Margt smátt : fréttabréf Hjálparstofnunar kirkjunnar - 01.06.2015, Blaðsíða 15

Margt smátt : fréttabréf Hjálparstofnunar kirkjunnar - 01.06.2015, Blaðsíða 15
15 Á síðustu önn meistaranáms í félagsráðgjöf til starfsréttinda eru nemar í rúmlega þrjá mánuði í starfsnámi þar sem þeir fá tækifæri til þess að starfa sem félagsráðgjafar undir handleiðslu starfandi félagsráðgjafa. Okkur er úthlutaður starfsstaður og starfsnámskennari og fáum við flest litlu um það ráðið hvert við förum. Þegar ég fékk að vita að ég ætti að vera í starfsnámi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar var ég ekki á allt sátt þar sem ég taldi mig, ótrúaða og femínska manneskjuna, lítið hafa að gera á þessum stað. Ég þekkti starfið sem þar er unnið sem sagt ekki neitt og rak mig á þessu augnabliki á eigin fordóma. Þegar ég svo hóf starfsnám mitt hjá Hjálparstarfinu undir handleiðslu Vilborgar Oddsdóttur komst ég að því að hér er unnið faglegt starf í þágu fólks sem býr við fátækt, burtséð frá því hverrar trúar, þjóðar eða kyns það er. Félagsráðgjafarnir sem hér starfa eru ekki einungis í afgreiðslustarfi eins og ég hélt í fyrstu, heldur felst starf þeirra í því að ræða við þá sem hingað leita um stöðu mála og aðstoða þá við að finna lausn á sínum vanda. En hjá Hjálparstarfinu getur fólk í vanda fengið allskyns stuðning, ekki einungis í formi matarkorta heldur einnig í formi námskeiða, viðtala, fjármálaráðgjafar og lyfjaaðstoðar svo eitthvað sé nefnt. Það sem kom mér hvað mest á óvart og heillaði mig varðandi starf félagsráðgjafa hjá Hjálparstarfinu var hversu mikið svigrúm þeir hafa til þess að móta þjónustuna eftir þörfum einstaklinganna sem hingað leita. Einnig eru þeir í stöðu til þess að koma auga á annmarka velferðarkerfisins og geta vakið athygli á því þar sem það á við. Það sem ég hef því lært á þessum þremur mánuðum sem félags- ráðgjafarnemi hjá Hjálparstafi kirkjunnar er fyrst og fremst að horfast í augu við eigin fordóma. Einnig hefur mér gefist tækifæri til að þjálfa mig í viðtalstækni og að hugsa í lausnum. Ég hef líka lært mikilvægi jákvæðninnar og gleðinnar sem ég fékk sérstaklega að kynnast á sjálfstyrkingarnámskeiðum sem ég hélt utan um og voru í boði fyrir konur sem búa við fátækt. Arna Arinbjarnardóttir Að mæta eigin fordómum

x

Margt smátt : fréttabréf Hjálparstofnunar kirkjunnar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Margt smátt : fréttabréf Hjálparstofnunar kirkjunnar
https://timarit.is/publication/1939

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.