Samtökin '78 - Samtakafréttir - 01.02.1997, Qupperneq 3
Svar hefur nú borist við fjárbeiðni
Samtakanna 78 til ríkisins. Að
venju fengum við minna en um
var sótt - en getum þó vel við
unað. Starfsstyrkurinn verður 500
þúsund eða sama upphæð og var
fyrir árið 1996 en þá hækkaði
hann verulega frá fyrri árum. Auk
þess er ánægjuefni að styrkurinn
er nú í annað sinni afgreid-
dur í fjárlögum í stað þess
að vera innanbúðarmál Fé-
lagsmálaráðuneytisins.
Svar hefur ekki borist frá
Reykjavíkurborg en starf-
sstyrkur þeirra nam í fyrra
600 þús. kr. Vonandi náum
við að halda þeirri upphæð
þrátt fyrir yfirlýsingar um
niðurskurð hjá borginni!
Formaður starfsmanahóps,
Kristín Sævarsdóttir, er í
leyfi frá stjórnarstörfum um
þessar mundir og hefur
Rúnar Lund komið inn í
hennar stað sem á-
heyrnarfulltrúi starfsman-
nahóps. Sigríöur Ósk, fulltrúi
ungliðahóps hefur dregið sig í hlé
og hefur ekki verið skipað í henn-
arstað. ^
Nýju hóparnir innan Samtakanna
78, þ.e. „sjálfstyrkingahópurinn
og samkynhneigdir og börn" lifa
góðu lífi. Sem dæmi má nefna að
á síðasta barnahópsfund mættu
19 manns. Fylgist með auglýs-
ingum hópanna í fréttabréfinu -
eða hafið samband við skrifstof-
una og fáið upplýsingar um
næstu fundi.
Stjórn hefur fundað með Hrafn-
hildi Gunnarsdóttur kvikmynda-
gerðakonu til að skoða hug-
myndir um gerð heimildamyndar
um lesbíur og homma á íslandi.
Málið er á byrjunarreit - en ef af
verður, er stefnt að því að myndin
verði tilbúin vorið 1998 á tuttugu
ára afmæli samtakanna.
Fulltrúar samtakanna hafa verið
á skóla- og fræðslufundum að
undanförnu, þ.á.m. hjá leikfélagi
Fjölbrautarskólans í Breiðholti,
10. bekk Lauganesskóla, á með-
ferðarheimilinu Stuðlum og
meðferðarstöðinni Teigi. Afþakkað
var boð á fund þar sem um-
ræðuefnið átti að vera: „Á aö
leyfa lesbíum og hommum að
giftast?" It's too late, babe!
Mikill fjöldi nema hefur sótt skrif-
stofu samtakanna nú í janúar til
að leita upplýsinga vegna verk-
efnavinnslu. Kirkjan og krakkarnir
eru greinilega vinsælustu rit-
gerðarefnin í tengslum við sam-
kynhneigð.
í undirbúningi er dreifing
á ungliðaveggspjöldunum
í framhaldsskóla og
sérskóla á höfuðborgar-
svæðinu. Þeim var dreift
víða sl. vetur og skilaði
það sér vel.
Ný myndbönd eru komin á
bókasafnið - lítið við og
athugið úrvalið.
Samtökunum hefur verið
boðin aðild að ráðstefnu
um ofbeldi sem m.a.
Kvennaathvarfið, Stíga-
mót, Kvennalistinn og
Karlakeðjan eru aðilar að - það er
nauðsynlegt fyrir samtökin að
gera sig gildandi meðal mannrétt-
inda- og baráttuhópa landsins -
það heldur málstaðnum úrfelum.
í Berlín er verið að undirbúa
sýningu á myndum frá giftingum
samkynhneigðra. Myndir Báru
frá mótttökunni í Borgarleik-
húsinu eru fulltrúar Samtakanna
78.
ngfhd
urn
a íii k y
Sumarið 1996 skipaði
prestastefna nefnd til að
vinna að málefninu „Samkynhneigð og kirkja" og
skyldi nefndin skila tillögum og greinargerð til
kirkjuþings um haustið.
vakna um samkynhneigð. Umræðan getur orðið brú
milli ólíkra sjónarmiða í þessum efnum, sé
gagnkvæmt umburðarlyndi haft að leiðarljósi."
Hvað varðar starf nefndarinnar lýsti kirkjuþing því
yfir að nefndin skyldi efna til "nærfærinnar og ein-
lægrar umræðu og fræðslu i kirkjunni um málefni
samkynhneigðra, sem hefjist þegar í stað í samvinnu
við fræðsludeild kirkjunnar og þjóðmálanefnd. I kjöl-
far þeirrar umræðu og fræðslu verði athugaðir
möguleikar á að kirkjan móti atferli fyrir fyrirbæn og
blessun á staðfestri samvist".
Nefndin skilaði ýtarlegri greinargerð á tilsettum tíma
og ákvað kirkjuþing að nefndin starfaði áfram á
grundvelli ályktunar þingsins sem sagði m.a.:
„Kirkjuþing hvetur til kærleika og umhyggju gagn-
vart samkynhneigðum og að ósk þeirra sem og
annarra minnihlutahópa um virðingu og mannréttin-
di verði virt. Kirkjuþing fagnar opinskárri og hrein-
skilinni umræðu um málefnið á kirkjulegum vett-
vangi. Þingið telur að slík umræða efli skilning á
málstað samkynhneigðra og hjálpi til við að finna
viðunandi svör við þeim spumingum sem kunna að
Jafnframt ákvað kirkjuþing að fulltrúi samkyn-
hneigðra tæki sæti í nefndinrii og var Einar Orn
Einarsson, organisti í Keflavík og stjórnarmaður í
Samtökunum 78 skipaður af biskupi íslands. Aðrir í
nefndinni eru Sr. Olafur Oddur Jónsson sóknar-
prestur í Keflavík, Jónína Lísa Þorsteinsdóttir
fræðslufulltrúi þjóðkirkjunnar á Norðurlandi og
Arnfríður Einarsdóttir lögfræðingur í Garðabæ.
í næsta fréttabréfi mun Einar Örn kynna undir-
búningsvinnu nefndarinnar svo og fyrirhugað
fræðsluátak innan kirkjunnar.
SAMTAKAFRÉTTIR - SAMTÖKIN '78 3