Margt smátt : fréttabréf Hjálparstofnunar kirkjunnar - 01.09.2002, Page 15
Hollir og góðir maurar
Oft velta menn vöngum yfir því
hvernig færi ef allir borðuðu jafnmik-
ið kjötmeti og Yesturlandabúar, hvern-
ig það færi með vistkerfi jarðar. Sem
betur fer eru hrísgijón víða undir-
stöðufæða, þar sem hvert magamál
kostar minni vinnu og fé en hamborg-
arafylli. Hrísgrjónin eru þó einhæf og
fái fólk ekki nauðsynleg efni úr öðrum
mat er næringarskortur vís. I Kambod-
íu þar sem 80% hinna 11 milljóna
landsmanna búa í sveit, bætir fólk
kostinn með ýmsu kviku af akrinum
s.s. maurum, kröbbum, froskum og
fiskum. Þeir eru vítamín- og steinefna-
ríkir og í þeim eru fitusýrur og hágæða
prótín. Dagskammtur í Kambodíu
samanstendur af um 1200 gr. af hrís-
gijónum og 100 gr. af fiski, kakkalökk-
um, snákum, sniglum, engisprettum,
rækjum eða vaðfuglum. Við bætast svo
stöku ávextir, grænmeti, annað kjöt til
hátíðabrigða og olía. Kambodíumenn
borða tiltölulega mikið af þessum mat
miðað við aðrar þjóðir í þriðja heimin-
um þar sem kjötmeti getur farið niður
í 15 gr. á dag.
Vítamín og steinefni misnýt-
anleg
Þegar fæðuöryggi á ákveðnum
svæðum er metið er oft litið fram hjá
þessum hluta kostsins. Hann skiptir þó
sköpum þar sem fæða er einhæf. Mik-
ilvægt er að óléttar konur, konur með
barn á bijósti og börn sem eru að vaxa
úr grasi fái nóg af nauðsynlegum efn-
um. Börn þurfa hlutfallslega meira en
fullorðnir af þeim efnum sem koma úr
fiski og kröbbum og skordýrum. Arið
2000 rannsökuðu Sameinuðu þjóðirn-
ar magn A-vítamíns í fæðu 15.000
kvenna og barna þeirra undir 5 ára
aldri auk nokkurra feðra. Kom í ljós að
konurnar fengu að jafnaði aðeins 40%
af ráðlögðum dagskammti en feðurnir
sem voru með í rannsókninni fengu
64%. 80% barnanna sem ekki lengur
voru á bijósti fengu ekki nóg af A-
vítamíni. A-vítamínskortur getur leitt
til náttblindu, sýkinga ýmiskonar, al-
gerrar blindu og í verstu tilfellum til
dauða. A-vítamín sem fólk fær úr dýr-
um sem það veiðir af akrinum er
þannig að líkaminn tekur það betur
upp en A-vítamín úr hrísgijónum.
Sama á við um jámið en þótt járn sé í
hrísgijónum á líkaminn ekki eins gott
Margt býr í akrinum.
með að nýta það. Járnskortur ^
er mjög algengur í þriðja- y
heimslöndum. 3
Varfærni nauðsynleg í
umbótum
Kambodía er meðal lægstu
hrísframleiðenda í heimi. Vega-
og flutningskerfi er lélegt í
landinu og bregðist uppskera
er erfitt að flytja birgðir frá ein-
um landshluta til annars. Því er
lögð mikil áhersla á að bæta
ræktunaraðferðir m.a. með
meira skordýraeitri og öflugri
vélum. Hvort tveggja teflir
skordýrum, fiskum, froskum og
kröbbum í hættu og þar með
lífsnauðsynlegri fæðuuppbót
landsmanna. Því er ólíklegt að
fæðuöryggi aukist með þessum
aðferðum. Nauðsynlegt er að
finna járnríkari og harðgerðari
hrístegundir samhliða góðu
skordýralífi. Alþjóðlegt sam-
starf, líftækni og alþjóðlegir
viðskiptasamningar geta skipt
miklu í baráttunni gegn
vannæringu og vöntunarsjúk-
dómum. Froskalæri og safaríkir
kakkalakkar verða því vonandi
áfram á borðum Kambodíu-
manna um ókomna framtíð.
AMÞÓ
Úr Kontakt 3/2002
Götusalar selja borgarbúum steikta smáfugla,
skordýr og froskalappir.
Ljósm.: H.k.