Víkurfréttir - 31.07.2024, Qupperneq 4
STYTTIST ÓÐUM Í NÝJU LJÓNAGRYFJUNA
Íþróttahúsið í Stapaskóla við það að verða tilbúið
Frágangur við íþróttahúsið í Stapaskóla og tilvonandi heimavöll körfuknattleiksdeildar
Njarðvíkur er á lokametrunum og Ungmennafélaginu Njarðvík verður afhent lyklavöldin
að húsinu í september, þá verður einnig hægt að nýta húsnæðið til íþróttakennslu að
sögn Guðlaugs H. Sigurjónssonar, sviðsstjóra umhverfissviðs Reykjanesbæjar.
„Við erum að stefna á öryggisúttekt
á fyrsta áfanga þann 30. ágúst. Það
er sem sagt íþróttahúsið, inngang-
urinn og allir búningsklefar, uppi
og niðri. Þetta er í raun allt nema
sundlaugin og utanhússfrágangur.
Næsta dagsetning hjá ÍAV er 31.
október, þá verður búið að full-
klára restina. Það er þá sundlaugin,
klæðningin að utan og frágangur á
lóð,“ segir Guðlaugur í samtali við
Víkurfréttir.
„Þennan föstudag, 30. ágúst,
stefnum við á að fá úttekt og
notkunarheimild á salinn en við
misstum af glugga til að fá þá sem
línumerkja vellina á gólfið, það er
svo fámenn stétt og með allt undir
á sama tíma og þess vegna misstum
við þá frá okkur.“
Afhenda lyklavöldin
15. september
Guðlaugur segir að um leið og búið
er að taka út salinn og fá notk-
unarheimild þú munu þeir mæta
og merkja fyrir völlum. „Svo koma
áhorfendabekkirnir 12. ágúst á
svæðið og það tekur tvær vikur að
setja þá upp. Þannig að við erum
að sjá fyrir okkur að byrja að nota
salinn 15. september fyrir skóla-
íþróttir og æfingar.“
Búið er að leggja parket á gólfið,
búið að setja upp allar körfur,
hljóðkerfi og stigatöflur en Guð-
laugur segir að engum verði hleypt
inn í húsið fyrr en allt er fullklárað.
„Njarðvíkingar þurfa að sjálf-
sögðu tíma til að koma sér fyrir
og undirbúa fyrir keppnishald,
setja upp sjoppu og gera allskonar
hliðarrými klár. Þeir geta byrjað að
vinna í þeim málum þegar notk-
unarheimild hefur verið fengin.“
Hvað verður um Ljónagryfjuna?
„Ætli hún verði ekki notuð fyrir
æfingar og auðvitað skólaíþróttir.
Skrifstofur Njarðvíkur koma til
með að flytjast í Stapaskóla, það er
allavega gert ráð fyrir því. Njarðvík
er auðvitað með skrifstofur í Ljóna-
gryfjunni, hvort þeir vilji nota
báðar er opið,“ sagði Guðlaugur að
lokum.
Gamla íþróttahúsið rifið
Íþróttahús Myllubakkaskóla var rifið fyrr
í sumar, sem og viðbygging við gamla
skólahúsið sem nú er í endurbyggingu
vegna myglu. Íþróttahúsið var opnað árið
1958, sex árum eftir opnun Barnaskóla
Keflavíkur, síðar Myllubakkaskóli. Þetta
var elsti íþróttasalur Reykjanesbæjar og
einn elsti á Suðurnesjum,
Þarna stigu margir Keflvíkingar sín
fyrstu íþróttaskref, nemendur stunduðu
skólaleikfimi og hinar ýmsu inniíþrótta-
greinar fengu æfingatíma. Bygging
hússins var mikilvæg í íþróttastarfi á
þeim tíma en var orðið barns síns tíma enda
íþróttasalurinn lítill miðað við kröfur sem
gerðar eru í dag.
Hilmar Bragi myndaði niðurrifið í sumar
en endurbygging Myllubakkaskóla stendur
yfir. Nýr og glæsilegur íþróttasalur er á
framkvæmdaáætluninni en gert er ráð fyrir
að framkvæmdum við skólann ljúki á næstu
tveimur árum.
Guðlaugur H. Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfissviðs Reykjanesbæjar,
á vettvangi í íþróttahúsi Stapaskóla. VF/Hilmar Bragi
Tölvuteikningar af íþróttasalnum í Stapaskóla, nýju Ljónagryfjunni.
Biðinni eftir að geta tekið sundsprett í nýju sundlauginni
í Stapaskóla ætti að ljúka í byrjun nóvember.
Ljónagryfjan geymir margar kærar minningar í hugum Njarðvíkinga en Ungmenna-
félagið Njarðvík byrjar að skrifa nýja sögu í nýrri Ljónagryfju nú í haust.
Búið er að leggja allt parket á gólf
íþróttasalarins og hengja upp körfur.
Stapaskóli er líklega stærsta framkvæmd í sögu Reykjanesbæjar.
Hér má sjá viðbótina sem er íþróttahús og sundlaug. VF/pket.
4 // víkurFrÉttir á SuðurNESjuM