Víkurfréttir


Víkurfréttir - 31.07.2024, Síða 12

Víkurfréttir - 31.07.2024, Síða 12
„Ég tel engan kvikugang ná undir Grindavík og þ.a.l. eru nánast engar líkur á eldgosi inni í Grindavík að mínu mati,“ segir Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði og bergfræði við Háskóla Ís- lands. Þorvaldur hefur verið ansi áberandi í fjölmiðlum síðan jarð- hræringarnar í Grindavík hófust og um tíma var hann í rýnihóp Veðurstofu Íslands. Hann setur varnagla við fréttaflutninginn, um að líkur séu á eldgosi innan varnagarðanna eða inni í Grindavík, það eru engar áreiðanlegar vísbendingar í gögnum um slíkt. Jafnframt hefur verið sýnt fram á, t.d., í grein sem birtist í tímaritinu „Geophysical Research Letters (De Pascal o.fl. 2024)“, að hreyfingarnar í og undir Grindavík 10. nóvember voru fyrst og fremst vegna hreyfinga um plötuskilin og einungis að litlu leyti vegna kvikuhreyfinga. Hættumat þarf að taka mið af öllum jarðfræðilegum upplýsingum, fornum sem nýjum, sem og öllum mögulegum sviðsmyndum. Slík vinnubrögð eru samfélaginu til heilla. Byggt á frekar einsleitri sýn Þorvaldur bendir á að hættumatið frá Veðurstofunni virðist byggt á frekar einsleitri sýn og túlkun á eftirlitsgögnunum. „Þeirra sýn er að lárétt færsla á skjálftavirkninni samsvari láréttri færslu á kviku. Þó svo að slíkt geti gerst, þá er það ekki algild regla. Sprungur geta opnast og lengst í lá- rétta stefnu, og þá með tilheyrandi skjálftavirkni, án beinnar tengingar við kvikuflæði. Hugmyndin um lá- rétt kvikuflæði, þ.e. kvikuhlaup, er nátengd túlkun sumra jarðvísinda- manna á umbrotunum í Kröflu á árunum 1975-84. Í þeirri sviðs- mynd er gert ráð fyrir því að öll kvika sem tengist umbrotunum safnist fyrst fyrir í grunnstæðu (þ.e. á <9 km dýpi) kvikuhólfi megin- eldstöðvar og flæði síðan lárétt út úr hólfinu inn í samliggjandi sprungusveim. Nýlegar athuganir sýna að kvikan sem kom upp í Krö- flugosunum kom úr tveimur mis- munandi kvikugeymslum, einni sem inniheldur þróaða kviku á 7-9 km dýpi og annarri með frum- stæða kviku á meira en 15 km dýpi (Carrol o.fl. 2023). Staðsetning gossprungnanna í Kröflugosunum er slík að kvikan sem kom upp í gosunum getur ekki annað en flætt lóðrétt frá kvikugeymslunum og upp í gegnum gosrásirnar (sbr. meðfylgjandi mynd 1). Það sama gildir um umbrotin á Reykjanesskaga, þar sem upp- runalega kvikan sem er frumstæð, hefur komið frá geymsluhólfi á 9-12 km dýpi (s.br. mynd 2). Í til- felli Sundhnúka hefur þessi frum- stæða kvika fyrst safnast fyrir í grunnstæðu geymsluhólfi á 4-5 km dýpi og þróast þar (þ.e. léttist). Þessi kvikusöfnun er orsökin fyrir landrisinu í og umhverfis Svarts- engi. Þegar þessi kvikugeymsla nær þolmörkum þá opnast sprungur í berginu umhverfis. Kvikan flæðir þá um þær út úr geymslunni og til yfirborðs í eldgosi. Í sviðsmyndinni þar sem þessi kvika flæðir lárétt út úr geymslunni sem „kvikuhlaup“ sem á að mynda kvikugang eftir Sundhnúkagosreininni, sem að jafnaði á að vera jafnlangur og dreifingin á skjálftavirkninni, þá þarf kvikan fyrst að flæða einhverja vegalengd í austur og síðan nokkra kílómetra til norðurs og suðurs á 3-4 km dýpi undir Sundhnúkarein- inni áður en hún kemur upp í eld- gosi, eins og gefið er til kynna með svörtu örinni og örvamerkjunum á 2. mynd. Ef við skoðum athuganir á fram- vindu eldgosanna í Sundhnúkum nánar, þá kemur í ljós að öll eld- gosin, að 14. janúar gosinu undan- skildu, hófust með opnun á stuttri (~500 m langri) gossprungu um hálfan til einn kílómetra suðaustur af Stóra-Skógfelli. Þetta bendir til þess að þegar kvikan fer af stað úr grunnstæðu kvikugeymslunni þá notar hún sömu gosrásina aftur og aftur. Jafnframt, þá er afstaða gossprungunnar þannig að kvikan er meira og minna að flæða lóð- rétt upp úr þessari grunnstæðu geymslu (sbr. mynd 2). Í framhaldi, og samfara aukningu í afli gossins, þá lengist gossprungan um allt að 2 km til norðurs og 2-3 km til suðurs (þ.e. að Hagafelli), rétt eins og væri verið að opna blævæng. Í þessari sviðsmynd þá endurspeglar leng- ingin flæði kviku eftir grunnstæðri sprungu allra efst í skorpunni (c.a. efsta kílómetranum). Þegar afl (þ.e.framleiðni) gossins fellur, þá dregst flæðið saman og myndar afmarkaða rás, sem fram til þessa hefur oftast legið að svæðinu við Sundhnúk. Hvað 14. janúar varðar, þá virðist kvikan hafa fundið beina leið upp í gossprunguna rétt sunnan við Hagafell og frá henni flæddi síðan afgösuð kvika eftir mjög grunnstæðri sprungu, sem var varla á meira en 100 metra dýpi, og komst þannig í skotfæri við húsin norðaustan í Grindavík.“ Ekki sammála nálguninni „Það er alltaf verið að tala um kvikugang sem nær eða gæti náð undir Grindavík,“ segir Þorvaldur. „Ég vil meina að svo sé ekki. Í fyrri sviðsmyndinni sem fjallað er um hér að framan, þá er gert ráð fyrir því í líkanreikningunum að dreifingin á skjálftavirkninni endurspegli lárétt flæði á kviku. Sem sagt, ef skjálftavirknin nær alla leið undir Grindavík, þá nær kvikugangurinn líka alla þá leið. Þetta er sviðsmyndin sem Veður- stofan notar við sitt hættumat. Ég og nokkrir aðrir sérfræðingar erum ekki alveg sammála þessari nálgun og aðhyllumst frekar fram- vindunni sem er lýst í seinni sviðs- myndinni hér að framan. Sam- kvæmt því þá er lang líklegast að næsta gos, sem miðað við landrisið getur orðið innan tveggja vikna, komi upp á sama stað og fyrri gos, þ.e. suðaustan við Stóra-Skógfell. Jafnframt er lang líklegast að fram- vinda gossins verði eins og hún var í síðustu tveimur gosum, aflmikið í byrjun og hröðu falli á afli. Gos- sprungan verður álíka löng og í þeim gosum, bara spurning hvort að langtímavirknin setjist til í gígum við Sundhnúk eða sunnar, t.d. við endann á Hagafelli. En, það mun ráða miklu um áhrif hraun- flæðis á innviði. Því miður, þá getur þetta ástand varað næstu mán- uðina eða árin, jafnvel áratugina, þannig að við verðum einfaldlega að læra að lifa með ástandinu og það er vel mögulegt.“ „Ef við undanskiljum vellinginn frá gosinu 14 janúar, þá tel ég nánast engar líkur á því að kvika komi upp í eldgosi inni í Grindavík. Sú staðreynd að það hefur ekki gosið á svæðinu þar sem Grindavík stendur á síðustu 14 þúsund árum rennir stoðum undir þessa ályktun. Jafnframt sé ég ekkert í gögnunum og athugununum sem bendir til þess að kvika hafi flætt undir Grindavík þann 10. nóvember.“ Faglegri vinnubrögð Það hefur nánast mátt stilla klukkuna eftir þeim forsendum að þegar jákvæð frétt birtist um Grindavík, kemur frétt frá Veðurstofunni í kjölfarið, t.d. að undanförnu um að líklegt sé að næsta eldgos verði nær Grindavík, jafnvel innan varn- argarða. Út af hverju telur Þor- valdur þetta stafa og hvað vill hann sjá til að laga stöðuna? „Ég held að þetta komi til af því, eins og ég minntist á hér að ofan, að hættumatið er byggt á frekar einsleitri sýn og túlkun á eftirlits- Telur mjög litlar líkur á eldgosi í Grindavík n Sérfræðingar Veðurstofunnar þurfa að skoða gögnin frá öllum hliðum NÁTTÚRUVÁ Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is Skýringarmynd 2. Skýringarmynd 1. Því miður, þá getur þetta ástand varað næstu mánuðina eða árin, jafnvel áratugina, þannig að við verðum einfaldlega að læra að lifa með ástandinu og það er vel mögulegt ... Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði og bergfræði við Háskóla Íslands. 12 // víkurFrÉttir á SuðurNESjuM

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.