyðilagt stuðningskerfi sem fjölskyld-
ur bjuggu að og dregið úr möguleik-
um fólks til að bjarga sér við erfiðar
aðstæður. Fátækir bændur kjósa frem-
ur að rækta tegundir til útflutnings en
eru um leið háðir breytilegu heims-
markaðsverði. Einnig getur uppskeran
brugðist og þá er ekkert upp á að
hlaupa, þá er ekki einu sinni skiki til
matjurtaræktar sem e.t.v. hefði getað
nært fjölskylduna þar til úr rættist.
Að efla fólkið
Að efla fólk sem vegna fátæktar eða
hættu á hamförum er á jaðrinum, með
neyðaraðstoð, uppbyggingu, við-
bragðsþjálfun og vömum gegn ham-
förum á sjálfbæran hátt er markmið
Lútherska heimssambandsins sem
Hjálparstarf kirkjunnar er aðili að. Til
að ná þessu markmiði þarf mikla
áherslu á að efla fólk á hverjum stað til
» þess að taka þátt í ákvarðanaferli og
| efla skilning þess á því að þróun er á
= ábyrgð þess sjálfs, samfélagsins sem
o það býr í. LH beinir aðstoð sérstak-
i lega til fólks sem verður fyrir áföllum
3- af völdum hamfara hvort sem er nátt-
úrulegra eða mannlegra, einkum til fá-
tækra og þeirra sem eru á vergangi
eða flóttafólki. Sérstakt tillit er tekið til
kvenna, barna og alnæmissjúkra. Þess
vegna vinnur sambandið á svæðum
þar sem þetta fólk er fjölmennt, í nánu
sambandi við fólk og samtök i nær-
samfélaginu á hverjum stað. Skiptir þá
miklu máli að sem flestir komi að því
að meta hættur og þarfir og vera með
í ákvarðanatöku. Þá verða viðbrögð
við hættuástandi betri.
Mælanleg markmið
Samvinna Lútherska heimssam-
bandsins við landssamtök, félög og al-
þjóðlegar stofnanir og stjórnvöld er
mikil en aðildarkirkjur þess og hjálp-
arstofnanir þeim tengdar eru oft í
bestri aðstöðu til að ná til fólksins.
Alltaf er áherslan þó á fólkið sjálft og
því hefur LH ákveðið að árið 2006
verði búið að tvöfalda framlög frá því
sem er nú, sem varið er til að efla fólk-
ið sjálft. I samræmi við það á að fjölga
um helming þeim verkefnum sem fólk
á staðnum, fólk sem býr við aðstæð-
urnar á að framkvæma í stað starfs-
fólks LH. Markmið LH er að þjálfa,
kosta og undirbúa fólk til að takast
sjálft á við vandann, meta úrbótaþörf,
meta hættur og viðbúnað, í samræmi
við það sem það best þekkir af reynslu
sinni. Þetta á að gerast með með því að
fá sem flesta til þátttöku og að veita
þeim aðgang að þekkingu og fjár-
magni, tækjum ofl. sem LH með öllum
sínum aðilum býr að. LH leggur
einnig höfðuðáherslu á að styðja fólk
til þess að berjast fyrir sínum málum
með því að gerast talsmenn þeirra og
hjálpa þeim að fá aðgang að yfirvöld-
um og t.d. réttarkerfi.
Að forðast skaða með réttum
viðbónaði
Mörgum þykir sem fullmiklu fé sé
eytt í viðbrögð frekar en viðbúnað.
Hefur það sætt alþjóðlegri gagnrýni.
Spara mætti fjármuni, líf og eignir með
því að vetja meiru til forvarna. Kemur
þá að því sem kallað er sjálfbær þróun.
Hana hefur Lútherska heimssamband-
ið að leiðarljósi og vinnur út frá því að
neyðaraðstoð sé veitt þannig að hún
stuðli að og búi í haginn fyrir upp-
byggingu sem tekur við þegar hættan
er liðin hjá. Fólk sem notið hefur að-
stoðar hefur þráfaldleg bent á þetta
t.d. fólk í Gujarat sem vildi frekar fá
efni til að sauma úr heldur en föt og
koma þannig efnahag og daglegu lífi
sem fyrst í gang. Á sama hátt taki allt
þróunarstarf mið af þeim hættum sem
steðja að hveiju samfélagi þannig að
það dragi úr þeim og afleiðingum
þeirra. Þannig sé þróun sjálfbær,
heildræn, og taki mið af einstakling-
um. Sem dæmi má nefna að í borginni
Hue í Víetnam varð t.d. mikil upp-
bygging í vega- og samgöngumálum
og var m.a. lögð járnbraut og vegur
þvert yfir dal sem borgin stóð við. Það
varð til þess að rigningarvatn rann
ekki burt með eðlilegum hætti heldur
safnaðist saman og flæddi svo yfir
svæðið. Þróun fyrir einn má ekki verða
á kostnað annars. Þótt skógarhögg sé
atvinnugrein sem skilar víða góðum
arði má hún ekki verða til þess að gera
land örfoka með fyrirsjáanlegum ham-
förum fyrir íbúa á svæðinu. Með því
að hafa þróun sjálfbæra er reynt að
taka tillit til aðstæðna, trúarbragða og
venja. Þótt hvort tveggja geti bæði ýtt
undir og tafið umbætur er nauðsyn-
legt að framkvæmdir séu í takt við líf-
ið á staðnum. Það er tryggt með þátt-
töku fólks á staðnum. Sjálfbær þróun
tekur mið af þekkingu sem er fyrir og
ekki er litið svo á að hátækni sé eina
merkið um þróun. Sjálfbær þróun tek-
ur mið af líðan einstaklinga en ein-
skorðar sig ekki við hagtölur sem deil-
ast á fjölda fólks í héraði eða landi.
Friður og sáttaumleitanir eru liður í
sjálfbærri þróun svo og mannréttindi
og umhverfismál.
AMÞÓ