Helsingjar

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Helsingjar - 01.07.1943, Qupperneq 50

Helsingjar - 01.07.1943, Qupperneq 50
32 Helsingjar upp þráðinn. Ræða hans var tileink- uð hinni fullþroskuðu konu á blóma- skeiði sínu. Hástemd 19.-júní-lofgerð eins og vera bar. Hann fylgdi lífs- ferli hennar allt frá því að hún „finn- ur fyrstu vængjatök þess máttar, sem hún geymir“, þegar: „Andlitsdrættirnir verða form- fastari, — barmurinn hvelfist og brosið verður dýpra og dulræðara, þetta bros, sem Einar Ben. segir að geti „dimmu i dagsljós breytt", og þar til mildi hinnar fulltíða móður hefur mótað svip og hreifingar. Hann talaði um hana, sem ókrýnd- an guðdóm, sem vefur örlagaþræði mannsins öld eftir öld. Hann talaði um hinn óendanlega fjölbreytileik eðlis hennar: „. . . . Þess vegna verður lýsing hennar aldrei tæmd. . . . Þess vegna hefur hver einasti bögubósi eitthvað nýtt að segja þegar hann flytur henni kvæði eða mælir fyrir minni hennar“. Hún er dýrðleg og dularfull eins og lífið sjálft, — Alfa og Omega í lífi karlmannsins. Og ef til vill þess vegna lauk hann ræðu sinni með þessari hógværu þakkargjörð: „Ég lít í auðmýkt hinni yndislegu kvenveru og lofa guð fyrir það að ég er karlmaöur“. Þriðji og síðasti ræðumaður talaði til þeirra, sem komnar eru á síðustu áratugi æfinnar. Veittist hann bæði hart og hlífðarlaust, að þeim, sem tekið hefðu upp á þeirri óhæfu að „pipra“ allt blómaskeið sitt. „Hún hefur siglt um í ólgusjó lífs- ins, án stjórnar og skipshafnar", sagði hann um hina gömlu ungfrú, sem sit- ur eftir við útbrunnin arin æsku sinn- ar. Hún er líka ein í hópi þeirra kvenna „sem óttast ellina meira en sjálfan dauðann. En það gera einkum þær konur, sem hungra og þyrstir eftir ávöxtum ástarinnar". En hann var jafnframt fullur sam- úðar og skilnings á vonlausri baráttu þeirra eftir að allt er orðið um seinan. „Hver undrast þó þær gleymi tölu þessara mörgu ára, sem þær hafa lif- að á þessari jörð?“ sagði hann. Oðru máli væri að gegna með hin- ar, sem hlýtt hefðu köllun konunnar, aukizt og margfaldast og uppfyllt jörðina. Þær fögnuðu ellinni, hvíld- inni eftir langan dag og erfiðan. Að þessum ræðum loknum flutti svo einn hælisbúi all-langt kvæði í tilefni dagsins. Og skal þessum pistli lokið með síðustu erindum þess. Þér konur, sem hertakið heiminn og heftið í silkifjötra, jafnt æskunnar feimna fagursvein og förumann klæddan í tötra. Hver dagsins djarfhuga sonur dreymandi í ljómann starir ef brosið þið, — hvítarma konur með kyssandi augu og varir. Ég heilsa ykkur dagsins dætur; hve dýrðlegt er öllu að gleyma og láta sig dreyma við brimhvítan barm barm um bjartari sólskinsheima. — En á þessum ástandstímum er ekki svo gott að leyna uggþungum ónotakvíða íslenzkra kotbæjasveina. Og ef ég á satt að segja um syndugu þankana mína; mig dreymir austurlenzk æfintýr þar sem Aladdinslamparnir skína. — I ilmsölum austrænnar hallar með oríentölsku flúri, þar vildi ég eiga ykkur allar í indælu kvennabúri. HELSING JAR ársrit. Útgef.: „Sjálfsvörrí' félaé sjúkiinga í Kristneshæli: Ritstjóri: Steindór Sigurðsson. Ak. Prentverk Odds Björnssonar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Helsingjar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helsingjar
https://timarit.is/publication/1979

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.