Helsingjar - 01.07.1943, Síða 49
31
Helsirtgjar
GAMAN OG ALVARA.
Ef rúmið hefði leyft var upphaf-
lega ætlunin að hafa nokkra
smákafla með íéttu hjali undir
þessari fyrirsögn. En svo fór að
það var ekki hægt.
oagur
Hins
lagra
hgns
19. JÚNÍ.
Þessum merkisdegi íslenzku kon-
unnar er almennt ekki sá gaumur
gefinn ennþá, sem hið fagra kyn verð-
skuldar, þó aldrei væri fyrir annað
en að eiga slíkt augnayndi karlmanns-
ins fyrir fulltrúa og fegurðarstjörnuna
á myndinni sem fylgir þessari fyrir-
sögn, — og ótal margar aðrar jafn-
fagrar eða fegurri.
—^MI—3—
og finna á fölri vör
af fjöllunum andvarans blak,
þegar allt er angurvær þögn
nema einstaka lóukvak“.
En hann getur ekki hugsað sér
nein augnablik, sem færa þessu fólki
fagnandi gleði og bjarta hlátra. Hann
getur ekki hugsað sér hina fölu sveit
fylgjast með hinu látlausa hring-
streymi daganna, eins og börn líðandi
stundar. Hann þekkir ekki hinn létta
svip, sem hvílir yfir daglegri um-
gengni þessara heimkynna. Þetta
brosglaða áhyggjuleysi í viðmóti.
Eða ef til vill skyggnist skáldið
dýpra, -— starir í gegnum þennan
blæfagra hjúp, — skyggnist inn fyrir
hinar tölusettu hurðir og hlustar við
Þetta hefur vafalaust vakað fyrir
þeim úr karlmannahópnum á Krist-
neshæli, sem gengust fyrir því núna
í sumar, að reynt yrði að setja ofur-
lítið puntlegan sérsvip á þennan há-
tíðisdag kvennanna, innan hælisins.
Ræður voru fluttar og kvæði ort,
og þó þetta væri allt af vanefnum
gert finnst útg. þessa rits ekki úr vegi
að birta ofurlítil brot úr allri þeirri
lofgerð, sem þar var flutt konunni, —
því vitanlega var þessi tilraun jafn-
framt 'helguð öllum íslenzkum kon-
um og öllu fagra kyninu yfirleitt.
Ræðurnar voru þrjár. Sú fyrsta fyr-
ir minni barnsins, sem er að breytast
í konu og sem ræðumaðurinn
nefndi ávarp til blómhnappsins, -—•
til vorsins í lífi konunnar.
Hann lauk máli sínu með þessum
orðum: — „En þegar sumarið kemur
falla blöð blómsins og vindarnir
feykja fræjum þess yfir jörðina. —
Og unga konan gengur inn í sitt sum-
ar og uppfyllir þar sömu skyldur og
blómið. — En þegar að því er komið
hætti ég og aðrir mér eldri og reynd-
ari taka við“.
Þá tók og annar eldri og reyndari
hjarta einstaklinganna í þögninni,
þegar nóttin hefur dregið dökkva
sinn yfir hvítar hvílurnar. Ef til vill
heyrir hann þá nóttina fyllast hljóð-
um andvörpum og þungum, erfiðum
andardrætti sjúkra brjósta. . . .
— Og hann sér haustið ganga í
garð hélugrátt, svipdimmt og ógn-
andi. Þá kveður hann síðasta erindi
ljóðsins um Vifilstaði, — samúðar-
þrungið andvarp, sem stígur upp úr
djúpi tilfinninga hans í látlausri feg-
urð:
„Dauðans rauðgullna rún
er rist á hvert skógarblað.
En haustið leggst harðast og fyrst
á hópinn á Vífilstað".