Margt smátt : fréttabréf Hjálparstofnunar kirkjunnar - 01.06.2015, Blaðsíða 9
9
„Sennilega hef ég byrjað í sjálfboðnu starfi þegar ég var 30 ára
gömul en þá eignuðumst við stúlku sem þurfti mikla aðstoð.
Við hjónin gengum í Félag þroskaheftra barna og börðumst
þar með öðrum foreldrum fyrir hagsmunum barna okkar með
kjafti og klóm,“ segir Dúfa Sylvía Einarsdóttir, ötull sjálfboðaliði
Hjálparstarfs kirkjunnar. „Seinna var ég fjögur ár í stjórn Þrosk-
ahjálpar og maðurinn minn í tólf, þar af formaður í tvö ár.
Hjálparstarfi kirkjunnar kynntist ég þegar ég tók að mér að starfa
sem tengill sóknarnefndar Háteigskirkju,“ segir Dúfa og útskýrir
að kirkjusóknir í Þjóðkirkjunni eigi hver sinn fulltrúa sem sæki
fundi fulltrúaráðs Hjálparstarfsins vor og haust og fræði svo
sóknarnefndir um starfið og hvetji þær til þess að leggja því lið.
„Kirkjurnar í landinu eru Hjálparstarfið og þess vegna þurfa allar
sóknir að leggja sig fram um að það gangi sem best,“ útskýrir
Dúfa og bætir við að á fundum fulltrúaráðsins hitti hún skínandi
fólk sem er áhugasamt um að leggja öðrum lið.
„Núna þegar ég er hætt að vinna, fer ég á miðvikudagsmorgnum
í Hjálparstarfið og vinn þar ásamt yndislegum konum við
að flokka fatnað sem berst og raða honum í hillur og setja
á slár. Svo er annar hópur sem kemur á þriðjudögum að
úthluta fatnaði til fólks í neyð. Það er alltaf gaman hjá okkur
miðvikudagskonunum. Við fáum okkur hádegismat með
starfsfólkinu og oft er mikið hlegið. Við fáum fréttir af því helsta
sem er á döfinni hverju sinni og það eykur á ánægju okkar að
vera með,“ segir Dúna.
„Í mínum huga er hollt, gott og gaman að geta tekið þátt í að
hjálpa öðrum. Ég hvet fólk sem hefur til þess heilsu og tíma
að taka þátt í sjálfboðastarfi, bendi t.d. á Rauða kross Íslands,
Björgunarsveitirnar og svo auðvitað á Hjálparstarfið. Hjálpum
öðrum á meðan við getum og munum að það getur komið að því
að við þurfum sjálf á hjálp að halda!“ segir Dúfa að lokum.
Geschäftsführer
RAMIS GmbH
In der Kirchtanne 27 – 64297 Darmstadt – Deutschland
e-mail: omar@ramis.is – Tel.: +49(0)6151 6011809
Mobile: +49(0)160 7870499 und (+354)822 0623
Fax: (+354)533 3430 – www.norvik.is
Fátæk amma í Úganda með sjö barnabörn á framfæri fékk nýtt hús, vatnstank, kamar, geitur og hænur til þess að bæta lífsafkomuna
en foreldrar barnanna eru látin úr alnæmi.
Litróf
umhverfisvottuð prentsmiðja
Sími 563 6000 · Vatnagörðum 14 · 104 Reykjavík · www.litrof.is