Margt smátt : fréttabréf Hjálparstofnunar kirkjunnar - 01.09.2002, Síða 13

Margt smátt : fréttabréf Hjálparstofnunar kirkjunnar - 01.09.2002, Síða 13
Stiklaö á st ru í starfinu að, endurkeypti gos og afganga svo allt andvirði söl- unnar um 100.000 krónur færi til verkefna hjá Sam- einuðu indversku kirkjunni og SAM. # Meira og meira frá Indlands- fjölskyldunni Arleg Kolaportssala Indlandsljölskyldunnar í maí, 11 manna hóps sem safnar hlutum til sölu í Kolaportinu á hveiju ári og notar hvert tækifæri til fjáröflunar, skil- aði um 155.000 kr. og Indlandskvöldið 100.000 kr. John Winston forstöðumaður Sameinuðu indversku kirkjunnar tók við helmingi fjárins á Indlandskvöld- inu og hefur nú staðfest að 100 járnkoffort sem börn- in nota til að geyma eigur sínar í hafi verið keypt og 15 skólabekkir. Bréf frá SAM staðfesti að þeirra hluti gjafarinnar frá Indlandsfjölskyldunni yrði notaður í nýtt verkefni, nokkurs konar opinn háskóla. SAM telur þetta verk- efna geta unnið gegn sífellt öflugri markaðssjónar- miðum þar sem peningar ráða ferðinni, en af þeim eiga ekki allir nóg. Vinnumarkaður er að dragast sam- an um þessar mundir á starfssvæði SAM og með því að sníða námið að honum telja samtökin sig geta búið fátæka nemendur betur undir samkeppni. # Opinn háskóli SAM hyggst nota 1.100 dollara frá Indlandsfjölskyld- unni til að veita nemendum sem komnir eru í háskóla námsstuðning. Nemendurnir þurftu að vinna fyrir sér og gátu ekki sótt tíma og völdu þess vegna fjamám. Arangurinn af algeru sjálfsnámi var hins vegar slakur. SAM ákvað því að efna til kennslu í helstu greinum þar sem nemendur fengju kennslu í helstu atriðum og aðstoð við að leysa verkefni sem þeim voru sett fyrir. Það gaf góða raun og margir sem voru orðnir vondaufir um að ná prófum gerðu það. Allir bættu sig til muna. SAM hyggst fá alla nemendur sem sækja þessa kennslu til að taka einn tíma á viku í talaðri ensku, einn viðbótartíma í tölvufræðum og einn tíma í einhverri hagnýtri iðn s.s. smíðum eða viðgerðum á raftækjum. Þannig sér SAM fyrir sér að nemendurnir verði vel samkeppnisfærir á erfiðum vinnumarkaði. Þeir munu útskrifast með háskólapróf, geta átt sam- skipti á ensku og tamil-máli, haft grunnþekkingu í einhverri iðn og kunnað vel á tölvur. Kennt verður í húsnæði SAM og ekki lagt í annan kostnað en laun kennara. Námsefni verður úr fjarnámi nemendanna eftir greinum sem þeir hafa valið þar. Nýir stólarfyrir yngstu bömin hjá Sameinuðu indversku kirkj- unni. # Börn fcngu sumarglaðning Islensk erfðagreining gaf Hjálparstarfí kirkjunnar eina milljón króna til þess að koma fátækum börnum á landsbyggðinni á leikjanámskeið, í siglingar, reið- mennsku eða jafnvel til að kaupa hjól, línuskauta eða annað sem fylgir sumrinu. Hjálparstarfíð hafði í sam- vinnu við presta upp á fjölskyldum sem gætu nýtt styrkinn. Ríflega 30 fjölskyldur fengu styrki og voru allt upp í fjögur börn á hverju heimili sem nutu góðs af. Glaðningurinn kom óvænt og hitti í mark því margir höfðu lagt kynningarbæklinga íþrótta- og tóm- stundafélaga til hliðar vissir um að geta ekki boðið börnum sínum slík tækifæri í sumar. Þessi styrkur var sannkallaður gleðigjafí bæði þeim sem þáðu og ekki siður starfsfólki H.k. sem naut þess að geta hringt og boðið hálfgerðan happdrættisvinning. Framtak Is- lenskrar erfðagreiningar er lofsvert í ljósi þess að vit- að er að börn fátækra hafa miklu færri möguleika en jafnaldrar þeirra og geta einangrast félagslega af því þau hafa ekki efni á að fylgja hópnum. # Réttum þeim hjálparhönd, nýtt efni fyrir sunnudagaskóla Þjóðkirkjan, Skálholtsútgáfan og Hjálparstarf kirkj- unnar hafa tekið höndum saman í vetur um námsefni fyrir sunnudagaskólann og 10-12 ára starfíð. Þemað er hjálparstarf, börnin kynnast krökkum út um víða veröld, kjörum þeirra og leið til að hjálpa. Um leið læra börnin að meta það sem þau hafa hér. Allir sunnudagaskólar munu safna fé sem Hjálparstarfið kemur til skila og búist er við að TTT-hópar taki að sér fósturbarn. I kennsluefninu segir m.a. að það sé gott að vera kristinn og vita það en betra sé að vera krist- inn og sýna það. Trúin á að leiða til athafna. Börnin læra að þekkja merki og starf Hjálparstarfs kirkjunn- ar og fræðast um það sem farveg þeirra til góðra verka. Börnin fá verkefnabók með teikningum Sig- rúnar Eldjárn og fjölmargir höfundar lögðu metnað í fræðslu, sögur, leikrit og myndir. # Kristín hættir Kristín Bogeskov djákni sem starfað hefur á Hjálpar- starfínu í rúmlega 2 ár lætur af störfum í lok ágúst. Hún veitti innanlandsaðstoð forstöðu í tvö ár á þeim grunni sem verið hefur frá upphafí. I ljósi vaxandi fá- tæktar og fjölda umsókna var tekin ákvörðun um að breyta hlutverki innanlandsaðstoðar þannig að stofn- unin gæti, auk þess að veita beina aðstoð, verið öflug- ur talsmaður þeirra sem leita til hennar á opinberum vettvangi. Nauðsynlegt þótti að fá félagsráðgjafa til starfsins sem þekkir vel fyrirkomulag opinberrar að- stoðar og samvinnumöguleika á því sviði. Kristín flutti sig þá um set og tók m.a. að sér að efla styrktarmanna- kerfið í samræmi við ný markmið stofnunarinnar, vinna að auknum umsvifum í tengslum við fósturbörn og fleira. Hjálparstarfíð óskar henni góðs gengis og þakkar samstarfíð. # Listaverkasala Sóley Björk Atladóttir og Karen Sól Sævarsdóttir, bráðum 7 ára, vörðu heilum degi í að teikna myndir og seldu svo listaverkin á tombólu við Nóatún í Kópa- vogi. Þær seldu einnig smáhluti en listaverkin seldust best og kaupendur flestir úr hópi eldri borgara. Þær söfnuðu 1.580 krónum sem þær afhentu Hjálparstarf- inu. # Indlandskvöld og heimsókn John Winston „Þetta var yndislegt kvöld, við vorum þreytt en alsæl þegar uppvaskinu var lokið!” sagði Halldóra Karls- dóttir driffjöður úr Indlandsfjölskyldunni, hópi stuðningsmanna Hjálparstarfsins. Indlandskvöldið var haldið 12. maí og komu um 100 manns. John Winston forstöðumaður Sameinuðu indversku kirkj- unnar var staddur hér á landi og sýndi myndir og flutti hugvekju. Jónas framkvæmdastjóri H.k. túlkaði. Gestir voru á öllum aldri, fósturforeldrar, styrktar- menn og aðrir. Yirtust menn ánægðir með matinn en ekki laust við að svitinn sprytti fram á sumum! Ind- landsfjölskyldan sem eldaði sumt sjálf og keypti ann- Raðað í nýju skólatöskurnar. Strákamir fá buxur og skyrtu, stelpumar pils og skyrtu.

x

Margt smátt : fréttabréf Hjálparstofnunar kirkjunnar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Margt smátt : fréttabréf Hjálparstofnunar kirkjunnar
https://timarit.is/publication/1939

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.