Víkurfréttir - 31.07.2024, Blaðsíða 8
– segja Grindvíkingarnir Halla Kristín Sveinsdóttir og
Þórarinn Kristjánsson en þau sitja uppi með fasteign í
Grindavík og allar þær skuldir sem henni fylgja.
Hjónanna Höllu Kristínar
Sveinsdóttur og Þórarins Krist-
jánssonar beið ekki f ögur
sjón þegar þau sneru heim í
Grindavík í síðustu viku og
gengu inn í einbýlishús í eigu fé-
lags þeirra hjóna. Allt var á tjá og
tundri, loftklæðning fallin niður
og miklar skemmdir blöstu við
þeim. Tjón sem þau sitja uppi
með en fasteignin, sem er íbúðar-
húsnæði, er ein þeirra eigna sem
falla ekki undir skilgreiningar
ríkisins um uppkaup eigna í
Grindavík.
Halla og Þórarinn höfðu byggt
sér og fjölskyldu sinni fallegt
heimili í Grindavík. Þórarinn er
fæddur og uppalinn í Grindavík
en Halla flutti þangað þriggja ára
og saman eiga þau þrjú börn, tvo
drengi og eina stúlku.
Voru að aðstoða son sinn til
að koma þaki yfir höfuðið
Forsaga málsins er sú að félag
í eigu Höllu og Þórarins keypti
íbúðarhúsnæðið til að aðstoða son
þeirra við að eignast þak yfir höf-
uðið. „Við sjálf áttum ekki pening
til að kaupa annað hús en félagið
átti fyrir útborgun,“ segir Halla.
„Sonur okkar hefur haft lögheimili
í húsinu frá árinu 2018 og greitt
leigu til félagsins á meðan hann
safnaði sér fyrir útborgun. Það stóð
til að hann myndi kaupa húsið á
þessu ári.“
Þær forsendur brustu þann 10.
nóvember síðastliðinn þegar ein-
hverjar mestu hamfarir sögunnar
dundu yfir Grindavík og bærinn
var rýmdur. Síðan þá hefur mikið
vatn runnið til sjávar, fasteigna-
félagið Þórkatla var stofnað til að
halda utan um uppkaup fasteigna
í Grindavík – en ekki fallaallar fast-
eignir innan Grindavíkur undir
skilgreiningar ríkisins um upp-
kaup. Halla og Þórarinn hafa m.a.
leitað til Þórkötlu og sýslumanns
til að reyna að fá húsnæðið keypt
upp en hjá sýslumanni var þeim
bent á að fara á vef sýslumanns-
embættisins og fylla út eyðublað
um undanþágu til uppkaupanna.
Það eyðublað virðist ekki vera til.
Hafið þið reynt að tala við sýslu-
mann aftur?
„Ég held að það sé gáfulegast að
láta lögfræðing sjá um þetta,“ segir
Þórarinn. „Það sé næsta skref.“
„Þar sem hnífurinn stendur í
kúnni er að þú þarft að sækja um
og þú þarft að fá neitun, þá er
komin forsenda fyrir málssókn,“
segir Halla. „Þegar lögfræðing-
urinn kemur úr fríi þá þurfum við
að fá hann til að sækja um fyrir
okkur.
Áföllin, svekkelsið og niðurrifið
eru endalaus. Ég treysti mér eigin-
lega ekki til þess að halda áfram, að
fara að hamast í einhverju svona.
Maður er orðinn svo reiður yfir
þessu öllu.“
Halla segir að fyrst hafi verið
gefið út að öll íbúðarhúsnæði í
Grindavík falli undir uppkaup.
„Svo líða einhverjir mánuðir
því þetta er bara gripið, teknar
Áföllin, svekkelsið
og niðurrifið eru
endalaus
Skemmdirnar sem blöstu við Höllu og Þórarni þann 24. júlí síðastliðinn en þá voru tæplega
tvær vikur liðnar frá því að þau skildu við húsið og allt var góðu í lagi.
Áföllin, svekkelsið og
niðurrifið eru endalaus.
Ég treysti mér eiginlega
ekki til þess að halda
áfram, að fara að hamast
í einhverju svona. Maður
er orðinn svo reiður yfir
þessu öllu ...
Það fá allir sambærilegt
fyrir sitt í Grindavík,
kjaftæði. Algjört
kjaftæði ...
Þórarinn og Halla hafa búið sér heimili í fallegri og bjartri blokkaríbúð á Álftanesi.
„Þegar maður fer á fætur á morgnana og stígur út á veröndina andar maður að sér
fjörulyktinni, þetta er eins nálægt því og við komumst að vera heima í Grindavík.“
VF/JPK
Kossaflens í garðinum heima við Bakkaflöt.
Veggur prýddur fjölskyldumyndum er með því fyrsta sem
blasið við þeim sem heimsækja Höllu og Þórarinn.
8 // víkurFrÉttir á SuðurNESjuM