Margt smátt : fréttabréf Hjálparstofnunar kirkjunnar - 01.06.2015, Síða 11

Margt smátt : fréttabréf Hjálparstofnunar kirkjunnar - 01.06.2015, Síða 11
11 menntað sig frekar og elja hennar orðið til þess að nú á hún litla búð þar sem hún selur föt og sólarrafala til að hlaða síma og kveikja ljós með vistvænni orku. Marijam hefur getað sent öll börnin sín 11 í skóla og tryggt þeim læknisaðstoð sem var óhugsandi áður en henni var veitt þetta litla lán, lán sem hún greiddi tilbaka fyrir löngu síðan, svo aðrir gætu notið sömu aðstoðar. Já, sögurnar skipta þúsundum, hægt væri að tala enda- laust um vatnsbirkurnar og brunnana sem Hjálparstarf kirkjunnar hefur byggt með heimamönnum og tryggja þeim hreinna vatn og bætt aðgengi. Þá mætti segja frá dýraliðunum sem hafa fengið þjálfun og bólusetja nú dýr gegn sjúkdómum og bæta þannig lífsgæði dýranna og afkomu eigenda eða verkefninu Valdeflingu kvenna, en fyrir tilstilli verkefnisins njóta konur nú meira sann- mælis og jafnréttis þó enn sé langt í land. Það er gleðiefni að í Sómalíhéraði eru konur að eignast úlfalda í fyrsta sinn, verða dýraliðar og breyta þannig hugarfari og kynjahlutverkum smám saman. Upplifunin af því að vera á hjálpar svæðinu fær mann til að muna að það eru einstaklingar sem eru að njóta, ekki prósentubrot, hag- stærðir eða tölur á blaði. Einstaklingar sem þiggja hjálp og fræðslu, í þeirri von um að þau geti síðan áfram hjálpað öðrum. Enginn getur hjálpað öllum en allir geta hjálpað einhverjum. Marijam leigir aðgang að sólarrafhlöðu til fólks sem vill hlaða símann sinn hjá henni. Hún á ellefu börn sem öll hafa gengið í skóla. Stutt er í vatnsbrunninn sem byggður var fyrir fé frá Íslandi og dýraliðinn hefur fengið þjálfun í að bólasetja búfénað sem bætir lífsgæði.

x

Margt smátt : fréttabréf Hjálparstofnunar kirkjunnar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Margt smátt : fréttabréf Hjálparstofnunar kirkjunnar
https://timarit.is/publication/1939

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.