Helsingjar - 01.07.1943, Síða 21

Helsingjar - 01.07.1943, Síða 21
Helsingjar 3 Jónas Rafnar yfirlæknir skrifar hér skemmtilega og fróðlega grein um eíztu, söguleg kynni manna af berklaveikinni o£ rannsóknir fornra menningarþjóða á því sviði. BERKLAVEIKIN ER ÆVAGÖMUL Eftir J Ó N A S R A F N A R Stundum heyrist talað um berklaveikina, svo sem væri hún ný af nálinni, ekki nema nokkurra mannsaldra gömul eða svo. En það er öðru nær en að svo sé; hún hefur þjakað líf og heilsu mannkynsins frá því er sögur hófust og að lík- indum miklu lengur. Arið 1904 fundust hjá Heidelberg í Þýzkalandi manna- bein, sem talin eru vera frá yngri steinöld eða allt að því 4 þús. ára gömul. Tveir brjóstliðir grindarinnar bera þess ótvíræð merki, að maðurinn hafi þjáðst af hryggberklum. — Langt er því síðan forfeður vorir hafa orðið að kljást við þann sjúkdóm, hvort sem hann helur verið algengur þá eða ekki. Á smurðum líkum Forn-Egipta, sem eru frá því 2—3 þús. árum fyrir Krists burð, hafa einnig fundizt merki þess, að berklaveiki hafi þjáð hina fornu menningarþjóð við Níl- fljót. Þessir fundir eru þó fremur fáir, og má því ætla, að berklaveiki hafi ekki verið algeng meðal þjóðarinnar á þeim öldum, enda finnst hennar ekki getið í egipzkum handrit- um eða áletrunum frá þeim tímum. í elztu bókum Indverja, sem ritaðar eru meira en þúsund árum f. Kr. b., er lungnaberklum lýst og þeir nefndir nafni, sem þýðir uppdráttarsýki eða tæring, en sóttarlarinu er með skáldlegum orðum líkt við þverrandi tungl. í lögbók þeirri, er kennd er við Manu og er rituð á síðustu öldunum f. Kr. b., er lagt blákalt bann við því, að nokkur maður úr æðri stéttunum bindist hjúskapartengslum við fjölskyldu, sem sýkzt hefur af lungnaberklum. — Er þetta vafalaust elzta lagaboð um mannakynbætur, sem sagan getur um. Svo sem kunnugt er, lögðu Forn-Grikkir allmikla stund á rannsóknir sjúkdóma og lækningar. Elztu læknaskólar 1*

x

Helsingjar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helsingjar
https://timarit.is/publication/1979

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.